Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 30. júlí 2025 20:30 Óttar er staddur á bát í Frönsku Pólýnesíu. Hann stóð flóðbylgjuvaktina á bátnum á meðan aðrir áhafnarliðar sváfu. Vísir Íslendingur í Frönsku Pólýnesíu segist hafa fyllst skelfingu þegar fregnir bárust af jarðskjálfta undan ströndum Rússlands og gefnar voru út flóðbylgjuviðvaranir. Skjálftinn var 8,8 að stærð en betur fór en á horfðist. Engar fregnir hafa borist af manntjóni. Jarðskjálftinn reið yfir rétt fyrir miðnætti að íslenskum tíma og voru upptök hans austur af Kamtsjatka-skaga á 47 kílómetra dýpi. Skjálftaflóðbylgjuviðvaranir voru gefnar út um allt Kyrrahafið og var sérstaklega óttast um flóðbylgjur á Havaí og í Japan. Undanfari eldgoss Hæstu flóðbylgjurnar lentu á hafnarborgum á Kamtsjatkaskaga, þar sem öldur náðu fjögurra metra hæð í borginni Severo-Kurilsk, þar sem sjórinn sópaði með sér öllu steini léttara. Grjót hrundi úr hlíðum skagans og sjómenn náðu myndum af sæljónum flýja í hafið á meðan skjálftinn reið yfir. Eldgos hófst svo í Kljútsjevskoj-fjalli eftir hádegi að íslenskum tíma en en reglulega hefur gosið í fjallinu á síðustu árum. Við strendur Kyrrahafsins flúðu margir á hærra land og mynduðust umferðarteppur víða. Áhrifin voru þó minni en talið var að yrði í fyrstu Hræðileg upplifun Óttar Ómarsson er staddur í Frönsku Pólýnesíu, þar sem hann er á mánaðarlangri siglingu ásamt níu manna danskri áhöfn. Þegar fréttastofa náði tali af Óttari var hann einn áhafnarmeðlima sem var vakandi - hann stóð flóðbylgjuvaktina á meðan aðrir sváfu. Klukkan var þá hálf tvö um nótt. „Að upplifa þetta er hræðilegt því við fréttum af þessu á meðan við erum að borða hrísgrjónagrautinn okkar í kvöldmat,“ segir Óttar. Fregnir bárust þá af jarðskjálfta við Rússlandsstrendur, um 9.000 kílómetra í burtu. Hópurinn fylgdist grannt með fréttum frá Havaí, þar sem bylgjurnar skullu fyrst á. „Eins og við vitum núna þá fór ekkert úrskeiðis, ekkert það slæmt. Nú er komið að okkur að fá sömu bylgjur, eða öldur.“ Óttaðist endurtekningu frá 2004 Bátur Óttars er undan ströndum Tahítí en fyrir innan rifið, sem veitir eyjunum nokkuð skjól. Hefði allt farið á versta veg var áhöfnin með neyðarplan tilbúið. „Þannig að við vorum búin að safna vegabréfunum frá öllum í einn poka og tilbúin með bátinn og svo voru allir með töskurnar sínar og dótið sitt tilbúið til að fara af bátnum bara með nauðsynjavörur og mat. Þá hefðum við klifrað upp á fjallið og það var planið að klifra upp á hálendið,“ segir Óttar. Hann hafi séð myndefni af flóðbylgjunni sem skall á í Indlandshafi árið 2004, í kjölfar jarðskjálfta sem var 9,1 til 9,3 að stærð, en þá létust á þriðja hundrað þúsund. Tilhugsunin um að vera í sömu aðstæðum hafi vakið ótta. „Núna líður mér vel en ég var rosalega hræddur áðan því það var rosalega mikil óvissa. Maður hefur séð vídeó af því sem hefur gerst í Taílandi, Indónesíu og maður var hræddur um að nú væri komið að okkur.“ Íslendingar erlendis Rússland Frakkland Eldgos og jarðhræringar Náttúruhamfarir Tengdar fréttir 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Flóðbylgjuviðvaranir voru gefnar út í fjölda ríkja við Kyrrahafið eftir 8,8 stiga jarðskjálfta sem varð rétt fyrir utan Kamsjatkaskaga í Rússlandi rétt fyrir miðnætti að íslenskum tíma. Um hálfum sólarhring eftir jarðskjálftann hófst eldgos á Kamsjatkaskaganum. 30. júlí 2025 06:11 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Sjá meira
