Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Magnús Jochum Pálsson skrifar 29. júlí 2025 19:14 Auglýsingaherferð American Eagle hefur farið misvel ofan í fólk. Auglýsingaherferð fatamerkisins American Eagle með leikkonunni Sydney Sweeney hefur verið gagnrýnd fyrir að innihalda rasíska undirtóna og ýja að kynbótastefnu með orðagríni um góð gen. Herferðin er fyrir nýjustu gallabuxnalínu American Eagle og heitir „Sydney Sweeney Has Great Jeans“ eða „Sydney Sweeney á frábærar gallabuxur“. Hins vegar hljómar „jeans“ alveg eins og „genes“ sem merkir gen og er leikið með orðagrín í auglýsingunni. Herferðin fór vel af stað í síðustu viku og ruku hlutabréf American Eagle upp fyrsta daginn. Hins vegar er nú farið að örla á meiri gagnrýni og beinast þau sérstaklega að tveimur myndböndum herferðarinnar. Annars vegar þar sem hin ljóshærða og bláeygða Sweeney stendur fyrir framan risastórt plakat af sjálfri sér sem á stendur „Sydney Sweeney er með frábær gen“. Undir lok myndbands er svo búið að skipta „genes“ út fyrir „jeans“. View this post on Instagram A post shared by American Eagle (@americaneagle) Hitt myndbandið er af Sweeney hneppa að sér gallabuxum meðan hún flytur mónólóg um gen. „Gen flytjast frá foreldrum til afkomenda og ákvarða oft eiginleika á borð við hárlit, persónuleika og jafnvel augnalit. Genin mín/Gallabuxurnar mínar eru blá/ar,“ segir Sweeney í myndbandinu. Sydney Sweeney x American Eagle, oh my god. pic.twitter.com/tDkeGT9R7G— Sydney Sweeney Daily (@sweeneydailyx) July 24, 2025 Hundaflauta, högg fyrir vókið eða bara gallabuxnaauglýsing Herferðin hefur vakið misjöfn viðbrögð og virðist umræða um hana skiptast í fylkingar, eins og vill verða í því menningarstríði sem stendur yfir í Bandaríkjunum. Margir hafa lýst herferðinni sem taktlausri og sagt hana bergmála orðfæri tengt kynbótastefnu og hvítri kynþáttahyggju. „Að fá bláeygða, ljóshærða, hvíta konur og einblína herferð þinni í kringum að hún sé með fullkomin gen virkar skrýtið, sérstaklega í ljósi núverandi ástands í Bandaríkjunum,“ sagði einn notandi á X (Twitter) og tengdi við markvissar aðgerðir Trump gegn DEI-málum, þ.e. þeim er varða fjölbreytni, jafnrétti, inngildingu og aðgengi. „Þetta er hundaflauta fyrir uppgang íhaldssemi í þessu landi,“ sagði annar netverji. View this post on Instagram A post shared by American Eagle (@americaneagle) Á móti gagnrýnisröddunum eru þó ákveðinn hópur, sem virðist hallast til hægri, sem fagnar herferðinni og segir hana högg fyrir „vókið“ og „vók auglýsingar“. „Vók auglýsingar eru dauðar, Sydney Sweeney drap þær,“ skrifaði einn X-verji en hægrimenn hafa uppnefnt ýmsa hluti er varða réttindabaráttu kynjanna, hinsegin fólks eða hörundsdökkra sem vók. „Persónulega sé ég ekki hvað er svona umdeilt, fyrir mér er þetta bara auglýsing fyrir gallabuxur,“ sagði hins vegar einn hlutlausari TikTok-notandinn. Hvorki Sweeney né American Eagla hafa tjáð sig um gagnrýnina. Tíska og hönnun Bandaríkin Hollywood Samfélagsmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Óþekkjanleg stjarna Hollywood-stjarnan Sydney Sweeney mun leika Christy Martin í nýrri ævisögumynd um bandaríska boxarann. Fyrsta opinbera ljósmyndin úr kvikmyndinni sýnir óþekkjanlega dökkhærða Sweeney. 23. júlí 2025 15:26 Sydney Sweeney selur sápu úr skítugu baðvatni sínu Súperstjarnan Sydney Sweeney hefur bráðlega sölu á sápunni Baðvatnssæla Sydneyar sem er framleidd úr baðvatni leikkonunnar. Sweeney segir sápuna tilkomna vegna reglulegra beiðna aðdáenda um að fá sýni af baðvatni hennar. 30. maí 2025 09:51 Mest lesið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Fleiri fréttir Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Sjá meira
