Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 1. ágúst 2025 13:00 Ólafur Jóhann er upplitsdjarfur og segir Eyjamenn ekki munu láta veðurspár hafa áhrif á Þjóðhátíð. Þjóðhátíð í Eyjum var sett í gær með árlegu húkkaraballi. Jónas Guðbjörn Jónsson formaður Þjóðhátíðarnefndar segir vel hafa gengið í gær og segir að Eyjamenn séu vel búnir undir veðrið. Framkvæmdastjóri Herjólfs segir farþegafjölda koma á óvart, ekkert rof verði á ferðum Herjólfs. Skipuleggjendur Einnar með öllu á Akureyri segjast búast við margmenni. „Við erum búnir að gera ráðstafanir, festa bjórtjöldin sérstaklega vel og allt okkar dót og gera ráðstafanir í því,“ segir Jónas Már. Eins og fram hefur komið er gul veðurviðvörun í gildi í nótt á Suðurlandi. Haraldur Ólafsson veðurfræðingur sagði í samtali við fréttastofu í morgun líklegt að tjöld myndu fjúka í Eyjum. Þó væru góðu fréttirnar þær að veðrið muni fara fyrr yfir en áður hafði verið talið. „Það sem hefur breyst frá spánum sem voru fyrr í vikunni er að það er meiri vindur í þessu í kvöld og í nótt en þetta fer hraðar yfir. Það fer oft saman þegar bætir í vindinn þá eru kerfin fljótari að fara yfir,“ segir Haraldur. „Þannig rigningin, þessi laugardagsrigning verður eiginlega búin þegar vaknar í fyrramálið. En svo tekur bara við skúraveður, bæði á morgun og sunnudag þá verður strekkingsvindur og skúrir á Suður- og Vesturlandi.“ Færri hvít tjöld eru á hátíðinni í ár, um fimmtíu færri en í fyrra, þegar 150 ára afmælishátíð fór fram. Jónas segir þá hátíð hafa verið sérstaklega vel sótta. „Það kannski situr í fólki og það vill kannski hvíla sig bara, eina Þjóðhátíð. Kemur svo bara aftur ferskt inn á næsta ári, ég veit ekki skýringuna en ég giska að það sé eitthvað svoleiðis.“ Herjólfur muni halda sínu striki Ólafur Jóhann Borgþórsson framkvæmdastjóri Herjólfs segir skipið munu sigla samkvæmt áætlun í kvöld þrátt fyrir gula veðurviðvörun. „Herjólfur siglir bara fulla áætlun í dag, átta ferðir og við erum ekki að sjá að veðurspáin muni hafa nokkur áhrif á siglingar í dag eða helgina og reiknum bara með því að geta komið öllum til Eyja og frá Eyjum og að menn verði bara glaðir við komu og brottför því Þjóðhátíð hefur verið haldin í 151 ár og það hafa verið allskyns veður en ég held að allir og allar kynslóðir hafa talað um það að það sé alltaf gaman hvort sem sólin skín eða það rignir í dalnum, þannig við erum bara bjartsýn á helgina þrátt fyrir óhagfellda veðurspá.“ Hann segist ekki merkja mikla fækkun farþega með Herjólfi þessa helgina í ár þrátt fyrir spárnar. „Farþegafjöldinn er bara nokkuð svipaður og verið hefur og mjög ánægjulegt að sjá, eins og við sjáum bara í dag og í gær, að það eru fleiri heldur en í rauninni við reiknuðum með miðað við hvernig bókað var bara í síðustu viku, þannig fólk virðist ekki vera að láta veðurspána hafa mikil áhrif á sig.“ Ein með öllu aldrei litið betur út Skipuleggjendur fjölskylduhátíðarinnar Einnar með öllu á Akureyri eru aftur á móti himinlifandi með veðurspár fyrir helgina. Halldór Kristinn Harðarson skipuleggjandi segist búast við margmenni í ljósi þessa. „Þetta leggst bara frábærlega í okkur. Við erum að fá rosa góða spá. Við erum að prufukeyra hérna glænýtt viðburðarsvæði, það hefur verið notað kannski tvisvar áður en það er dálítið síðan og það er Akureyrarvöllur. Við erum að flytja sparitónleikana sem voru alltaf á leikhúsfletinum við erum að flytja það þangað yfir og bæði tívolíin verða hér ásamt slatta af matarvögnum og ég stend hérna núna í miðri uppsetningu og ég held þetta hafi aldrei litið betur út.“ Þjóðhátíð í Eyjum Vestmannaeyjar Akureyri Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
