Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 8. ágúst 2025 22:26 Donald Trump og Vladimir Pútín, forsetar Rússlands og Bandaríkjanna. getty Donald Trump Bandaríkjaforseti og Vladímír Pútín Rússlandsforseti munu funda í Alaska föstudaginn 15. ágúst. Fyrr í kvöld sagði Trump að friðarsamkomulag fæli í sér skiptingu á landsvæðum. Þessu greinir Trump frá í færslu á samfélagsmiðli sínum í kvöld en mikil eftirvænting er eftir fundi leiðtoganna tveggja. Í Alaska munu þeir freista þess að ná saman um hvernig ætti að binda enda á innrásarstríð Rússlands í Úkraínu, án þess að Selenskí eða nokkur annar Úkraínumaður sitji við borðið. Friður feli í sér að eftirláta landsvæði Fyrr í kvöld lét Trump hafa það eftir sér að friðarsamkomulag milli Úkraínu og Rússlands ætti eftir að fela í sér deilingu á landsvæði. Hann tilgreindi ekki hvaða landsvæði hann átti við en Rússar hafa náð stjórn yfir öllu Lúhansk héraði og stærstu hlutum Dónetsk-, Sapóríssjíu- og Khersonhéruðum. „Það verður einhver skipting á landsvæðum til heilla báðum aðilum,“ sagði hann við blaðamenn í kvöld. Trump hefur lengi reynt að fá Pútín og Selenskí saman á fund sinn en Rússar hafa ekki virst fúsir til friðarviðræðna til þessa. Selenskí reyndi sjálfur að fá Pútín til að funda með sér í Ankara, höfuðborg Tyrklands, með milligöngu Erdoğan Tyrklandsforseta en frá Rússlandi kom aðeins samninganefnd. Viðræðurnar þokuðust lítið sem ekkert áfram þar en Pútín hefur staðið fast á sínum ófrávíkjanlegu kröfum sem ólíklegt er að Úkraínumenn muni gangast við. Borið undir Bandaríkjastjórn á fundinum í Moskvu Fyrr í dag greindi Wall Street Journal frá því að Pútín Rússlandsforseti hefði fyrr í vikunni gert Bandaríkjamönnum tilboð. Hann hafi kvaðst binda enda á átökin í skiptum fyrir að Rússland innlimaði austurhéröð Úkraínu sem eru að hluta til undir stjórn Rússlandshers, það er Dónetsk og Lúhansk. Sjá einnig: Með sömu óásættanlegu kröfurnar Heimildum greinir á um hver örlög hinna héraðanna tveggja sem eru að miklu leyti í höndum Rússa, Sapóríssjíu og Kherson, yrðu gengist Trump við kröfum Pútíns en þetta tilboð á Pútín að hafa gert Steve Witkoff, sérstökum erindreka Bandaríkjastjórnar, á fundi þeirra í Moskvu á miðvikudaginn. Samkvæmt umfjöllun Wall Street Journal óttast leiðtogar í Úkraínu og Evrópu að fundur Pútíns og Trump sé til þess eins haldinn að fresta álagningu þungra tolla sem sá síðarnefndi hefur heitið og freista þess að ná frekar fram á víglínunni á meðan. Bandaríkin Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Fleiri fréttir Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Sjá meira
Þessu greinir Trump frá í færslu á samfélagsmiðli sínum í kvöld en mikil eftirvænting er eftir fundi leiðtoganna tveggja. Í Alaska munu þeir freista þess að ná saman um hvernig ætti að binda enda á innrásarstríð Rússlands í Úkraínu, án þess að Selenskí eða nokkur annar Úkraínumaður sitji við borðið. Friður feli í sér að eftirláta landsvæði Fyrr í kvöld lét Trump hafa það eftir sér að friðarsamkomulag milli Úkraínu og Rússlands ætti eftir að fela í sér deilingu á landsvæði. Hann tilgreindi ekki hvaða landsvæði hann átti við en Rússar hafa náð stjórn yfir öllu Lúhansk héraði og stærstu hlutum Dónetsk-, Sapóríssjíu- og Khersonhéruðum. „Það verður einhver skipting á landsvæðum til heilla báðum aðilum,“ sagði hann við blaðamenn í kvöld. Trump hefur lengi reynt að fá Pútín og Selenskí saman á fund sinn en Rússar hafa ekki virst fúsir til friðarviðræðna til þessa. Selenskí reyndi sjálfur að fá Pútín til að funda með sér í Ankara, höfuðborg Tyrklands, með milligöngu Erdoğan Tyrklandsforseta en frá Rússlandi kom aðeins samninganefnd. Viðræðurnar þokuðust lítið sem ekkert áfram þar en Pútín hefur staðið fast á sínum ófrávíkjanlegu kröfum sem ólíklegt er að Úkraínumenn muni gangast við. Borið undir Bandaríkjastjórn á fundinum í Moskvu Fyrr í dag greindi Wall Street Journal frá því að Pútín Rússlandsforseti hefði fyrr í vikunni gert Bandaríkjamönnum tilboð. Hann hafi kvaðst binda enda á átökin í skiptum fyrir að Rússland innlimaði austurhéröð Úkraínu sem eru að hluta til undir stjórn Rússlandshers, það er Dónetsk og Lúhansk. Sjá einnig: Með sömu óásættanlegu kröfurnar Heimildum greinir á um hver örlög hinna héraðanna tveggja sem eru að miklu leyti í höndum Rússa, Sapóríssjíu og Kherson, yrðu gengist Trump við kröfum Pútíns en þetta tilboð á Pútín að hafa gert Steve Witkoff, sérstökum erindreka Bandaríkjastjórnar, á fundi þeirra í Moskvu á miðvikudaginn. Samkvæmt umfjöllun Wall Street Journal óttast leiðtogar í Úkraínu og Evrópu að fundur Pútíns og Trump sé til þess eins haldinn að fresta álagningu þungra tolla sem sá síðarnefndi hefur heitið og freista þess að ná frekar fram á víglínunni á meðan.
Bandaríkin Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Fleiri fréttir Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Sjá meira