Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Agnar Már Másson skrifar 3. ágúst 2025 22:04 Netþrjótar hafa að undanförnu sent íslenskum símaeigendum skilaboð þar sem þeir þykjast vera barn viðkomandi og biðja hann um að hafa samband vð sig í gegnum WhatsApp. Getty „Hæ mamma, þetta er nýja númer mitt. Sendu mér skilaboð á WhatsApp.“ Svo hljóða svikaskilaboð sem fjöldi Íslendinga hefur fengið frá netþrjótum síðustu daga. Erlendir þrjótar eru að nýta sér íslensk símanúmer frá íslenskum fjarskiptafyrirtækjum til að herja á fórnarlömb, segir Guðmundur Arnar Sigmundsson, fostöðumaður netöryggissveitarinnar Cert-Is. Guðmundur biðlar til fólks að fylgja ekki fyrirmælum netþrjótsins, sem þykist vera barn móttakandans. Þá segir hann að fjarskiptafélög verði að hætta viðskiptum við þessa erlendu aðila. Fréttastofu hefur borist fjöldi ábendinga um skilaboð af þessu tagi, stundum að því er virðist frá sama númerinu. Svo reyndist blaðamaður sjálfur fá slíka sendingu í pósthólfið. Það kom blaðamanni í opna skjöldu að hann væri móðir einhvers. Skilaboðin reyndust vera frá svikörum.Skjáskot Heilagi sannleikurinn ekki í SMS „Þeir eru bara að reyna að fá þig til að halda að þú sért að tala við fólk sem er þér nákomið. Svo reyna þeir að fá fólk til að auðkenna sig inn á þjónustur til að komast yfir gögn eða langoftast peninga og fjármagn,“ bætir Guðmundur við. Hann segir að fólk verði að sýna „heilbrigða tortryggni“ þegar það fær grunsamleg skilaboð. Guðmundur Arnar Sigmundsson, forstöðumaður CERT-IS.Vísir/Arnar „Ef það er eitthvað sem örlítið er á gráu svæði, eða eins og núna þar sem fólk þykist vera komið með nýtt númer, þá á maður bara að taka upp símann og hringja í viðkomandi og fá það á hreint hvort þetta sé sannarlega það sem verið var að reyna,“ segir Guðmundur enn fremur. „Aldrei ganga út frá því að taka textaskilaboðum sem heilögum sannleik.“ Finna númerin ýmist í gagnalekum eða á opinberum síðum Hann segir að það sé allur gangur á því hvernig netþrjótar komist í símanúmer fólks. Yfirleitt gerist það í gegnum gagnaleka en einnig gangi símaskrár manna á milli á „dark web“, sum sé í myrkustu hornum netheima. En oft eru símanúmer líka opinber. „Stundum er bara verið að nýta sér símanúmer sem eru opin á Internetinu. Stundum er þetta skráð á heimasíðum, eða bara já.is.“ Netglæpir Símanotkun barna Fjarskipti Tækni Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira
Svo hljóða svikaskilaboð sem fjöldi Íslendinga hefur fengið frá netþrjótum síðustu daga. Erlendir þrjótar eru að nýta sér íslensk símanúmer frá íslenskum fjarskiptafyrirtækjum til að herja á fórnarlömb, segir Guðmundur Arnar Sigmundsson, fostöðumaður netöryggissveitarinnar Cert-Is. Guðmundur biðlar til fólks að fylgja ekki fyrirmælum netþrjótsins, sem þykist vera barn móttakandans. Þá segir hann að fjarskiptafélög verði að hætta viðskiptum við þessa erlendu aðila. Fréttastofu hefur borist fjöldi ábendinga um skilaboð af þessu tagi, stundum að því er virðist frá sama númerinu. Svo reyndist blaðamaður sjálfur fá slíka sendingu í pósthólfið. Það kom blaðamanni í opna skjöldu að hann væri móðir einhvers. Skilaboðin reyndust vera frá svikörum.Skjáskot Heilagi sannleikurinn ekki í SMS „Þeir eru bara að reyna að fá þig til að halda að þú sért að tala við fólk sem er þér nákomið. Svo reyna þeir að fá fólk til að auðkenna sig inn á þjónustur til að komast yfir gögn eða langoftast peninga og fjármagn,“ bætir Guðmundur við. Hann segir að fólk verði að sýna „heilbrigða tortryggni“ þegar það fær grunsamleg skilaboð. Guðmundur Arnar Sigmundsson, forstöðumaður CERT-IS.Vísir/Arnar „Ef það er eitthvað sem örlítið er á gráu svæði, eða eins og núna þar sem fólk þykist vera komið með nýtt númer, þá á maður bara að taka upp símann og hringja í viðkomandi og fá það á hreint hvort þetta sé sannarlega það sem verið var að reyna,“ segir Guðmundur enn fremur. „Aldrei ganga út frá því að taka textaskilaboðum sem heilögum sannleik.“ Finna númerin ýmist í gagnalekum eða á opinberum síðum Hann segir að það sé allur gangur á því hvernig netþrjótar komist í símanúmer fólks. Yfirleitt gerist það í gegnum gagnaleka en einnig gangi símaskrár manna á milli á „dark web“, sum sé í myrkustu hornum netheima. En oft eru símanúmer líka opinber. „Stundum er bara verið að nýta sér símanúmer sem eru opin á Internetinu. Stundum er þetta skráð á heimasíðum, eða bara já.is.“
Netglæpir Símanotkun barna Fjarskipti Tækni Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira