Fótbolti

Orri Steinn með tvennu í Japan

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Orri Steinn átti góðan dag í Japan.
Orri Steinn átti góðan dag í Japan. vísir/getty

Landsliðsfyrirliðinn Orri Steinn Óskarsson er að byrja undirbúningstímabilið vel og hann reimaði á sig markaskóna í dag.

Orri Steinn skoraði þá bæði mörk Real Sociedad í 1-2 sigri á japanska liðinu Yokohama FC.

Orri opnaði markareikning sinn á 16. mínútu og seinna markið kom úr vítaspyrnu skömmu fyrir leikhlé. Yokohama klóraði í bakkann í blálok leiksins.

Betri frammistaða hjá Sociedad en í upphafi vikunnar er liðið tapaði fyrir Nagasaki, 1-0.

Næsti æfingaleikur Sociedad er á miðvikudag en þá verður liðið komið til Spánar og mætir þar Osasuna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×