Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 25. júlí 2025 14:34 Ályktunin var samþykkt með 71 atkvæði gegn 13. EPA/Abir Sultan Ísraelska þingið samþykkti þingsályktunartillögu á miðvikudag þess efnis að Ísrael innlimi Vesturbakkann eða héröðin Júdeu, Samaríu og Jórdandal líkt og Ísraelar kalla þau. Þingsályktunartillagan er ekki bindandi en er til marks um bæði aukið afdráttarleysi Ísraelsmanna í ólöglegri landtöku sinni sem og lausung innan sitjandi ríkisstjórnar. Tillagan var samþykkt af miklum meirihluta með 71 atkvæði gegn 13 en helstu stjórnarandstöðuflokkarnir sátu hjá. Hún var lögð fram af þremur ríkisstjórnarflokkum, flokki Netanjahú forsætisráðherra Likud, Tziyonut Datit og Otzma Yehudit. Með henni lýsir ísraelska þingið yfir að Vesturbakkinn sé „óaðgreinanlegur hluti Ísraels, sögulegs, menningarlegs og trúarlegs heimaland gyðinga“ og að „Ísrael eigi náttúrulegt, sögulegt og lagalegt tilkall til allra landsvæða Ísraels.“ Þingið virðist jafnframt útiloka friðsælar samvistir við Palestínumenn. Lengi lofað innlimun Ísraelsþing ákvarðaði í þingsályktunartillögu 18. júlí 2024 að það væri mótfallið stofnun palestínsks ríki á vesturbakka Jórdans. Í þingsályktunartillögunni frá í fyrradag er þingið enn afdráttarlausara. „Yfirráð á landinu fyrirheitna öllu er óaðgreinanlegur hluti fullnaðar síónismans og þjóðarhugsjón gyðinganna sem snúið hafa aftur til heimalandsins. Fjöldamorðin sem framin voru á Shemini Atzeret [hátíðardagur í gyðingdómi] 7. október 2023 sannaði að stofnun palestínsks ríki er tilvistarógn við Ísrael, borgara þess og heimshlutann í heild.“ „Ísraelsþing brýnir til ríkisstjórnar Ísraels að grípa til aðgerða tafarlaust og koma á ísraelskum lögum og stjórnsýslu í öllum byggðum gyðinga, sama hvers eðlis þær byggðir eru, í Júdeu, Samaría og Jórdandal,“ segir í tilkynningunni. Ísraelsmenn sölsuðu undir sig Vesturbakkann árið 1967 í Sex daga stríðinu og síðan hafa hundruðir þúsunda Ísraelsmanna sest þar að og í leiðinni bolað Palestínumönnum frá heimilum sínum. Stór hluti svæðisins er hernuminn og enn í dag setjast Ísraelsmenn þar að í trássi við alþjóðalög. Samkvæmt umfjöllun Times of Israel hefur innlimun Vesturbakkans lengi verið markmið ísraelska hægrisins. Í aðdraganda þingkosninga 2019 hét Benjamín Netanjahú forsætisráðherra að innlima Jórdandal sem er austurhluti Vesturbakkans. Engin bindandi löggjöf hefur verið samþykkt um innlimun á landsvæði Palestínumanna. Grafi undan friðarhorfum Hussein al-Sheikh varaforseti Palestínu segir þingsályktunartillögu Ísraelsþings beina árás á réttindi palestínsku þjóðarinnar og að hún grafi undan friðarhorfum. „Þessar einhliða aðgerðir Ísraela ganga bersýnilega í berhögg við alþjóðalög og einhug alþjóðasamfélagsins varðandi stöðu hernuminna palestínskra landsvæða, þar á meðal Vesturbakkans,“ segir hann í yfirlýsingu. Hann fordæmir þennan gjörning þingsins og brýnir til heimsins að binda enda á hernámið. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Innlent Ísland land númer 197 Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Sjá meira
Tillagan var samþykkt af miklum meirihluta með 71 atkvæði gegn 13 en helstu stjórnarandstöðuflokkarnir sátu hjá. Hún var lögð fram af þremur ríkisstjórnarflokkum, flokki Netanjahú forsætisráðherra Likud, Tziyonut Datit og Otzma Yehudit. Með henni lýsir ísraelska þingið yfir að Vesturbakkinn sé „óaðgreinanlegur hluti Ísraels, sögulegs, menningarlegs og trúarlegs heimaland gyðinga“ og að „Ísrael eigi náttúrulegt, sögulegt og lagalegt tilkall til allra landsvæða Ísraels.“ Þingið virðist jafnframt útiloka friðsælar samvistir við Palestínumenn. Lengi lofað innlimun Ísraelsþing ákvarðaði í þingsályktunartillögu 18. júlí 2024 að það væri mótfallið stofnun palestínsks ríki á vesturbakka Jórdans. Í þingsályktunartillögunni frá í fyrradag er þingið enn afdráttarlausara. „Yfirráð á landinu fyrirheitna öllu er óaðgreinanlegur hluti fullnaðar síónismans og þjóðarhugsjón gyðinganna sem snúið hafa aftur til heimalandsins. Fjöldamorðin sem framin voru á Shemini Atzeret [hátíðardagur í gyðingdómi] 7. október 2023 sannaði að stofnun palestínsks ríki er tilvistarógn við Ísrael, borgara þess og heimshlutann í heild.“ „Ísraelsþing brýnir til ríkisstjórnar Ísraels að grípa til aðgerða tafarlaust og koma á ísraelskum lögum og stjórnsýslu í öllum byggðum gyðinga, sama hvers eðlis þær byggðir eru, í Júdeu, Samaría og Jórdandal,“ segir í tilkynningunni. Ísraelsmenn sölsuðu undir sig Vesturbakkann árið 1967 í Sex daga stríðinu og síðan hafa hundruðir þúsunda Ísraelsmanna sest þar að og í leiðinni bolað Palestínumönnum frá heimilum sínum. Stór hluti svæðisins er hernuminn og enn í dag setjast Ísraelsmenn þar að í trássi við alþjóðalög. Samkvæmt umfjöllun Times of Israel hefur innlimun Vesturbakkans lengi verið markmið ísraelska hægrisins. Í aðdraganda þingkosninga 2019 hét Benjamín Netanjahú forsætisráðherra að innlima Jórdandal sem er austurhluti Vesturbakkans. Engin bindandi löggjöf hefur verið samþykkt um innlimun á landsvæði Palestínumanna. Grafi undan friðarhorfum Hussein al-Sheikh varaforseti Palestínu segir þingsályktunartillögu Ísraelsþings beina árás á réttindi palestínsku þjóðarinnar og að hún grafi undan friðarhorfum. „Þessar einhliða aðgerðir Ísraela ganga bersýnilega í berhögg við alþjóðalög og einhug alþjóðasamfélagsins varðandi stöðu hernuminna palestínskra landsvæða, þar á meðal Vesturbakkans,“ segir hann í yfirlýsingu. Hann fordæmir þennan gjörning þingsins og brýnir til heimsins að binda enda á hernámið.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Innlent Ísland land númer 197 Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Sjá meira