Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 31. júlí 2025 20:03 Fannar Máni með mömmu sinni, Hildi Hlín við „Fannars bakarí“ í Innri Njarðvík í Reykjanesbæ. Magnús Hlynur Hreiðarsson Fannar Máni Halldórsson, sem er níu ára strákur í Innri Njarðvík í Reykjanesbæ deyr ekki ráðalaus því hann hefur komið sér upp sölubás við heimili fjölskyldunnar þar sem hann selur nýsteiktar kleinur, Muffins og skúffukökur. Íbúar fagna framtakinu og hrósa Fannari fyrir framtakið en hann er að safna sér peningum til að komast á Ferrari bílasýningu á Ítalíu. „Fannars bakarí“ stendur á skiltinu þar sem Fannar stendur vaktina og selur bakarísbakkelsi en um baksturinn sjá foreldrar hans og amma og afi inn í húsinu við Njarðvíkurbraut 1 í Innri Njarðvík. Hann ber síðan vörurnar jafnóðum í básinn sinn þar sem er oftast nóg að gera. „Ég ætla að fá tvo kleinupoka“, segir Friðjón Ingi Sörensson, viðskiptavinur. „Já tvo kleinupoka, hérna gjörðu svo vel,“ segir Fannar. Ég ætla að fara að ná mér í kleinu eða eitthvað nýbakað, það gaman að fá þetta hérna. Það er um að gera að styrkja þessa krakka, sem eru svona dugleg við þetta,” segir Guðmundur Ólafsson, viðskiptavinur, „Þetta eru bara bestur kleinur, sem ég hef fengið Fannar. Gangi þér svo vel elskan mín,” segir Guðrún María Vilbergsdóttir. „Þetta er geggjað, svona á unga fólkið að hugsa í dag og fá leyfi til að vera svolítið sjálfstæð, það skiptir öllu máli,” segir Fanný Laustsen, viðskiptavinur. Hversu marga poka ætlar þú að fá? „Heyrðu, verð ég ekki að fá tvo poka,” segir Hafdís Hafsteinsdóttir, viðskiptavinur. „Já, það er eitt þúsund kall. Gjörðu svo vel og gangi þér vel,” segir Fannar við Hafdísi. Þetta er öflugur strákur, finnst þér það ekki? „Mjög svo, æðislegur, vel gert hjá þér. Ég sé hann alveg fyrir mér, sem bakari framtíðarinnar,” segir Hafdís alsæl með viðskiptin. Bakkelsið er sett í poka eins og þessa, sem viðskiptavinurinn fær með því, sem hann keypti af Fannari Mána.Magnús Hlynur Hreiðarsson En þetta er ótrúlegt, bara 9 ára gamall, hvað segir mamma hans við því? „Já, hann er mjög góður í allskonar svona og fær alveg stuðning frá okkur að gera það sem honum dettur í hug,” segir Hildur Hlín Jónsdóttir, mamma Fannars Mána. En hann ætlar ekki að vera bakari eða hvað? „Nei, hann segir ekki en maður veit aldrei, tíminn leiðir það í ljós,” segir Hildur. Verðskrá bakarísins er ekki flókinMagnús Hlynur Hreiðarsson En hvernig datt Fannar í hug að fara að selja bakkelsi úti á gangstétt við heimili fjölskyldunnar? „Ég vildi safna mér fyrir ferð til Ítalíu til að fara á Ferar safnið. Ég er komin með fullt af peningum, búin að græða mikið”, segir Fannar. Þú ert alveg stórkostlegur? „Já, ég er það,” segir Fannar Máni, sem býr í Innri Njarðvík í Reykjanesbæ með foreldrum sínum og yngri bróður. Facebooksíða Fannars bakarís Reykjanesbær Bakarí Börn og uppeldi Krakkar Grín og gaman Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Sjá meira
„Fannars bakarí“ stendur á skiltinu þar sem Fannar stendur vaktina og selur bakarísbakkelsi en um baksturinn sjá foreldrar hans og amma og afi inn í húsinu við Njarðvíkurbraut 1 í Innri Njarðvík. Hann ber síðan vörurnar jafnóðum í básinn sinn þar sem er oftast nóg að gera. „Ég ætla að fá tvo kleinupoka“, segir Friðjón Ingi Sörensson, viðskiptavinur. „Já tvo kleinupoka, hérna gjörðu svo vel,“ segir Fannar. Ég ætla að fara að ná mér í kleinu eða eitthvað nýbakað, það gaman að fá þetta hérna. Það er um að gera að styrkja þessa krakka, sem eru svona dugleg við þetta,” segir Guðmundur Ólafsson, viðskiptavinur, „Þetta eru bara bestur kleinur, sem ég hef fengið Fannar. Gangi þér svo vel elskan mín,” segir Guðrún María Vilbergsdóttir. „Þetta er geggjað, svona á unga fólkið að hugsa í dag og fá leyfi til að vera svolítið sjálfstæð, það skiptir öllu máli,” segir Fanný Laustsen, viðskiptavinur. Hversu marga poka ætlar þú að fá? „Heyrðu, verð ég ekki að fá tvo poka,” segir Hafdís Hafsteinsdóttir, viðskiptavinur. „Já, það er eitt þúsund kall. Gjörðu svo vel og gangi þér vel,” segir Fannar við Hafdísi. Þetta er öflugur strákur, finnst þér það ekki? „Mjög svo, æðislegur, vel gert hjá þér. Ég sé hann alveg fyrir mér, sem bakari framtíðarinnar,” segir Hafdís alsæl með viðskiptin. Bakkelsið er sett í poka eins og þessa, sem viðskiptavinurinn fær með því, sem hann keypti af Fannari Mána.Magnús Hlynur Hreiðarsson En þetta er ótrúlegt, bara 9 ára gamall, hvað segir mamma hans við því? „Já, hann er mjög góður í allskonar svona og fær alveg stuðning frá okkur að gera það sem honum dettur í hug,” segir Hildur Hlín Jónsdóttir, mamma Fannars Mána. En hann ætlar ekki að vera bakari eða hvað? „Nei, hann segir ekki en maður veit aldrei, tíminn leiðir það í ljós,” segir Hildur. Verðskrá bakarísins er ekki flókinMagnús Hlynur Hreiðarsson En hvernig datt Fannar í hug að fara að selja bakkelsi úti á gangstétt við heimili fjölskyldunnar? „Ég vildi safna mér fyrir ferð til Ítalíu til að fara á Ferar safnið. Ég er komin með fullt af peningum, búin að græða mikið”, segir Fannar. Þú ert alveg stórkostlegur? „Já, ég er það,” segir Fannar Máni, sem býr í Innri Njarðvík í Reykjanesbæ með foreldrum sínum og yngri bróður. Facebooksíða Fannars bakarís
Reykjanesbær Bakarí Börn og uppeldi Krakkar Grín og gaman Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Sjá meira