„Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 2. ágúst 2025 10:03 Jónas Guðbjörn Jónsson, formaður Þjóðhátíðarnefndar, segir skipuleggjendur nú meta aðstæður og umfang skemmda. Vísir/Viktor Freyr Formaður Þjóðhátíðarnefndar segir veðrið í Eyjum á miðnætti hafa verið töluvert verra en veðurspáin sagði. Vindurinn hafi tekið nokkur hvít tjöld semog bjórtjaldið. Því var öll dagskrá stöðvuð nema á stóra sviðinu. Nú sé verið að taka til og meta aðstæður. Hætt var við að kveikja í brennunni á Fjósakletti á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í nótt vegna veðurs. Stóra danstjaldið var fellt til að forða því frá foki og Hvítu tjöldin í fremri hluta Herjólfsdals voru rýmd til að tryggja öryggi. Fyrr um kvöldið höfðu forsvarsmenn Þjóðhátíðar virkjað viðbragðsáætlun og opnað Herjólfshöllina sem fjölmargir gestir nýttu sér. Einnig var gjaldtöku í samgöngukerfi hátíðarinnar hætt um tíma til að tryggja að sem flestir kæmust til síns heima eða í höllina á sem öruggastan hátt. „Það kom þarna smá hvellur í smástund og nók nokkur hvít tjöld. Við vorum að hugsa um að taka bjórtjaldið niður en þá fauk það bara,“ segir Jónas Guðbjörn Jónsson, formaður Þjóðhátíðarnefndar, um óveðrið sem reið yfir í Eyjum skömmu eftir miðnætti „Það var töluvert verra veður en spáin sagði,“ bætir hann við. Úr óveðri í blankalogn Veðurfræðingur höfðu spáð því að óveðrið myndi ganga nokkuð hratt yfir. „Þetta datt niður fyrir tvöleytið, datt niður í núll metra á sekúndu. Það var blankalogn, alveg ótrúlegt,“ segir Jónas og bætir við: „Þvílíkur hvellur og svo datt þetta niður í ekki neitt.“ „Við stoppuðum alla dagskrá nema á stóra sviðinu og héldum áfram fyrirframákveðinni dagskrá þar. Það gekk eins og smurð vél,“ segir Jónas. Enn að meta aðstæður Jónas, sem var nýmættur aftur niður í dal þegar fréttastofa náði í hann, sagði næstu skref vera að meta stöðuna og umfang skemmda. „Við erum að taka til núna og meta aðstæður,“ segir Jónas. Ekki liggur enn fyrir Veðurspáin er öllu rólegri fyrir Vestmannaeyjar í dag. „Vonandi verður restin af Þjóðhátíðinni bara flott,“ segir hann Eigendur hvítu tjaldanna sem fóru illa út úr veðrinu eru hvattir til að koma inn í dal að athuga tjöld sín með skipuleggjendum. Þjóðhátíð í Eyjum Vestmannaeyjar Veður Verslunarmannahelgin Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
Hætt var við að kveikja í brennunni á Fjósakletti á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í nótt vegna veðurs. Stóra danstjaldið var fellt til að forða því frá foki og Hvítu tjöldin í fremri hluta Herjólfsdals voru rýmd til að tryggja öryggi. Fyrr um kvöldið höfðu forsvarsmenn Þjóðhátíðar virkjað viðbragðsáætlun og opnað Herjólfshöllina sem fjölmargir gestir nýttu sér. Einnig var gjaldtöku í samgöngukerfi hátíðarinnar hætt um tíma til að tryggja að sem flestir kæmust til síns heima eða í höllina á sem öruggastan hátt. „Það kom þarna smá hvellur í smástund og nók nokkur hvít tjöld. Við vorum að hugsa um að taka bjórtjaldið niður en þá fauk það bara,“ segir Jónas Guðbjörn Jónsson, formaður Þjóðhátíðarnefndar, um óveðrið sem reið yfir í Eyjum skömmu eftir miðnætti „Það var töluvert verra veður en spáin sagði,“ bætir hann við. Úr óveðri í blankalogn Veðurfræðingur höfðu spáð því að óveðrið myndi ganga nokkuð hratt yfir. „Þetta datt niður fyrir tvöleytið, datt niður í núll metra á sekúndu. Það var blankalogn, alveg ótrúlegt,“ segir Jónas og bætir við: „Þvílíkur hvellur og svo datt þetta niður í ekki neitt.“ „Við stoppuðum alla dagskrá nema á stóra sviðinu og héldum áfram fyrirframákveðinni dagskrá þar. Það gekk eins og smurð vél,“ segir Jónas. Enn að meta aðstæður Jónas, sem var nýmættur aftur niður í dal þegar fréttastofa náði í hann, sagði næstu skref vera að meta stöðuna og umfang skemmda. „Við erum að taka til núna og meta aðstæður,“ segir Jónas. Ekki liggur enn fyrir Veðurspáin er öllu rólegri fyrir Vestmannaeyjar í dag. „Vonandi verður restin af Þjóðhátíðinni bara flott,“ segir hann Eigendur hvítu tjaldanna sem fóru illa út úr veðrinu eru hvattir til að koma inn í dal að athuga tjöld sín með skipuleggjendum.
Þjóðhátíð í Eyjum Vestmannaeyjar Veður Verslunarmannahelgin Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira