Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 8. ágúst 2025 11:31 Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir ekki einhug innan Evrópusambandsins um verndartollana sem sambandið hyggst leggja á Ísland. Vísir/anton brink Forsætisráðherra hafnar því að ásælni ríkisstjórnarinnar í Evrópusambandið trufli hana í að gæta hagsmunum Íslands á alþjóðavettvangi. Hún líti á allar sínar utanlandsferðir í embætti sem hagsmunagæsluferðir. Líkt og greint hefur verið frá hyggst Evrópusambandið leggja tolla á kísiljárn og járnblendi. Forstjóri Elkem, eina kísiljárnframleiðanda landsins, segir að tollarnir komi til með að þurrka samkeppnishæfni félagsins út. Ríkisstjórnin hefur í leið sætt gagnrýni fyrir að standa ekki vörð um hagsmuni landsins með nægilegum þunga, og ráðamenn sagt ásælni ríkisstjórnarinnar í Evrópusambandið ástæðu þess. Í viðtali við Helga Seljan í Morgunglugganum á Rás 1 í morgun segir Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra það af og frá. „Allir þeir fundir sem ég hef átt eftir að ég tók embætti, og það sama á við um utanríkisráðherra, hafa falið í sér mjög skýr skilaboð af okkar hálfu að standa með hagsmunum Íslands. Ég, til dæmis, álít allar mínar utanlandsferðir fyrst og fremst sem hagsmunagæsluferðir. Við erum með skýr skilaboð á öllum funsum, hvort sem það eru tollar eða verndaraðgerðir, af því að við höfum haft áhyggjur af ekki endilega bara þessu heldur almennt alþjóðamálum þegar kemur að verndartollum út af stöðunni sem er uppi í Bandaríkjunum og annars staðar,“ sagði Kristrún í viðtalinu. Hún segir ákvörðun Evrópusambandsins um verndartollana á kísiljárn ekki léttvæga. „Fólki finnst þetta auðvitað ekki jákvætt skref að því leytinu til að það er aldrei jákvætt að ráðast í svona aðgerðir. Þetta er viðskiptablokk sem trúir á frjálsa samkeppni en er auðvitað að eiga við það eins og við höfum auðvitað fundið fyrir í okkar eigin geirum hér heima.“ Hún tekur undir með Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur um að ef slíkum verndaraðgerðum yrði komið á væri það brot á EES-samningnum. „Það er ekki einhugur, að ég tel, meðal landa Evrópusambandsins um þetta. En ég held að það dyljist engu um það að munurinn þar á eru hagsmunir. Það eru hagsmunir ákveðinna landa undir en annarra ekki.“ Hún ítrekar að sú staða sem upp er komin í tengslum við verndartollana hafi ekkert að gera með skort á hagsmunagæslu af hálfu Íslands. Evrópusambandið Utanríkismál Skattar og tollar Áliðnaður Samfylkingin Tengdar fréttir Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Bæjarstjórinn á Akranesi segir fyrirhugaða tolla Evrópusambandsins á kísiljárn og járnblendi áfall fyrir bæjarfélagið og sveitir norðan Hvalfjarðar. Þetta sé stórmál sem fylgja þurfi fast eftir og setja verði mikinn þunga í hagsmunagæslu Íslands. 28. júlí 2025 21:40 Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Þingmenn Norðvesturkjördæmis munu funda með utanríkisráðherra á fimmtudag, vegna fyrirhugaðra tolla Evrópusambandsins á íslenskt kísiljárn. Fyrsti þingmaður kjördæmisins segir fjölda starfa undir, og að þingmenn séu sammála um að koma verði í veg fyrir álagningu tollanna. 28. júlí 2025 11:03 Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Sendinefnd Evrópusambandsins til Íslands vill ekki tjá sig um verndartolla sambandsins sem leggjast að óbreyttu á járnblendi og kísiljárn meðal annars frá Íslandi og Noregi. Svokölluð verndarráðstafanarannsókn standi yfir sem sendinefndin hafi enga aðkomu að. 31. júlí 2025 08:17 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Innlent Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Fleiri fréttir Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Sjá meira
