Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. ágúst 2025 12:00 Íslensku stelpurnar sýndu rosalegan karakter í leiknum í gær og það var því full ástæða til að fagna vel sögulegum sigri í leikslok. FIBA Basketball Íslenska tuttugu ára landslið kvenna í körfubolta náði sögulegum árangri í gærkvöldi með því að vinna Holland í sextán liða úrslitum A-deildar Evrópukeppninnar. Stelpurnar voru þegar búnar að skrifa söguna með því að vera fyrsta íslenska kvennaliðið sem tekur þátt í A-deild. Með því að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum og þar með sæti meðal átta efstu þjóðanna þá hafa þær náð að jafna besta árangur íslensks landsliðs á Eurobasket frá upphafi, hvort sem það er hjá körlum, konum, unglingum eða fullorðnum. Íslenska liðið vann ekki leik í riðlinum og útlitið var ekki bjart í þessum leik á móti Hollandi. Ísland var tólf stigum undir, 62-50, fyrir lokaleikhlutann en stelpurnar unnu hann 27-12 og tryggðu sér magnaðan 77-74 sigur. Ása Lind Wolfram, leikmaður Aþenu, átti algjöran stórleik en hún var með 18 stig, 78 prósent skotnýtingu og 5 fráköst á 20 mínútum sem íslenska liðið vann með fjórtán stigum. Jana Falsdóttir (í námi í Bandaríkjunum) skoraði 16 stig, Rebekka Rut Steingrímsdóttir (KR) var með 11 stig, 4 stoðsendingar og 4 stolna bolta. Dzana Crnac, annar leikmaður Aþenu, skoraði 12 stig, og einn helsti leiðtogi liðsins Kolbrún María Ármannsdóttir var með 9 stig og 5 stolna bolta. Þá má ekki gleyma varnarleik og fráköstum Söru Líf Boama sem var með 11 fráköst, mest allra á vellinum og Ísland vann þær mínútur sem hún spilaði með tólf stigum. Íslenski hópurinn fagnar sigrinum í gær.FIBA Basketball Næst á dagskrá er leikur á móti Litháen í átta liða úrslitunum í kvöld. Íslensku stelpurnar eru þegar öruggar með metárangur. Besti árangur íslensks liðs er áttunda sætið sem tuttugu ára landslið karla náði í A-deild Evrópumótsins sumarið 2017. Íslenska liðið datt þá á endanum úr á móti Ísrael (vann silfur) í átta liða úrslitum og tapaði síðan báðum leikjum sínum um 5. til 8. sæti. Ísland átti þá ein af stjörnum mótsins því miðherjinn Tryggvi Snær Hlinason var valinn í úrvalslið keppninnar. Tryggvi var með hæsta framlag allra leikmanna (28,3), með flest varin skot í leik (3,3) og í þriðja sæti í fráköstum (12,2). Stigahæstu menn íslenska liðsins voru Tryggvi (16,1), Kristinn Pálsson (8,0), Þórir Þorbjarnarson (7,1) Halldór Garðar Hermannsson (6,9) og Kári Jónsson (6,2). Tryggvi Snær Hlinason treður boltanum í körfuna.FIBA Basketball Besti árangur íslenskra körfuboltalandsliða í A-deild Eurobasket: 8. sæti eða ofar - Tuttugu ára landslið kvenna 2025 8. sæti - Tuttugu ára landslið karla 2017 9. sæti - Sextán ára landslið karla 1993 12. sæti - Tuttugu ára landslið karla 2023 13. sæti - Tuttugu ára landslið karla 2024 - A-landslið karla Eurobasket 2015: 24. sæti Eurobasket 2017: 24. sæti - Tuttugu ára landslið kvenna EM 2025: Verða í 8. sæti eða ofar - Tuttugu ára landslið karla EM 2017: 8. sæti EM 2023: 12. sæti EM 2024: 13. sæti EM 2025: 14. sæti EM 2018: 15. sæti - Átján ára landslið karla EM 2006: 15. sæti - Sextán ára landslið karla EM 1993: 9. sæti EM 2005: 14. sæti EM 2006: 16. sæti EM 1975: 16. sæti Landslið karla í körfubolta Landslið kvenna í körfubolta Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Magic Johnson bætir við enn einum titlinum Sport Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Fótbolti Fleiri fréttir Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Sjá meira