Jarðskjálftinn reið yfir rétt fyrir miðnætti að íslenskum tíma og voru upptök hans austur af Kamtsjatka-skaga á 47 kílómetra dýpi. Skjálftaflóðbylgjuviðvaranir voru gefnar út um allt Kyrrahafið og var sérstaklega óttast um flóðbylgjur á Havaí og í Japan. Undanfari eldgoss Hæstu flóðbylgjurnar lentu á hafnarborgum á Kamtsjatkaskaga, þar sem öldur náðu fjögurra metra hæð í borginni Severo-Kurilsk, þar sem sjórinn sópaði með sér öllu steini léttara. Grjót hrundi úr hlíðum skagans og sjómenn náðu myndum af sæljónum flýja í hafið á meðan skjálftinn reið yfir. Eldgos hófst svo í Kljútsjevskoj-fjalli eftir hádegi að íslenskum tíma en en reglulega hefur gosið í fjallinu á síðustu árum. Við strendur Kyrrahafsins flúðu margir á hærra land og mynduðust umferðarteppur víða. Áhrifin voru þó minni en talið var að yrði í fyrstu Hræðileg upplifun Óttar Ómarsson er staddur í Frönsku Pólýnesíu, þar sem hann er á mánaðarlangri siglingu ásamt níu manna danskri áhöfn. Þegar fréttastofa náði tali af Óttari var hann einn áhafnarmeðlima sem var vakandi - hann stóð flóðbylgjuvaktina á meðan aðrir sváfu. Klukkan var þá hálf tvö um nótt. „Að upplifa þetta er hræðilegt því við fréttum af þessu á meðan við erum að borða hrísgrjónagrautinn okkar í kvöldmat,“ segir Óttar. Fregnir bárust þá af jarðskjálfta við Rússlandsstrendur, um 9.000 kílómetra í burtu. Hópurinn fylgdist grannt með fréttum frá Havaí, þar sem bylgjurnar skullu fyrst á. „Eins og við vitum núna þá fór ekkert úrskeiðis, ekkert það slæmt. Nú er komið að okkur að fá sömu bylgjur, eða öldur.“ Óttaðist endurtekningu frá 2004 Bátur Óttars er undan ströndum Tahítí en fyrir innan rifið, sem veitir eyjunum nokkuð skjól. Hefði allt farið á versta veg var áhöfnin með neyðarplan tilbúið. „Þannig að við vorum búin að safna vegabréfunum frá öllum í einn poka og tilbúin með bátinn og svo voru allir með töskurnar sínar og dótið sitt tilbúið til að fara af bátnum bara með nauðsynjavörur og mat. Þá hefðum við klifrað upp á fjallið og það var planið að klifra upp á hálendið,“ segir Óttar. Hann hafi séð myndefni af flóðbylgjunni sem skall á í Indlandshafi árið 2004, í kjölfar jarðskjálfta sem var 9,1 til 9,3 að stærð, en þá létust á þriðja hundrað þúsund. Tilhugsunin um að vera í sömu aðstæðum hafi vakið ótta. „Núna líður mér vel en ég var rosalega hræddur áðan því það var rosalega mikil óvissa. Maður hefur séð vídeó af því sem hefur gerst í Taílandi, Indónesíu og maður var hræddur um að nú væri komið að okkur.“
Íslendingar erlendis Rússland Frakkland Eldgos og jarðhræringar Náttúruhamfarir Tengdar fréttir 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Flóðbylgjuviðvaranir voru gefnar út í fjölda ríkja við Kyrrahafið eftir 8,8 stiga jarðskjálfta sem varð rétt fyrir utan Kamsjatkaskaga í Rússlandi rétt fyrir miðnætti að íslenskum tíma. Um hálfum sólarhring eftir jarðskjálftann hófst eldgos á Kamsjatkaskaganum. 30. júlí 2025 06:11 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Sjá meira
8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Flóðbylgjuviðvaranir voru gefnar út í fjölda ríkja við Kyrrahafið eftir 8,8 stiga jarðskjálfta sem varð rétt fyrir utan Kamsjatkaskaga í Rússlandi rétt fyrir miðnætti að íslenskum tíma. Um hálfum sólarhring eftir jarðskjálftann hófst eldgos á Kamsjatkaskaganum. 30. júlí 2025 06:11
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?