Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 30. júlí 2025 10:33 Skýrslan var gerð að beiðni Guðlaugs Þórs Þórðarsonar þáverandi utanríkisráðherra. Vísir/Anton Brink Í skýrsludrögum sem unnin voru að beiðni Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra, frá árinu 2018 segir að aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu hefði aldrei verið afturkölluð. Í skýrslunni kemur fram að íslenskum almenningi hafi verið gefin misvísandi skilaboð um stöðu viðræðnanna sem aldrei hafa verið skýrð til fulls. Ríkisútvarpið greinir frá þessu en það hefur skýrsluna, sem ber yfirskriftina „Mýrarljós í Evrópusamstarfi,“ undir höndum í krafti upplýsingalaga. Guðlaugur Þór var gestur Morgungluggans á Rás 2 í morgun þar sem innihald skýrslunnar var borið undir hann og hann beðinn um að skýra það misræmi sem gætir á milli innihalds skýrslunnar og yfirlýsinga stjórnarandstöðunnar hins vegar. Þýðing sögð „færð í stílinn“ en skilaboðin gjörólík Skýrslan sjálf var skrifuð í ráðherratíð Guðlaugs Þórs í utanríkisráðuneytinu árið 2018 og var skrifuð af Gunnari Pálssyni sendiherra. Í formálanum, að því er Ríkisútvarpið greinir frá, segir að henni sé ætlað að halda til haga mikilvægum atriðum í tengslum við aðildarviðræðurnar. Í henni segir að tvískinnungur hafi birst í bréfaskiptum Íslands og Evrópusambandsins annars vegar og yfirlýsingum íslenskra ráðamanna hins vegar. Það hafi til að mynda verið munur á útgáfu bréfs sem sent var til ráðamanna í Brussel á ensku og þeirri útháfu sem birt var í íslenskri þýðingu. Þýðingin er í skýrslunni sögð „færð í stílinn.“ „Í bréfinu var ESB kunngert að gert yrði algjört hlé“ á aðildarviðræðunum, en samkvæmt íslensku útgáfunni hafði ríkisstjórnin ákveðið „að stöðva aðildarviðræðurnar að fullu,““ segir í skýrslunni samkvæmt Ríkisútvarpinu. „Tvíræðnin sem endurspeglast í bréfaskiptum Íslands og ESB er í engu samræmi við opinberar pólitískar yfirlýsingar íslenskra ráðamanna, hvorki þá né síðar. Hvernig það gat gerst hefur enn ekki verið útskýrt,“ segir svo. Kveðst ekki muna eftir skýrslunni Eins og bent er á í umfjöllun Ríkisútvarpsins kemur það, að Guðlaugi Þór komi af fjöllum og telji það nýjar upplýsingar að Ursula von der Leyen hafi sagt aðildarumsóknina enn gilda í nýlegri heimsókn hennar til landsins, ekki heim og saman við innihald skýrslunnar. Í viðtali í Morgunglugganum í morgun sagðist Guðlaugur Þór ekki muna eftir skýrslunni eða innihaldi hennar. „Já, það voru margar skýrslur gefnar út. Ég man nú ekki eftir þessari en þú ert að sýna mér hana núna,“ sagði Guðlaugur Þór. Einn kafli í skýrslunni ber, samkvæmt RÚV, heitið „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið,“ og það er talað um að stjórnvöld á þeim tíma hafi vísvitandi ekki skýrt fyrir þjóðinni að þetta væru ekki endalok viðræðnanna. Blaðamenn Ríkisútvarpsins báru það undir Guðlaug að þessar upplýsingar hafi allar legið fyrir í mörg ár og að skýrslan sem unnin var að beiðni Guðlaugs sjálfs hafi látið það í veðri vaka að stjórnvöld hafi í raun villt fyrir þjóðinni. „Þú ert að lesa skýrslu sem ég hef bara, þarf að rifja upp,“ sagði Guðlaugur Þór við því. „Þú hlýtur að muna eftir þessu? Þú skrifaðir innganginn og formálann sjálfur,“ sagði Helgi Seljan, annar stjórnenda, þá. „Þú ert með þetta útprentað. Þú þarft að gefa mér tækifæri til að skoða þetta. Sama hvað stendur í skýrslunni þá er afstaða mín