Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 6. ágúst 2025 13:15 Sigurður Hannesson er framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Vísir/Egill Aðalsteinsson Ísland virðist vera að klemmast á milli í tollastríðinu sem geysar á alþjóðamörkuðum að sögn framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins. Hann segir of algengt að íslensk stjórnvöld hafi ekki rétt gögn í höndunum í samningaviðræðum við önnur ríki. Þau þurfi að hafa tölurnar á hreinu í viðræðum um lækkun tolla Boðuð tollahækkun Bandaríkjanna á íslenska útflutning upp á 15 prósent tekur gildi á morgun. Í ofanálag hefur Evrópusambandið tilkynnt um nýja verndartolla á járnblendi frá Íslandi og Noregi. Stjórn Íslensk-evrópska verslunarráðsins lýsir í ályktun frá í morgun, yfir miklum áhyggjum af verndartollunum. Bent er á að það veiki stöðu Íslands í málinu að leggja verndartolla á vörur frá ESB sem eiga samkvæmt EES- samningnum að vera tollfrjálsar með því að tollflokka þær ranglega. Stjórn ráðsins kallar eftir samstöðu um að hvetja íslensk stjórnvöld til að hætta samningsbrotum sínum á sviði tollamála. Fram kemur í ályktuninni að með því að vera ábyrgur samningsaðili, sem virði skyldur sínar, verði íslenska ríkið í betri stöðu til að gera sambærilega kröfu til gagnaðila. Grafalvarleg staða Sigurður Hannesson formaður Samtaka iðnaðarins óttast að versnandi viðskiptakjör hafi neikvæð áhrif á lífskjör hér á landi. „Það er auðvitað grafalvarlegt að viðskiptakjörin séu að versna og á sama tíma er mjög alvarlegt að Evrópusambandið hyggist vernda starfsemi kísiljárns í sambandinu en setja verndartolla á sömu starfsemi hér. Ísland er að klemmast á milli í tollastríðinu sem virðist geysa á alþjóðamörkuðum,“ segir hann. Hann segir afar mikilvægt að íslensk stjórnvöld hafi rétt gögn í höndunum þegar þau ræða við bandarísk yfirvöld um tollalækkun. „Stjórnvöld hafa óskað eftir fundi vegna málsins og þá þurfa rétt gögn að liggja fyrir. Bandaríkin horfa bara á sínar upplýsingar og þeirra gögn sýna að þau séu í viðskiptahalla gagnvart Íslandi okkar gögn sýna svo annað. Það er umhugsunarefni að í hvert sinn sem upp kemur einhvers konar krísa hér á landi þá kemur í ljós að gögn og upplýsingar hér eru ekki réttar og það þarf að leiðrétta þau,“ segir Sigurður. Hann telur að í samningaviðræðum þjóðanna þurfi að leggja áherslu á aukin viðskipti þeirra á milli. „Það kallar á auknar fjárfestingar af okkar hálfu. Þá gæti verið hyggilegt að horfa til viðskipta með gervigreind sem er vaxandi iðnaður á heimsvísu. Við höfum ekki tekið þátt í því kapphlaupi að neinu ráði,“ segir hann að lokum. Skattar og tollar Donald Trump Efnahagsmál Bandaríkin Evrópusambandið Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Eldmóðurinn slokknar ekki þótt kertin séu orðin sjötíu Framúrskarandi fyrirtæki Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Sjá meira
Boðuð tollahækkun Bandaríkjanna á íslenska útflutning upp á 15 prósent tekur gildi á morgun. Í ofanálag hefur Evrópusambandið tilkynnt um nýja verndartolla á járnblendi frá Íslandi og Noregi. Stjórn Íslensk-evrópska verslunarráðsins lýsir í ályktun frá í morgun, yfir miklum áhyggjum af verndartollunum. Bent er á að það veiki stöðu Íslands í málinu að leggja verndartolla á vörur frá ESB sem eiga samkvæmt EES- samningnum að vera tollfrjálsar með því að tollflokka þær ranglega. Stjórn ráðsins kallar eftir samstöðu um að hvetja íslensk stjórnvöld til að hætta samningsbrotum sínum á sviði tollamála. Fram kemur í ályktuninni að með því að vera ábyrgur samningsaðili, sem virði skyldur sínar, verði íslenska ríkið í betri stöðu til að gera sambærilega kröfu til gagnaðila. Grafalvarleg staða Sigurður Hannesson formaður Samtaka iðnaðarins óttast að versnandi viðskiptakjör hafi neikvæð áhrif á lífskjör hér á landi. „Það er auðvitað grafalvarlegt að viðskiptakjörin séu að versna og á sama tíma er mjög alvarlegt að Evrópusambandið hyggist vernda starfsemi kísiljárns í sambandinu en setja verndartolla á sömu starfsemi hér. Ísland er að klemmast á milli í tollastríðinu sem virðist geysa á alþjóðamörkuðum,“ segir hann. Hann segir afar mikilvægt að íslensk stjórnvöld hafi rétt gögn í höndunum þegar þau ræða við bandarísk yfirvöld um tollalækkun. „Stjórnvöld hafa óskað eftir fundi vegna málsins og þá þurfa rétt gögn að liggja fyrir. Bandaríkin horfa bara á sínar upplýsingar og þeirra gögn sýna að þau séu í viðskiptahalla gagnvart Íslandi okkar gögn sýna svo annað. Það er umhugsunarefni að í hvert sinn sem upp kemur einhvers konar krísa hér á landi þá kemur í ljós að gögn og upplýsingar hér eru ekki réttar og það þarf að leiðrétta þau,“ segir Sigurður. Hann telur að í samningaviðræðum þjóðanna þurfi að leggja áherslu á aukin viðskipti þeirra á milli. „Það kallar á auknar fjárfestingar af okkar hálfu. Þá gæti verið hyggilegt að horfa til viðskipta með gervigreind sem er vaxandi iðnaður á heimsvísu. Við höfum ekki tekið þátt í því kapphlaupi að neinu ráði,“ segir hann að lokum.
Skattar og tollar Donald Trump Efnahagsmál Bandaríkin Evrópusambandið Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Eldmóðurinn slokknar ekki þótt kertin séu orðin sjötíu Framúrskarandi fyrirtæki Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Sjá meira