Stelpurnar voru þegar búnar að skrifa söguna með því að vera fyrsta íslenska kvennaliðið sem tekur þátt í A-deild. Með því að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum og þar með sæti meðal átta efstu þjóðanna þá hafa þær náð að jafna besta árangur íslensks landsliðs á Eurobasket frá upphafi, hvort sem það er hjá körlum, konum, unglingum eða fullorðnum. Íslenska liðið vann ekki leik í riðlinum og útlitið var ekki bjart í þessum leik á móti Hollandi. Ísland var tólf stigum undir, 62-50, fyrir lokaleikhlutann en stelpurnar unnu hann 27-12 og tryggðu sér magnaðan 77-74 sigur. Ása Lind Wolfram, leikmaður Aþenu, átti algjöran stórleik en hún var með 18 stig, 78 prósent skotnýtingu og 5 fráköst á 20 mínútum sem íslenska liðið vann með fjórtán stigum. Jana Falsdóttir (í námi í Bandaríkjunum) skoraði 16 stig, Rebekka Rut Steingrímsdóttir (KR) var með 11 stig, 4 stoðsendingar og 4 stolna bolta. Dzana Crnac, annar leikmaður Aþenu, skoraði 12 stig, og einn helsti leiðtogi liðsins Kolbrún María Ármannsdóttir var með 9 stig og 5 stolna bolta. Þá má ekki gleyma varnarleik og fráköstum Söru Líf Boama sem var með 11 fráköst, mest allra á vellinum og Ísland vann þær mínútur sem hún spilaði með tólf stigum. Íslenski hópurinn fagnar sigrinum í gær.FIBA Basketball Næst á dagskrá er leikur á móti Litháen í átta liða úrslitunum í kvöld. Íslensku stelpurnar eru þegar öruggar með metárangur. Besti árangur íslensks liðs er áttunda sætið sem tuttugu ára landslið karla náði í A-deild Evrópumótsins sumarið 2017. Íslenska liðið datt þá á endanum úr á móti Ísrael (vann silfur) í átta liða úrslitum og tapaði síðan báðum leikjum sínum um 5. til 8. sæti. Ísland átti þá ein af stjörnum mótsins því miðherjinn Tryggvi Snær Hlinason var valinn í úrvalslið keppninnar. Tryggvi var með hæsta framlag allra leikmanna (28,3), með flest varin skot í leik (3,3) og í þriðja sæti í fráköstum (12,2). Stigahæstu menn íslenska liðsins voru Tryggvi (16,1), Kristinn Pálsson (8,0), Þórir Þorbjarnarson (7,1) Halldór Garðar Hermannsson (6,9) og Kári Jónsson (6,2). Tryggvi Snær Hlinason treður boltanum í körfuna.FIBA Basketball Besti árangur íslenskra körfuboltalandsliða í A-deild Eurobasket: 8. sæti eða ofar - Tuttugu ára landslið kvenna 2025 8. sæti - Tuttugu ára landslið karla 2017 9. sæti - Sextán ára landslið karla 1993 12. sæti - Tuttugu ára landslið karla 2023 13. sæti - Tuttugu ára landslið karla 2024 - A-landslið karla Eurobasket 2015: 24. sæti Eurobasket 2017: 24. sæti - Tuttugu ára landslið kvenna EM 2025: Verða í 8. sæti eða ofar - Tuttugu ára landslið karla EM 2017: 8. sæti EM 2023: 12. sæti EM 2024: 13. sæti EM 2025: 14. sæti EM 2018: 15. sæti - Átján ára landslið karla EM 2006: 15. sæti - Sextán ára landslið karla EM 1993: 9. sæti EM 2005: 14. sæti EM 2006: 16. sæti EM 1975: 16. sæti
Besti árangur íslenskra körfuboltalandsliða í A-deild Eurobasket: 8. sæti eða ofar - Tuttugu ára landslið kvenna 2025 8. sæti - Tuttugu ára landslið karla 2017 9. sæti - Sextán ára landslið karla 1993 12. sæti - Tuttugu ára landslið karla 2023 13. sæti - Tuttugu ára landslið karla 2024 - A-landslið karla Eurobasket 2015: 24. sæti Eurobasket 2017: 24. sæti - Tuttugu ára landslið kvenna EM 2025: Verða í 8. sæti eða ofar - Tuttugu ára landslið karla EM 2017: 8. sæti EM 2023: 12. sæti EM 2024: 13. sæti EM 2025: 14. sæti EM 2018: 15. sæti - Átján ára landslið karla EM 2006: 15. sæti - Sextán ára landslið karla EM 1993: 9. sæti EM 2005: 14. sæti EM 2006: 16. sæti EM 1975: 16. sæti
Landslið karla í körfubolta Landslið kvenna í körfubolta Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Magic Johnson bætir við enn einum titlinum Sport Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Fótbolti Fleiri fréttir Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Sjá meira