Innlent

Hjól­reiða­maður slasaður og þyrlan kölluð út á mesta for­gangi

Agnar Már Másson skrifar
Þakgil er sunnan Mýrdalsjökuls. Mynd úr safni.
Þakgil er sunnan Mýrdalsjökuls. Mynd úr safni. Vísir/Jóhann K.

Þyrla var kölluð út að Þakgili sunnan Mýrdalsjökuls um klukkan hálffjögur síðdegis í dag vegna slasaðs hjólreiðamanns.

Ásgeir Erlendsson hjá Landhelgisgæslunni segir við Vísi að þyrlan hafi verið kölluð út á mesta forgangi að beiðni lögreglunnar.

Eðli meiðslanna liggur ekki fyrir, að sögn Ásgeirs. 

Í Þakgili, sem er nálægt Vík í Mýrdal, er vinsæl hjólaleið.

Þyrlan er á leiðinni á vettvang.

Fréttin verður uppfærð þegar frekari upplýsingar berast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×