„Við erum búnir að gera ráðstafanir, festa bjórtjöldin sérstaklega vel og allt okkar dót og gera ráðstafanir í því,“ segir Jónas Már. Eins og fram hefur komið er gul veðurviðvörun í gildi í nótt á Suðurlandi. Haraldur Ólafsson veðurfræðingur sagði í samtali við fréttastofu í morgun líklegt að tjöld myndu fjúka í Eyjum. Þó væru góðu fréttirnar þær að veðrið muni fara fyrr yfir en áður hafði verið talið. „Það sem hefur breyst frá spánum sem voru fyrr í vikunni er að það er meiri vindur í þessu í kvöld og í nótt en þetta fer hraðar yfir. Það fer oft saman þegar bætir í vindinn þá eru kerfin fljótari að fara yfir,“ segir Haraldur. „Þannig rigningin, þessi laugardagsrigning verður eiginlega búin þegar vaknar í fyrramálið. En svo tekur bara við skúraveður, bæði á morgun og sunnudag þá verður strekkingsvindur og skúrir á Suður- og Vesturlandi.“ Færri hvít tjöld eru á hátíðinni í ár, um fimmtíu færri en í fyrra, þegar 150 ára afmælishátíð fór fram. Jónas segir þá hátíð hafa verið sérstaklega vel sótta. „Það kannski situr í fólki og það vill kannski hvíla sig bara, eina Þjóðhátíð. Kemur svo bara aftur ferskt inn á næsta ári, ég veit ekki skýringuna en ég giska að það sé eitthvað svoleiðis.“ Herjólfur muni halda sínu striki Ólafur Jóhann Borgþórsson framkvæmdastjóri Herjólfs segir skipið munu sigla samkvæmt áætlun í kvöld þrátt fyrir gula veðurviðvörun. „Herjólfur siglir bara fulla áætlun í dag, átta ferðir og við erum ekki að sjá að veðurspáin muni hafa nokkur áhrif á siglingar í dag eða helgina og reiknum bara með því að geta komið öllum til Eyja og frá Eyjum og að menn verði bara glaðir við komu og brottför því Þjóðhátíð hefur verið haldin í 151 ár og það hafa verið allskyns veður en ég held að allir og allar kynslóðir hafa talað um það að það sé alltaf gaman hvort sem sólin skín eða það rignir í dalnum, þannig við erum bara bjartsýn á helgina þrátt fyrir óhagfellda veðurspá.“ Hann segist ekki merkja mikla fækkun farþega með Herjólfi þessa helgina í ár þrátt fyrir spárnar. „Farþegafjöldinn er bara nokkuð svipaður og verið hefur og mjög ánægjulegt að sjá, eins og við sjáum bara í dag og í gær, að það eru fleiri heldur en í rauninni við reiknuðum með miðað við hvernig bókað var bara í síðustu viku, þannig fólk virðist ekki vera að láta veðurspána hafa mikil áhrif á sig.“ Ein með öllu aldrei litið betur út Skipuleggjendur fjölskylduhátíðarinnar Einnar með öllu á Akureyri eru aftur á móti himinlifandi með veðurspár fyrir helgina. Halldór Kristinn Harðarson skipuleggjandi segist búast við margmenni í ljósi þessa. „Þetta leggst bara frábærlega í okkur. Við erum að fá rosa góða spá. Við erum að prufukeyra hérna glænýtt viðburðarsvæði, það hefur verið notað kannski tvisvar áður en það er dálítið síðan og það er Akureyrarvöllur. Við erum að flytja sparitónleikana sem voru alltaf á leikhúsfletinum við erum að flytja það þangað yfir og bæði tívolíin verða hér ásamt slatta af matarvögnum og ég stend hérna núna í miðri uppsetningu og ég held þetta hafi aldrei litið betur út.“
Þjóðhátíð í Eyjum Vestmannaeyjar Akureyri Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira