Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Vésteinn Örn Pétursson skrifar 27. júlí 2025 19:27 Henry segir að líklega þurfi stjórnmálamenn að sætta sig við að verða fyrir barðinu á gervigreindarmyndböndum þar sem þeim eru eignuð orð sem þeir sögðu ekki. Hins vegar sé alvarlegra þegar slík myndbönd sýni fréttamenn eða aðra sem þurfi í hlutverkum sínum að treysta á trúverðugleika. Myndband þar sem þjóðþekktum Íslendingum eru lögð orð í munn, með hjálp gervigreindar, er merki um varhugaverða þróun að mati sérfræðings. Stjórnmálamenn megi eiga von á því að verða fyrir barðinu á slíkum uppátækjum, en alvarlegra sé að blanda fjölmiðlafólki í slík myndbönd. Í myndbandinu má meðal annars sjá Margréti Helgu Erlingsdóttur, fréttaþul á Sýn, fara með tölfræði um þá sem fengu fjárhagsaðstoð frá borginni. Það er bara einn hængur á: Hún sagði þetta aldrei, en með hjálp gervigreindar er nokkuð auðvelt að láta líta út fyrir að hún hafi gert það. Fleiri þekktum andlitum bregður fyrir í myndbandinu, sem birtist með fyrirvara um að það væri gert með gervigreind. Þau eru mislík fyrirmyndum sínum og raddbeitingin ekki fullkomin í öllum tilfellum. Henry Alexander Henrysson er heimspekingur. Vísir/Sigurjón Bjóst við áhrifunum fyrr Sérfræðingur hjá Siðfræðistofnun Háskóla Íslands segir þróun í þessa átt áhyggjuefni, en kveðst hissa á að hún hafi ekki komið fram fyrr. „Ég bjóst við þessu á síðasta ári, jafnvel í kringum allar þær kosningar sem voru á síðasta ári. Þetta er byrjað núna af miklum krafti, kannski meira erlendis, en núna komið til Íslands. Ég hugsa að við sjáum miklu meira af þessu á komandi misserum,“ segir Henry Alexander Henrysson. Samfélagið sé ekki undir það búið að tækninni fleygi fram, og erfiðara verði að greina á milli raunverulegra myndbanda og gervigreindar. „Þetta sýnir enn og aftur fram á mikilvægi hefðbundinnar fjölmiðlunar. Þegar fólk heldur að það geti bara fengið sínar fréttir með klippum á samfélagsmiðlum. Þú getur með engu móti í framtíðinni vitað hvaða klippur eru réttar og hverjar ekki.“ Kosningar framtíðarinnar undirlagðar af gervigreindarefni Þróuninni verði ekki snúið við, en auka þurfi meðvitund í samfélaginu. „Það er spurning hvort við getum fengið einhvers konar samfélagssáttmála, að það sé til dæmis litið niður á það og það verði ekki samþykkt að svona sé gert með fréttamönnum og þeir látnir segja svona hluti. Ég hugsa að stjórnmálamenn þurfi að þola það að þeim verði lögð orð í munn, en þeim hafa líka verið lögð orð í munn lengi.“ Kosningar framtíðarinnar kunni að litast verulega af tækniframförum sem hafa orðið í gervigreind. „Ég hélt að á síðasta ári myndum við sjá miklu meira um þetta og miklu meiri truflun á kosningunum með aðstoð skapandi gervigreindar. Það gerðist ekki en það mun gerast í framtíðinni.“ Miklu máli skipti hvernig gervigreindin verði notuð þegar fram líða stundir. Listamenn og grínistar muni sennilega í auknum mæli nýta tæknina í verkum sínum. „En þegar það er verið að nota hana til að búa til ákveðna upplýsingaóreiðu og draga inn ákveðnar starfsstéttir sem byggja á sínum trúverðugleika, þá verður þetta miklu alvarlegra,“ segir Henry Alexander. Gervigreind Tækni Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Fleiri fréttir Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Sjá meira
Í myndbandinu má meðal annars sjá Margréti Helgu Erlingsdóttur, fréttaþul á Sýn, fara með tölfræði um þá sem fengu fjárhagsaðstoð frá borginni. Það er bara einn hængur á: Hún sagði þetta aldrei, en með hjálp gervigreindar er nokkuð auðvelt að láta líta út fyrir að hún hafi gert það. Fleiri þekktum andlitum bregður fyrir í myndbandinu, sem birtist með fyrirvara um að það væri gert með gervigreind. Þau eru mislík fyrirmyndum sínum og raddbeitingin ekki fullkomin í öllum tilfellum. Henry Alexander Henrysson er heimspekingur. Vísir/Sigurjón Bjóst við áhrifunum fyrr Sérfræðingur hjá Siðfræðistofnun Háskóla Íslands segir þróun í þessa átt áhyggjuefni, en kveðst hissa á að hún hafi ekki komið fram fyrr. „Ég bjóst við þessu á síðasta ári, jafnvel í kringum allar þær kosningar sem voru á síðasta ári. Þetta er byrjað núna af miklum krafti, kannski meira erlendis, en núna komið til Íslands. Ég hugsa að við sjáum miklu meira af þessu á komandi misserum,“ segir Henry Alexander Henrysson. Samfélagið sé ekki undir það búið að tækninni fleygi fram, og erfiðara verði að greina á milli raunverulegra myndbanda og gervigreindar. „Þetta sýnir enn og aftur fram á mikilvægi hefðbundinnar fjölmiðlunar. Þegar fólk heldur að það geti bara fengið sínar fréttir með klippum á samfélagsmiðlum. Þú getur með engu móti í framtíðinni vitað hvaða klippur eru réttar og hverjar ekki.“ Kosningar framtíðarinnar undirlagðar af gervigreindarefni Þróuninni verði ekki snúið við, en auka þurfi meðvitund í samfélaginu. „Það er spurning hvort við getum fengið einhvers konar samfélagssáttmála, að það sé til dæmis litið niður á það og það verði ekki samþykkt að svona sé gert með fréttamönnum og þeir látnir segja svona hluti. Ég hugsa að stjórnmálamenn þurfi að þola það að þeim verði lögð orð í munn, en þeim hafa líka verið lögð orð í munn lengi.“ Kosningar framtíðarinnar kunni að litast verulega af tækniframförum sem hafa orðið í gervigreind. „Ég hélt að á síðasta ári myndum við sjá miklu meira um þetta og miklu meiri truflun á kosningunum með aðstoð skapandi gervigreindar. Það gerðist ekki en það mun gerast í framtíðinni.“ Miklu máli skipti hvernig gervigreindin verði notuð þegar fram líða stundir. Listamenn og grínistar muni sennilega í auknum mæli nýta tæknina í verkum sínum. „En þegar það er verið að nota hana til að búa til ákveðna upplýsingaóreiðu og draga inn ákveðnar starfsstéttir sem byggja á sínum trúverðugleika, þá verður þetta miklu alvarlegra,“ segir Henry Alexander.
Gervigreind Tækni Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Fleiri fréttir Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Sjá meira
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent