Kemur ekki á óvart að fjárfestar horfi til stöðugra arðgreiðslufélaga vegna óvissu

Frá áramótum hefur Úrvalsvísitalan ekki verið „að gera neitt fyrir neinn“ og er meginþorri félaga á markaði núna að jafnaði undirverðlagt um meira en tuttugu prósent miðað við verðmatsgengi. Hlutabréfagreinandi segir að það eigi ekki að koma á óvart að fjárfestar hafi að undanförnu helst horft til stöðugra arðgreiðslufélaga vegna óvissu og óróleika á markaði en þau hafa gefið hvað bestu ávöxtun síðustu tólf mánuði.
Tengdar fréttir

Hlutabréfasjóðir enn í varnarbaráttu og ekkert bólar á innflæði
Snarpur viðsnúningur í kringum síðustu áramót þegar fjárfestar fóru á nýjan leik að beina fjármagni í hlutabréfasjóði stóð stutt yfir en undanfarna mánuði hafa sjóðirnir fremur þurfa að horfa upp á útflæði samtímis erfiðum markaðsaðstæðum.

Samruni sem var „skrifaður í skýin“ þegar Arion hafði betur í slagnum um Kviku
Arion banki hafði betur í slagnum um að hefja samrunaviðræður við Kviku eftir að hafa hækkað verulega tilboð sitt frá fyrsta kasti, sem endurspeglar væntingar um þau miklu tækifæri og samlegð sem hægt sé að ná fram í sameinuðu félagi, en stjórnendur bankans telja sig geta náð viðskiptunum í gegn án mjög íþyngjandi skilyrða frá Samkeppniseftirlitinu. Á meðal helstu fjármálaráðgjafa Arion í viðræðunum er fyrrverandi forstjóri Kviku banka og þá er nú þegar er búið að ákveða hver verður bankastjóri sameinaðs félags.