Innlent

Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá já­kvæða svörun frá þér“

Árni Sæberg skrifar
Sigríður Björk Guðjónsdóttir er ríkislögreglustjóri. Hún skrifaði ekki bréfið á myndinni, þótt hún sé skrifuð fyrir því.
Sigríður Björk Guðjónsdóttir er ríkislögreglustjóri. Hún skrifaði ekki bréfið á myndinni, þótt hún sé skrifuð fyrir því. Vísir

Embætti ríkislögreglustjóra berast nú tilkynningar um svikapósta, sem berast einstaklingum, sem eru merktir lögreglu, ríkislögreglustjóra og ríkissaksóknara. Í póstunum er fjallað um refsiverð brot í tengslum við barnaníð.

Í tilkynningu á vef Lögreglunnar er athygli vakin á því að skilaboðin eru ekki frá ríkislögreglustjóra, lögreglu eða ríkissaksóknara og fólk varað við að svara tölvupóstinum og við því að ýta á hlekki og viðhengi sem geta fylgt svikapóstum sem þessum. Lögregla hefur ítrekað varað við slíkum póstum á undanförnum árum.

Mikilvægt sé að skoða öll skilaboð og allan póst með gagnrýnum augum, ekki smella á hlekki eða viðhengi sem eru grunsamleg og alls ekki gefa upp kortaupplýsingar eða viðkvæmar persónuupplýsingar.

Þá er athygli vakin á fræðslu á heimasíðu CERT um vefveiðar sem þessar. Hér að neðan má sjá dæmi um tölvubréf á borð við þau sem lögreglan varar við.


Tengdar fréttir

Skálar við meinta kyn­ferðis­af­brota­menn í svika­póstum

Óprúttnir aðilar hafa sent út svikapósta í nafni ríkislögreglustjóra og dómsmálaráðuneytisins þar sem viðtakendur eru sakaðir um að hafa skoðað barnaníðsefni og þeim tilkynnt að fjölmiðlar verði upplýstir um sakargiftirnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×