Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Samúel Karl Ólason skrifar 29. júlí 2025 14:31 Dmitrí Peskóv og Vladimír Pútín. EPA/SERGEI ILNITSKY „Hin sértæka hernaðaraðgerð mun halda áfram.“ Þetta sagði Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, í morgun. Þá vísaði hann til ummæla Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, frá því í gær um að Pútín hefði tíu til tólf daga til að binda enda á innrásina í Úkraínu. Peskóv sagði yfirvöld í Rússlandi hafa tekið eftir ummælum Trumps um frestinn og það að hann hefði lítinn áhuga á að ræða frekar við Pútín. Talsmaðurinn sagðist þó ekki vilja reyna að túlka sérstaklega orð Trumps. Trump sagðist í gær vera verulega vonsvikinn í garð Pútíns. Hann hafi nokkrum sinnum staðið í þeirri trú, eftir að hafa talað við Pútín, um að hægt væri að binda enda á stríðið en það hafi aldrei gengið eftir. „Við héldum nokkrum sinnum að við værum að ljúka þessu en þá byrjaði Pútín að skjóta eldflaugum inn í einhverja borg, eins og Kiyv, og drepur mikið af fólki á elliheimili eða einhvers staðar. Við erum með lík um alla götuna,“ sagði Trump. Trump sagði þetta ekki leiðina til að koma á friði og að hann væri mjög vonsvikinn í garð Pútíns. Sjá einnig: Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Þá sagðist Trump ætla að stytta þann frest sem Pútín hefði til að semja um frið úr fimmtíu dögum í tíu til tólf daga. Fyrr í þessum mánuði hótaði Trump að beita Rússlands frekari refsiaðgerðum verði ekki búið að semja áður en fresturinn rennur út. Þær refsiaðgerðir fela samkvæmt Trump í sér að setja hundrað prósenta toll á vörur frá Rússlandi og ríkjum sem versla við Rússa. Það er í samræmi við frumvarp sem samið var af þingmönnum beggja flokka í öldungadeild Bandaríkjaþings en aldrei hefur verið greitt atkvæði um. Sjá einnig: Mun þingið fara fram hjá Trump? Þá sagði Trump í gær að þó hann sagðist ætla að stytta frestinn væri hann nokkuð viss um hvert svar Pútins yrði og gaf til kynna að Pútin myndi ekki binda enda á stríðið. Það virðist hafa verið rétt hjá Trump, ef marka má orð Peskóvs í morgun. Eins og áður segir var Peskóv spurður út í orð Trumps í morgun og sagði hann berum orðum að Rússar myndu ekki hætta innrásinni í Úkraínu. Peskóv hélt því einnig fram að Rússar væru mjög til í að ná fram markmiðum sínum í Úkraínu með friðsömum hætti. Markmið Rússa og kröfur þeirra í garð Úkraínumanna virðast lítið hafa breyst frá því innrás þeirra hófst í febrúar 2022. Úkraínumenn hafa ítrekað sagt þessar kröfur vera óásættanlegar þar sem þær geri ríkið berskjaldað gegn annarri innrás og að Úkraína verði í raun leppríki Rússlands. Um uppgjöf væri að ræða. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Vladimír Pútín Donald Trump Hernaður Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Sjá meira
Peskóv sagði yfirvöld í Rússlandi hafa tekið eftir ummælum Trumps um frestinn og það að hann hefði lítinn áhuga á að ræða frekar við Pútín. Talsmaðurinn sagðist þó ekki vilja reyna að túlka sérstaklega orð Trumps. Trump sagðist í gær vera verulega vonsvikinn í garð Pútíns. Hann hafi nokkrum sinnum staðið í þeirri trú, eftir að hafa talað við Pútín, um að hægt væri að binda enda á stríðið en það hafi aldrei gengið eftir. „Við héldum nokkrum sinnum að við værum að ljúka þessu en þá byrjaði Pútín að skjóta eldflaugum inn í einhverja borg, eins og Kiyv, og drepur mikið af fólki á elliheimili eða einhvers staðar. Við erum með lík um alla götuna,“ sagði Trump. Trump sagði þetta ekki leiðina til að koma á friði og að hann væri mjög vonsvikinn í garð Pútíns. Sjá einnig: Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Þá sagðist Trump ætla að stytta þann frest sem Pútín hefði til að semja um frið úr fimmtíu dögum í tíu til tólf daga. Fyrr í þessum mánuði hótaði Trump að beita Rússlands frekari refsiaðgerðum verði ekki búið að semja áður en fresturinn rennur út. Þær refsiaðgerðir fela samkvæmt Trump í sér að setja hundrað prósenta toll á vörur frá Rússlandi og ríkjum sem versla við Rússa. Það er í samræmi við frumvarp sem samið var af þingmönnum beggja flokka í öldungadeild Bandaríkjaþings en aldrei hefur verið greitt atkvæði um. Sjá einnig: Mun þingið fara fram hjá Trump? Þá sagði Trump í gær að þó hann sagðist ætla að stytta frestinn væri hann nokkuð viss um hvert svar Pútins yrði og gaf til kynna að Pútin myndi ekki binda enda á stríðið. Það virðist hafa verið rétt hjá Trump, ef marka má orð Peskóvs í morgun. Eins og áður segir var Peskóv spurður út í orð Trumps í morgun og sagði hann berum orðum að Rússar myndu ekki hætta innrásinni í Úkraínu. Peskóv hélt því einnig fram að Rússar væru mjög til í að ná fram markmiðum sínum í Úkraínu með friðsömum hætti. Markmið Rússa og kröfur þeirra í garð Úkraínumanna virðast lítið hafa breyst frá því innrás þeirra hófst í febrúar 2022. Úkraínumenn hafa ítrekað sagt þessar kröfur vera óásættanlegar þar sem þær geri ríkið berskjaldað gegn annarri innrás og að Úkraína verði í raun leppríki Rússlands. Um uppgjöf væri að ræða.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Vladimír Pútín Donald Trump Hernaður Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Fleiri fréttir Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent