Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Kristján Már Unnarsson skrifar 4. ágúst 2025 07:27 Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur. Vísir/Einar Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur er gagnrýndur af öðrum vísindamanni, Haraldi Sigurðssyni eldfjallafræðingi, fyrir að spá því að ekki sé langt í eldgos í Ljósufjallakerfinu á Snæfellsnesi. „Órökstudd spá,“ segir Haraldur í færslu á fésbókarsíðu sinni og vitnar í frétt Mbl. frá 29. júlí síðastliðinn um skjálftavirknina við Grjótárvatn í Mýrafjöllum í Borgarbyggð. Þar er haft eftir Þorvaldi að skjálftavirkni, sem byrjað hafi á tuttugu kílómetra dýpi, hafi núna fært sig upp á tíu kílómetra dýpi. Í viðtalinu segir Þorvaldur virknina sýna að vel geti komið eldgos á Snæfellsnesi innan tveggja til þriggja ára. Þegar kvikan sé komin upp á tíu kílómetra dýpi þá sé í raun verið að undirbúa eldgos, er haft eftir Þorvaldi. „Það er ábyrgðarhlutverk þegar sérfræðingur kemur fram með spá um náttúruhamfarir. Gera skal kröfu um að slík spá sé styrkt með birtum gögnum. Svo er ekki hér og reyndar rangt farið með,“ segir Haraldur. Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur í viðtali við Stöð 2 í Berserkjahrauni á Snæfellsnesi.Stöð 2/Björn Sigurðsson. Hann vitnar jafnframt í Pál Einarsson prófessor emeritus sem hann segir hafa fylgst vel með skjálftavirkni á svæðinu í grennd við Grjótárvatn og í Ljósufjallakerfinu á Snæfellsnesi. Ennfremur birtir Haraldur mynd frá Páli sem sýni dýpi og staðsetningu skjálfta á svæðinu undanfarið ár. Skýringarmyndin sem fylgir pistli Páls Einarssonar. Neðsta línan með bláu punktunum sýnir dýpt skjálftanna. Skalinn er lengst til vinstri, frá yfirborði og niður á 20 kílómetra dýpi. Rauðu línurnar sýna staðsetningu skjálftanna í lengdar- og breiddargráðum. Í gagnrýni sinni á orð Þorvaldar vitnar Haraldur í jarðeðlisfræðinginn Pál Einarsson á síðunni Jarðsöguvinir: „Niðurstaðan er að upptökin hafi ekki færst til svo marktækt sé, hvorki lárétt né í dýpi,“ segir Páll samkvæmt tilvitnun Haraldar. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur er prófessor emeritus við Háskóla Íslands.Egill Aðalsteinsson „Ég treysti gögnum frá góðum mælingum frekar en órökstuddum spám. En eins og karlinn sagði, ef þú spáir nógu oft, þá hittir þú á rétta niðurstöðu einhvern tímann. Það getur vel farið svo að það gjósi aftur í Snæfellsnesgosbeltinu. Það hefur gerst á um þúsund ára fresti. Sennilega er kvika fyrir hendi á um tuttugu kílómetra dýpi undir svæðinu við Grjótárvatn, en það er alveg eins líklegt að hún storkni þar,” segir Haraldur Sigurðsson. Haraldur, sem fæddist og ólst upp í Stykkishólmi, hefur sjálfur mikið rannsakað eldvirkni Snæfellsness. Fyrir áratug vakti hann athygli á því að ný rannsókn sýndi að bæði Snæfellsjökull og Ljósufjöll væru virkar eldstöðvar, sem fjallað var um í þessari frétt: Haraldur fræddi áhorfendur um eldstöðvar Snæfellsness í þættinum Um land allt, sem sjá má hér: Hættur eldstöðvakerfis Ljósufjalla gagnvart byggð á Snæfellsnesi, Mýrum og í Borgarfirði voru útskýrðar í þessari frétt í fyrravetur: Eldgos og jarðhræringar Vísindi Borgarbyggð Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull Snæfellsbær Stykkishólmur Eyja- og Miklaholtshreppur Tengdar fréttir Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands líkir óróahviðum í Ljósufjallakerfinu við þær sem sáust í aðdraganda eldsumbrotanna á Reykjanesskaga. Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur vekur athygli á því að mun stærri jarðskjálftahrina hafi orðið í Ljósufjöllum árið 1938 með stærsta skjálfta upp á 5,2 stig. 20. desember 2024 12:12 „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir útlit fyrir að þekkt eldgosasvæði á Snæfellsnesi sé komið í gang, en um þúsund ár eru liðin frá síðasta eldgosi þar. Mestar líkur séu á hraungosi ekki ósvipuðum þeim sem sést hafa á Reykjanesskaganum undanfarin ár. 3. janúar 2025 21:01 Skjálftavirkni mælist undir eldstöðvum Snæfellsness Ný rannsókn þýskra vísindamanna sýnir að bæði Snæfellsjökull og Ljósufjöll eru virkar eldstöðvar. 9. febrúar 2015 19:13 Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
„Órökstudd spá,“ segir Haraldur í færslu á fésbókarsíðu sinni og vitnar í frétt Mbl. frá 29. júlí síðastliðinn um skjálftavirknina við Grjótárvatn í Mýrafjöllum í Borgarbyggð. Þar er haft eftir Þorvaldi að skjálftavirkni, sem byrjað hafi á tuttugu kílómetra dýpi, hafi núna fært sig upp á tíu kílómetra dýpi. Í viðtalinu segir Þorvaldur virknina sýna að vel geti komið eldgos á Snæfellsnesi innan tveggja til þriggja ára. Þegar kvikan sé komin upp á tíu kílómetra dýpi þá sé í raun verið að undirbúa eldgos, er haft eftir Þorvaldi. „Það er ábyrgðarhlutverk þegar sérfræðingur kemur fram með spá um náttúruhamfarir. Gera skal kröfu um að slík spá sé styrkt með birtum gögnum. Svo er ekki hér og reyndar rangt farið með,“ segir Haraldur. Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur í viðtali við Stöð 2 í Berserkjahrauni á Snæfellsnesi.Stöð 2/Björn Sigurðsson. Hann vitnar jafnframt í Pál Einarsson prófessor emeritus sem hann segir hafa fylgst vel með skjálftavirkni á svæðinu í grennd við Grjótárvatn og í Ljósufjallakerfinu á Snæfellsnesi. Ennfremur birtir Haraldur mynd frá Páli sem sýni dýpi og staðsetningu skjálfta á svæðinu undanfarið ár. Skýringarmyndin sem fylgir pistli Páls Einarssonar. Neðsta línan með bláu punktunum sýnir dýpt skjálftanna. Skalinn er lengst til vinstri, frá yfirborði og niður á 20 kílómetra dýpi. Rauðu línurnar sýna staðsetningu skjálftanna í lengdar- og breiddargráðum. Í gagnrýni sinni á orð Þorvaldar vitnar Haraldur í jarðeðlisfræðinginn Pál Einarsson á síðunni Jarðsöguvinir: „Niðurstaðan er að upptökin hafi ekki færst til svo marktækt sé, hvorki lárétt né í dýpi,“ segir Páll samkvæmt tilvitnun Haraldar. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur er prófessor emeritus við Háskóla Íslands.Egill Aðalsteinsson „Ég treysti gögnum frá góðum mælingum frekar en órökstuddum spám. En eins og karlinn sagði, ef þú spáir nógu oft, þá hittir þú á rétta niðurstöðu einhvern tímann. Það getur vel farið svo að það gjósi aftur í Snæfellsnesgosbeltinu. Það hefur gerst á um þúsund ára fresti. Sennilega er kvika fyrir hendi á um tuttugu kílómetra dýpi undir svæðinu við Grjótárvatn, en það er alveg eins líklegt að hún storkni þar,” segir Haraldur Sigurðsson. Haraldur, sem fæddist og ólst upp í Stykkishólmi, hefur sjálfur mikið rannsakað eldvirkni Snæfellsness. Fyrir áratug vakti hann athygli á því að ný rannsókn sýndi að bæði Snæfellsjökull og Ljósufjöll væru virkar eldstöðvar, sem fjallað var um í þessari frétt: Haraldur fræddi áhorfendur um eldstöðvar Snæfellsness í þættinum Um land allt, sem sjá má hér: Hættur eldstöðvakerfis Ljósufjalla gagnvart byggð á Snæfellsnesi, Mýrum og í Borgarfirði voru útskýrðar í þessari frétt í fyrravetur:
Eldgos og jarðhræringar Vísindi Borgarbyggð Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull Snæfellsbær Stykkishólmur Eyja- og Miklaholtshreppur Tengdar fréttir Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands líkir óróahviðum í Ljósufjallakerfinu við þær sem sáust í aðdraganda eldsumbrotanna á Reykjanesskaga. Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur vekur athygli á því að mun stærri jarðskjálftahrina hafi orðið í Ljósufjöllum árið 1938 með stærsta skjálfta upp á 5,2 stig. 20. desember 2024 12:12 „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir útlit fyrir að þekkt eldgosasvæði á Snæfellsnesi sé komið í gang, en um þúsund ár eru liðin frá síðasta eldgosi þar. Mestar líkur séu á hraungosi ekki ósvipuðum þeim sem sést hafa á Reykjanesskaganum undanfarin ár. 3. janúar 2025 21:01 Skjálftavirkni mælist undir eldstöðvum Snæfellsness Ný rannsókn þýskra vísindamanna sýnir að bæði Snæfellsjökull og Ljósufjöll eru virkar eldstöðvar. 9. febrúar 2015 19:13 Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands líkir óróahviðum í Ljósufjallakerfinu við þær sem sáust í aðdraganda eldsumbrotanna á Reykjanesskaga. Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur vekur athygli á því að mun stærri jarðskjálftahrina hafi orðið í Ljósufjöllum árið 1938 með stærsta skjálfta upp á 5,2 stig. 20. desember 2024 12:12
„Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir útlit fyrir að þekkt eldgosasvæði á Snæfellsnesi sé komið í gang, en um þúsund ár eru liðin frá síðasta eldgosi þar. Mestar líkur séu á hraungosi ekki ósvipuðum þeim sem sést hafa á Reykjanesskaganum undanfarin ár. 3. janúar 2025 21:01
Skjálftavirkni mælist undir eldstöðvum Snæfellsness Ný rannsókn þýskra vísindamanna sýnir að bæði Snæfellsjökull og Ljósufjöll eru virkar eldstöðvar. 9. febrúar 2015 19:13