„Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Ágúst Orri Arnarson skrifar 8. ágúst 2025 11:59 Ole Palma og stjórnarmenn Bröndby vinna í því að bera kennsl á sökudólgana. Hæstráðendur hjá Bröndby eru að vinna í því að bera kennsl á slagsmálahundana sem sóttu leik Víkings og Bröndby í gærkvöldi. Stuðningsmenn Bröndby létu öllum illum látum eftir leikinn í gær, veltu kamri og lentu í slagsmálum sem lögreglan þurfti að leysa úr með piparúða. Þeir létu sér það ekki nægja og leituðu uppi slagsmál á Ölveri, þar sem stuðningsmenn Víkings voru. Í skriflegu svari til danska miðilsins Bold segir framkvæmdastjóri Bröndby að félagið sé að vinna í málinu og stuðningsmennirnir sem efndu til slagsmála verða settir í bann. „Í tengslum við leikinn í Reykjavík í gærkvöldi voru skemmdarverk unnin og ólæti brutust hjá nokkrum stuðningsmönnum. Þetta er að sjálfsögðu algjörlega óásættanlegt. Við áttum okkur á því að tapi fylgja tilfinningar, en þær eiga ekki að stigmagnast með slíkum hætti. Við erum að vinna í því að fá heildarmynd af atburðarásinni í tengslum við leikinn. Við erum með myndbönd til skoðunar og munum reyna að bera kennsl á sökudólgana, sem verða síðan settir í bann“ segir Ole Palma, framkvæmdastjóri Bröndby, í skriflegu svari til Bold. Hann minnist ekki á hvernig öryggismálum verður háttað í seinni leik liðanna í næstu viku en forsvarsmenn Víkinga staðfestu í samtali við fréttastofu að öryggisgæslan yrði aukin. Danski boltinn Tengdar fréttir Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Stuðningsmenn danska fótboltaliðsins Bröndby löbbuðu úr Víkinni á Ölver í Glæsibæ, í leit að slagsmálum og réðust á stuðningsmenn Víkings sem sögðu þeim að taka því rólega. 7. ágúst 2025 23:48 Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Tapsárir stuðningsmenn Brøndby lentu í skærum við lögreglu eftir leik kvöldsins í Víkini þar sem piparúða var beitt. Þeir ollu tjóni á vellinum sem nemur allt að fimm milljónum króna að sögn framkvæmdastjóra Víkings. Þá eru þeir komnir á svartan lista hjá eigendum Ölvers í Glæsibæ. 7. ágúst 2025 21:47 Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Víkingur og Breiðablik voru bæði í eldlínunni í Evrópukeppnunum í gærkvöldi og nú má sjá mörkin úr leikjunum hér inn á Vísi. 8. ágúst 2025 08:21 Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik - KuPS | Landa þeir fyrsta sigri með nýjum skipstjóra? Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Sjá meira
Stuðningsmenn Bröndby létu öllum illum látum eftir leikinn í gær, veltu kamri og lentu í slagsmálum sem lögreglan þurfti að leysa úr með piparúða. Þeir létu sér það ekki nægja og leituðu uppi slagsmál á Ölveri, þar sem stuðningsmenn Víkings voru. Í skriflegu svari til danska miðilsins Bold segir framkvæmdastjóri Bröndby að félagið sé að vinna í málinu og stuðningsmennirnir sem efndu til slagsmála verða settir í bann. „Í tengslum við leikinn í Reykjavík í gærkvöldi voru skemmdarverk unnin og ólæti brutust hjá nokkrum stuðningsmönnum. Þetta er að sjálfsögðu algjörlega óásættanlegt. Við áttum okkur á því að tapi fylgja tilfinningar, en þær eiga ekki að stigmagnast með slíkum hætti. Við erum að vinna í því að fá heildarmynd af atburðarásinni í tengslum við leikinn. Við erum með myndbönd til skoðunar og munum reyna að bera kennsl á sökudólgana, sem verða síðan settir í bann“ segir Ole Palma, framkvæmdastjóri Bröndby, í skriflegu svari til Bold. Hann minnist ekki á hvernig öryggismálum verður háttað í seinni leik liðanna í næstu viku en forsvarsmenn Víkinga staðfestu í samtali við fréttastofu að öryggisgæslan yrði aukin.
Danski boltinn Tengdar fréttir Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Stuðningsmenn danska fótboltaliðsins Bröndby löbbuðu úr Víkinni á Ölver í Glæsibæ, í leit að slagsmálum og réðust á stuðningsmenn Víkings sem sögðu þeim að taka því rólega. 7. ágúst 2025 23:48 Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Tapsárir stuðningsmenn Brøndby lentu í skærum við lögreglu eftir leik kvöldsins í Víkini þar sem piparúða var beitt. Þeir ollu tjóni á vellinum sem nemur allt að fimm milljónum króna að sögn framkvæmdastjóra Víkings. Þá eru þeir komnir á svartan lista hjá eigendum Ölvers í Glæsibæ. 7. ágúst 2025 21:47 Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Víkingur og Breiðablik voru bæði í eldlínunni í Evrópukeppnunum í gærkvöldi og nú má sjá mörkin úr leikjunum hér inn á Vísi. 8. ágúst 2025 08:21 Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Enski boltinn Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik - KuPS | Landa þeir fyrsta sigri með nýjum skipstjóra? Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Stuðningsmenn danska fótboltaliðsins Bröndby löbbuðu úr Víkinni á Ölver í Glæsibæ, í leit að slagsmálum og réðust á stuðningsmenn Víkings sem sögðu þeim að taka því rólega. 7. ágúst 2025 23:48
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Tapsárir stuðningsmenn Brøndby lentu í skærum við lögreglu eftir leik kvöldsins í Víkini þar sem piparúða var beitt. Þeir ollu tjóni á vellinum sem nemur allt að fimm milljónum króna að sögn framkvæmdastjóra Víkings. Þá eru þeir komnir á svartan lista hjá eigendum Ölvers í Glæsibæ. 7. ágúst 2025 21:47
Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Víkingur og Breiðablik voru bæði í eldlínunni í Evrópukeppnunum í gærkvöldi og nú má sjá mörkin úr leikjunum hér inn á Vísi. 8. ágúst 2025 08:21