Líkt og greint hefur verið frá hyggst Evrópusambandið leggja tolla á kísiljárn og járnblendi. Forstjóri Elkem, eina kísiljárnframleiðanda landsins, segir að tollarnir komi til með að þurrka samkeppnishæfni félagsins út. Ríkisstjórnin hefur í leið sætt gagnrýni fyrir að standa ekki vörð um hagsmuni landsins með nægilegum þunga, og ráðamenn sagt ásælni ríkisstjórnarinnar í Evrópusambandið ástæðu þess. Í viðtali við Helga Seljan í Morgunglugganum á Rás 1 í morgun segir Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra það af og frá. „Allir þeir fundir sem ég hef átt eftir að ég tók embætti, og það sama á við um utanríkisráðherra, hafa falið í sér mjög skýr skilaboð af okkar hálfu að standa með hagsmunum Íslands. Ég, til dæmis, álít allar mínar utanlandsferðir fyrst og fremst sem hagsmunagæsluferðir. Við erum með skýr skilaboð á öllum funsum, hvort sem það eru tollar eða verndaraðgerðir, af því að við höfum haft áhyggjur af ekki endilega bara þessu heldur almennt alþjóðamálum þegar kemur að verndartollum út af stöðunni sem er uppi í Bandaríkjunum og annars staðar,“ sagði Kristrún í viðtalinu. Hún segir ákvörðun Evrópusambandsins um verndartollana á kísiljárn ekki léttvæga. „Fólki finnst þetta auðvitað ekki jákvætt skref að því leytinu til að það er aldrei jákvætt að ráðast í svona aðgerðir. Þetta er viðskiptablokk sem trúir á frjálsa samkeppni en er auðvitað að eiga við það eins og við höfum auðvitað fundið fyrir í okkar eigin geirum hér heima.“ Hún tekur undir með Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur um að ef slíkum verndaraðgerðum yrði komið á væri það brot á EES-samningnum. „Það er ekki einhugur, að ég tel, meðal landa Evrópusambandsins um þetta. En ég held að það dyljist engu um það að munurinn þar á eru hagsmunir. Það eru hagsmunir ákveðinna landa undir en annarra ekki.“ Hún ítrekar að sú staða sem upp er komin í tengslum við verndartollana hafi ekkert að gera með skort á hagsmunagæslu af hálfu Íslands.
Evrópusambandið Utanríkismál Skattar og tollar Áliðnaður Samfylkingin Tengdar fréttir Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Bæjarstjórinn á Akranesi segir fyrirhugaða tolla Evrópusambandsins á kísiljárn og járnblendi áfall fyrir bæjarfélagið og sveitir norðan Hvalfjarðar. Þetta sé stórmál sem fylgja þurfi fast eftir og setja verði mikinn þunga í hagsmunagæslu Íslands. 28. júlí 2025 21:40 Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Þingmenn Norðvesturkjördæmis munu funda með utanríkisráðherra á fimmtudag, vegna fyrirhugaðra tolla Evrópusambandsins á íslenskt kísiljárn. Fyrsti þingmaður kjördæmisins segir fjölda starfa undir, og að þingmenn séu sammála um að koma verði í veg fyrir álagningu tollanna. 28. júlí 2025 11:03 Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Sendinefnd Evrópusambandsins til Íslands vill ekki tjá sig um verndartolla sambandsins sem leggjast að óbreyttu á járnblendi og kísiljárn meðal annars frá Íslandi og Noregi. Svokölluð verndarráðstafanarannsókn standi yfir sem sendinefndin hafi enga aðkomu að. 31. júlí 2025 08:17 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Innlent Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Fleiri fréttir Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Sjá meira
Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Bæjarstjórinn á Akranesi segir fyrirhugaða tolla Evrópusambandsins á kísiljárn og járnblendi áfall fyrir bæjarfélagið og sveitir norðan Hvalfjarðar. Þetta sé stórmál sem fylgja þurfi fast eftir og setja verði mikinn þunga í hagsmunagæslu Íslands. 28. júlí 2025 21:40
Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Þingmenn Norðvesturkjördæmis munu funda með utanríkisráðherra á fimmtudag, vegna fyrirhugaðra tolla Evrópusambandsins á íslenskt kísiljárn. Fyrsti þingmaður kjördæmisins segir fjölda starfa undir, og að þingmenn séu sammála um að koma verði í veg fyrir álagningu tollanna. 28. júlí 2025 11:03
Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Sendinefnd Evrópusambandsins til Íslands vill ekki tjá sig um verndartolla sambandsins sem leggjast að óbreyttu á járnblendi og kísiljárn meðal annars frá Íslandi og Noregi. Svokölluð verndarráðstafanarannsókn standi yfir sem sendinefndin hafi enga aðkomu að. 31. júlí 2025 08:17