mjög skýr,“ sagði Guðlaugur Þór. Uppfært: Skýrslan var að sögn Guðlaugs Þórs aldrei gefin út. Um skýrsludrög sé að ræða. Evrópusambandið Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Utanríkismál Mest lesið Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Ríkisútvarpið greinir frá þessu en það hefur skýrsluna, sem ber yfirskriftina „Mýrarljós í Evrópusamstarfi,“ undir höndum í krafti upplýsingalaga. Guðlaugur Þór var gestur Morgungluggans á Rás 2 í morgun þar sem innihald skýrslunnar var borið undir hann og hann beðinn um að skýra það misræmi sem gætir á milli innihalds skýrslunnar og yfirlýsinga stjórnarandstöðunnar hins vegar. Þýðing sögð „færð í stílinn“ en skilaboðin gjörólík Skýrslan sjálf var skrifuð í ráðherratíð Guðlaugs Þórs í utanríkisráðuneytinu árið 2018 og var skrifuð af Gunnari Pálssyni sendiherra. Í formálanum, að því er Ríkisútvarpið greinir frá, segir að henni sé ætlað að halda til haga mikilvægum atriðum í tengslum við aðildarviðræðurnar. Í henni segir að tvískinnungur hafi birst í bréfaskiptum Íslands og Evrópusambandsins annars vegar og yfirlýsingum íslenskra ráðamanna hins vegar. Það hafi til að mynda verið munur á útgáfu bréfs sem sent var til ráðamanna í Brussel á ensku og þeirri útháfu sem birt var í íslenskri þýðingu. Þýðingin er í skýrslunni sögð „færð í stílinn.“ „Í bréfinu var ESB kunngert að gert yrði algjört hlé“ á aðildarviðræðunum, en samkvæmt íslensku útgáfunni hafði ríkisstjórnin ákveðið „að stöðva aðildarviðræðurnar að fullu,““ segir í skýrslunni samkvæmt Ríkisútvarpinu. „Tvíræðnin sem endurspeglast í bréfaskiptum Íslands og ESB er í engu samræmi við opinberar pólitískar yfirlýsingar íslenskra ráðamanna, hvorki þá né síðar. Hvernig það gat gerst hefur enn ekki verið útskýrt,“ segir svo. Kveðst ekki muna eftir skýrslunni Eins og bent er á í umfjöllun Ríkisútvarpsins kemur það, að Guðlaugi Þór komi af fjöllum og telji það nýjar upplýsingar að Ursula von der Leyen hafi sagt aðildarumsóknina enn gilda í nýlegri heimsókn hennar til landsins, ekki heim og saman við innihald skýrslunnar. Í viðtali í Morgunglugganum í morgun sagðist Guðlaugur Þór ekki muna eftir skýrslunni eða innihaldi hennar. „Já, það voru margar skýrslur gefnar út. Ég man nú ekki eftir þessari en þú ert að sýna mér hana núna,“ sagði Guðlaugur Þór. Einn kafli í skýrslunni ber, samkvæmt RÚV, heitið „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið,“ og það er talað um að stjórnvöld á þeim tíma hafi vísvitandi ekki skýrt fyrir þjóðinni að þetta væru ekki endalok viðræðnanna. Blaðamenn Ríkisútvarpsins báru það undir Guðlaug að þessar upplýsingar hafi allar legið fyrir í mörg ár og að skýrslan sem unnin var að beiðni Guðlaugs sjálfs hafi látið það í veðri vaka að stjórnvöld hafi í raun villt fyrir þjóðinni. „Þú ert að lesa skýrslu sem ég hef bara, þarf að rifja upp,“ sagði Guðlaugur Þór við því. „Þú hlýtur að muna eftir þessu? Þú skrifaðir innganginn og formálann sjálfur,“ sagði Helgi Seljan, annar stjórnenda, þá. „Þú ert með þetta útprentað. Þú þarft að gefa mér tækifæri til að skoða þetta. Sama hvað stendur í skýrslunni þá er afstaða mín mjög skýr,“ sagði Guðlaugur Þór. Uppfært: Skýrslan var að sögn Guðlaugs Þórs aldrei gefin út. Um skýrsludrög sé að ræða.
Evrópusambandið Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Utanríkismál Mest lesið Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?