Herferðin er fyrir nýjustu gallabuxnalínu American Eagle og heitir „Sydney Sweeney Has Great Jeans“ eða „Sydney Sweeney á frábærar gallabuxur“. Hins vegar hljómar „jeans“ alveg eins og „genes“ sem merkir gen og er leikið með orðagrín í auglýsingunni. Herferðin fór vel af stað í síðustu viku og ruku hlutabréf American Eagle upp fyrsta daginn. Hins vegar er nú farið að örla á meiri gagnrýni og beinast þau sérstaklega að tveimur myndböndum herferðarinnar. Annars vegar þar sem hin ljóshærða og bláeygða Sweeney stendur fyrir framan risastórt plakat af sjálfri sér sem á stendur „Sydney Sweeney er með frábær gen“. Undir lok myndbands er svo búið að skipta „genes“ út fyrir „jeans“. View this post on Instagram A post shared by American Eagle (@americaneagle) Hitt myndbandið er af Sweeney hneppa að sér gallabuxum meðan hún flytur mónólóg um gen. „Gen flytjast frá foreldrum til afkomenda og ákvarða oft eiginleika á borð við hárlit, persónuleika og jafnvel augnalit. Genin mín/Gallabuxurnar mínar eru blá/ar,“ segir Sweeney í myndbandinu. Sydney Sweeney x American Eagle, oh my god. pic.twitter.com/tDkeGT9R7G— Sydney Sweeney Daily (@sweeneydailyx) July 24, 2025 Hundaflauta, högg fyrir vókið eða bara gallabuxnaauglýsing Herferðin hefur vakið misjöfn viðbrögð og virðist umræða um hana skiptast í fylkingar, eins og vill verða í því menningarstríði sem stendur yfir í Bandaríkjunum. Margir hafa lýst herferðinni sem taktlausri og sagt hana bergmála orðfæri tengt kynbótastefnu og hvítri kynþáttahyggju. „Að fá bláeygða, ljóshærða, hvíta konur og einblína herferð þinni í kringum að hún sé með fullkomin gen virkar skrýtið, sérstaklega í ljósi núverandi ástands í Bandaríkjunum,“ sagði einn notandi á X (Twitter) og tengdi við markvissar aðgerðir Trump gegn DEI-málum, þ.e. þeim er varða fjölbreytni, jafnrétti, inngildingu og aðgengi. „Þetta er hundaflauta fyrir uppgang íhaldssemi í þessu landi,“ sagði annar netverji. View this post on Instagram A post shared by American Eagle (@americaneagle) Á móti gagnrýnisröddunum eru þó ákveðinn hópur, sem virðist hallast til hægri, sem fagnar herferðinni og segir hana högg fyrir „vókið“ og „vók auglýsingar“. „Vók auglýsingar eru dauðar, Sydney Sweeney drap þær,“ skrifaði einn X-verji en hægrimenn hafa uppnefnt ýmsa hluti er varða réttindabaráttu kynjanna, hinsegin fólks eða hörundsdökkra sem vók. „Persónulega sé ég ekki hvað er svona umdeilt, fyrir mér er þetta bara auglýsing fyrir gallabuxur,“ sagði hins vegar einn hlutlausari TikTok-notandinn. Hvorki Sweeney né American Eagla hafa tjáð sig um gagnrýnina.
Tíska og hönnun Bandaríkin Hollywood Samfélagsmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Óþekkjanleg stjarna Hollywood-stjarnan Sydney Sweeney mun leika Christy Martin í nýrri ævisögumynd um bandaríska boxarann. Fyrsta opinbera ljósmyndin úr kvikmyndinni sýnir óþekkjanlega dökkhærða Sweeney. 23. júlí 2025 15:26 Sydney Sweeney selur sápu úr skítugu baðvatni sínu Súperstjarnan Sydney Sweeney hefur bráðlega sölu á sápunni Baðvatnssæla Sydneyar sem er framleidd úr baðvatni leikkonunnar. Sweeney segir sápuna tilkomna vegna reglulegra beiðna aðdáenda um að fá sýni af baðvatni hennar. 30. maí 2025 09:51 Mest lesið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Fleiri fréttir Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Sjá meira
Óþekkjanleg stjarna Hollywood-stjarnan Sydney Sweeney mun leika Christy Martin í nýrri ævisögumynd um bandaríska boxarann. Fyrsta opinbera ljósmyndin úr kvikmyndinni sýnir óþekkjanlega dökkhærða Sweeney. 23. júlí 2025 15:26
Sydney Sweeney selur sápu úr skítugu baðvatni sínu Súperstjarnan Sydney Sweeney hefur bráðlega sölu á sápunni Baðvatnssæla Sydneyar sem er framleidd úr baðvatni leikkonunnar. Sweeney segir sápuna tilkomna vegna reglulegra beiðna aðdáenda um að fá sýni af baðvatni hennar. 30. maí 2025 09:51