Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Agnar Már Másson skrifar 2. ágúst 2025 18:02 Brennuviður á Fjósakletti bíður eftir að vera brenndur. Vísir/Viktor Þjóðhátíðarbrennan í Vestmannaeyjum verður haldin á morgun klukkan 22 þar sem henni var frestað var í gær vegna verðurs. Brennan verður því hluti af kvöldvökunni. Búið er að reisa nýtt danstjald í stað þess sem fauk í gær. Hætt var við að kveikja í brennunni á Fjósakletti á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í nótt vegna veðurs. Þá var stóra danstjaldið fellt til að forða því frá foki og veitinga- og tónlistartjöldin, Hvítu tjöldin svokölluðu, í fremri hluta Herjólfsdal rýmd til að tryggja öryggi. Í tilkynningu frá þjóðhátíðarnefnd segir að brennan verði haldin á morgun, sunnudag. Þar segir einnig að nýtt tjald hafi verið reist fyrir það sem þurfti að taka niður í gær og annað í dalnum sé tilbúið fyrir dagskrá kvöldsins. Gert er ráð fyrir skaplegra veðri það sem eftir lifir helgarinnar og Herjólfsdalur, Þjóðhátíðarnefnd, starfsfólk og viðbragðsaðilar eru tilbúin. Hætt var við að kveikja í brennunni á Fjósakletti á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í nótt vegna veðurs. Herjólfur sendi frá sér yfirlýsingu um miðjan dag þess efnis að ófært væri til Landeyjahafnar vegna aðstæðna í höfninni. Því falla síðdegisferðirnar klukkan 17 frá Vestmannaeyjum og klukkan 18 frá Landeyjahöfn niður. Ákvarðanir um framhaldið verða teknar þegar nýjar spár liggja fyrir. Gestir gátu leitað skjóls fyrir veðrinu í Herjólfshöll í nótt og í dag hafa Vestmanneyingar keppst við að aðstoða gesti af fastalandinu við að leysa úr ýmsum verkefnum, eins og að þurrka fatnað og viðlegubúnað. Haft er eftir Jónasi Guðbirni Jónssynni, formanni Þjóðhátíðarnefndar að „samtakamátturinn í þessu samfélagi sé ómetanlegur“. Mestu hafi munað um átak Sigríðar Ingu Kristmannsdóttur sem kallaði eftir aðstoð í Facebook-hópnum Kvenfólk í Eyjum þar sem tugir einstaklinga buðust til að hjálpa gestum að þurrka fatnað og viðlegubúnað. Í tilkynningunni segir að lítið sem sem ekkert hafi þurft að gera í sjúkraaðstöðu fyrir hátíðargesti, og brekkan – sem oft verður illa leikin eftir miklar rigningar – sé nánast eins og ný. Þá hefur Icewear opnað verslun í dalnum þar sem gestir geta nálgast þurran fatnað. Þjóðhátíð í Eyjum Veður Vestmannaeyjar Verslunarmannahelgin Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Sjá meira
Hætt var við að kveikja í brennunni á Fjósakletti á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í nótt vegna veðurs. Þá var stóra danstjaldið fellt til að forða því frá foki og veitinga- og tónlistartjöldin, Hvítu tjöldin svokölluðu, í fremri hluta Herjólfsdal rýmd til að tryggja öryggi. Í tilkynningu frá þjóðhátíðarnefnd segir að brennan verði haldin á morgun, sunnudag. Þar segir einnig að nýtt tjald hafi verið reist fyrir það sem þurfti að taka niður í gær og annað í dalnum sé tilbúið fyrir dagskrá kvöldsins. Gert er ráð fyrir skaplegra veðri það sem eftir lifir helgarinnar og Herjólfsdalur, Þjóðhátíðarnefnd, starfsfólk og viðbragðsaðilar eru tilbúin. Hætt var við að kveikja í brennunni á Fjósakletti á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í nótt vegna veðurs. Herjólfur sendi frá sér yfirlýsingu um miðjan dag þess efnis að ófært væri til Landeyjahafnar vegna aðstæðna í höfninni. Því falla síðdegisferðirnar klukkan 17 frá Vestmannaeyjum og klukkan 18 frá Landeyjahöfn niður. Ákvarðanir um framhaldið verða teknar þegar nýjar spár liggja fyrir. Gestir gátu leitað skjóls fyrir veðrinu í Herjólfshöll í nótt og í dag hafa Vestmanneyingar keppst við að aðstoða gesti af fastalandinu við að leysa úr ýmsum verkefnum, eins og að þurrka fatnað og viðlegubúnað. Haft er eftir Jónasi Guðbirni Jónssynni, formanni Þjóðhátíðarnefndar að „samtakamátturinn í þessu samfélagi sé ómetanlegur“. Mestu hafi munað um átak Sigríðar Ingu Kristmannsdóttur sem kallaði eftir aðstoð í Facebook-hópnum Kvenfólk í Eyjum þar sem tugir einstaklinga buðust til að hjálpa gestum að þurrka fatnað og viðlegubúnað. Í tilkynningunni segir að lítið sem sem ekkert hafi þurft að gera í sjúkraaðstöðu fyrir hátíðargesti, og brekkan – sem oft verður illa leikin eftir miklar rigningar – sé nánast eins og ný. Þá hefur Icewear opnað verslun í dalnum þar sem gestir geta nálgast þurran fatnað.
Þjóðhátíð í Eyjum Veður Vestmannaeyjar Verslunarmannahelgin Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Sjá meira