„Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 30. júlí 2025 21:59 Hildigunnur Sverrisdóttir arkitekt er ánægð með útlitið á nýjum Landspítala en öðru máli gegnir um staðsetninguna. Vísir Arkitekt blæs á gagnrýni á útlit Nýs-Landspítala sem nú er óðum að taka á sig mynd eftir áralangan undirbúning. Aðra sögu er hinsvegar að segja af staðsetningu spítalans við Hringbraut í Reykjavík, sem er út úr korti að mati arkitektsins. Eftir margra áratuga undirbúning er nýr Landspítali nú loksins farinn að taka á sig mynd. Háar og kassalegar byggingar gnæfa yfir miðbænum en sitt sýnist hverjum um útlitið. Þannig segist fjölmiðlamaðurinn Illugi Jökulsson kunna vel við margt í nútímaarkitektúr, í færslu á Facebook þar sem hann birtir mynd af nýjum Landspítala, þetta sé ekki fallegt. Færslan hefur vakið mikla athygli og ljóst að margir hafa sterkar skoðanir á útliti hins nýja spítala. sumir líkja honum við hús úr legókubbum og aðrir við byggingu úr tölvuleiknum Minecraft. Hildigunnur Sverrisdóttir arkitekt og fyrrverandi deildarforseti arkitektúrs við Listaháskóla Íslands segir að hún sé ósammála gagnrýnendum. „Mér finnst þetta ekki ljótt og fyrir mér er það sem meikar sense fallegt og að einhverju leyti meikar þessi bygging sense.“ Hefur miklar áhyggjur af staðsetningunni Hún segist skilja sjónarmið þeirra sem vilji byggja í gömlum stíl. Byggingartækni hafi hinsvegar breyst mikið. „En það sem mér finnst þessi bygging geta svo vel er að hún er lagskipt og á efstu hæðinni er sól og virðist eiginlega bara vera gler út af litnum sem er á henni. Síðan kemur smá millilag þetta svarta sem klýfur massann og fyrir neðan sjáum við dekkri massann sem talar þá meira við umhverfið hér sem er svolítið svona lóðréttur og myndar þar með svona burð undir hinni og fyrir mér, mér finnst þetta ansi vel lukkuð bygging í þessu samhengi.“ Byggingarnar séu vel ígrundaðar og vel hannaðar. „Hinsvegar hef ég svolitlar áhyggjur af því að það að byggja inni í svona þröngu umhverfi sem á að byggjast allt í kring, sko við verðum ekkert 370 þúsund mikið lengur, okkur fjölgar. Þannig spurningin er hvernig ætlar hann að vaxa áfram? Ég sé ekki alveg hvernig það er hægt.“ Upphaflegi Landspítalinn hafi verið byggður í jaðri byggðar. Það hafi að hluta verið gert svo að fólki liði vel umkringt náttúru. Þá sé sjúkrahús byggð á þann veg í Danmörku, þar sem sjúkrahús í jaðri byggðar létti álag á sjúkrahúsi í miðborg. Þá hafi staðsetning Reykjavíkurflugvallar verið nefnd sem rök fyrir staðsetningu spítalans. Það er ekkert víst að hann verði hérna mikið lengur. Ég hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd. Arkitektúr Landspítalinn Reykjavík Byggingariðnaður Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Fleiri fréttir Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Sjá meira
Eftir margra áratuga undirbúning er nýr Landspítali nú loksins farinn að taka á sig mynd. Háar og kassalegar byggingar gnæfa yfir miðbænum en sitt sýnist hverjum um útlitið. Þannig segist fjölmiðlamaðurinn Illugi Jökulsson kunna vel við margt í nútímaarkitektúr, í færslu á Facebook þar sem hann birtir mynd af nýjum Landspítala, þetta sé ekki fallegt. Færslan hefur vakið mikla athygli og ljóst að margir hafa sterkar skoðanir á útliti hins nýja spítala. sumir líkja honum við hús úr legókubbum og aðrir við byggingu úr tölvuleiknum Minecraft. Hildigunnur Sverrisdóttir arkitekt og fyrrverandi deildarforseti arkitektúrs við Listaháskóla Íslands segir að hún sé ósammála gagnrýnendum. „Mér finnst þetta ekki ljótt og fyrir mér er það sem meikar sense fallegt og að einhverju leyti meikar þessi bygging sense.“ Hefur miklar áhyggjur af staðsetningunni Hún segist skilja sjónarmið þeirra sem vilji byggja í gömlum stíl. Byggingartækni hafi hinsvegar breyst mikið. „En það sem mér finnst þessi bygging geta svo vel er að hún er lagskipt og á efstu hæðinni er sól og virðist eiginlega bara vera gler út af litnum sem er á henni. Síðan kemur smá millilag þetta svarta sem klýfur massann og fyrir neðan sjáum við dekkri massann sem talar þá meira við umhverfið hér sem er svolítið svona lóðréttur og myndar þar með svona burð undir hinni og fyrir mér, mér finnst þetta ansi vel lukkuð bygging í þessu samhengi.“ Byggingarnar séu vel ígrundaðar og vel hannaðar. „Hinsvegar hef ég svolitlar áhyggjur af því að það að byggja inni í svona þröngu umhverfi sem á að byggjast allt í kring, sko við verðum ekkert 370 þúsund mikið lengur, okkur fjölgar. Þannig spurningin er hvernig ætlar hann að vaxa áfram? Ég sé ekki alveg hvernig það er hægt.“ Upphaflegi Landspítalinn hafi verið byggður í jaðri byggðar. Það hafi að hluta verið gert svo að fólki liði vel umkringt náttúru. Þá sé sjúkrahús byggð á þann veg í Danmörku, þar sem sjúkrahús í jaðri byggðar létti álag á sjúkrahúsi í miðborg. Þá hafi staðsetning Reykjavíkurflugvallar verið nefnd sem rök fyrir staðsetningu spítalans. Það er ekkert víst að hann verði hérna mikið lengur. Ég hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd.
Arkitektúr Landspítalinn Reykjavík Byggingariðnaður Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Fleiri fréttir Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Sjá meira