Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 9. ágúst 2025 18:38 Andlit Bandaríkjaforseta prýðir marga hamborgarastaði í Texasríki. Getty Eigandi skyndibitakeðjunnar Trump Burger stendur frammi fyrir að vera vísað á brott úr Bandaríkjunum eftir að Innflytjendastofnun Bandaríkjanna handtók hann. Um er að ræða líbanskan mann á þrítugsaldri sem dvaldi ólöglega í Texas. Maðurinn heitir Roland Mehrez Beainy og kom til Bandaríkjanna frá Líbanon árið 2019 sem ferðamaður en dvalarleyfi hans rann út 12. febrúar á síðasta ári samkvæmt skriflegu svari Innflytjendastofnunar Bandaríkjanna (ICE) við fyrirspurn Guardian. ICE færir sig upp á skaftið Miðillinn Fayette County Record greinir frá því að Beainy hafi verð handtekinn 16. maí síðastliðinn en síðustu fimm ár hefur hann opnað röð hamborgarastaða víða um Texasríki sem bera nafn Trump Bandaríkjaforseta. Undanfarna mánuði hefur ICE gert fjölda áhlaupa víða um Banaríkin og handtekið talsverðan fjölda fólks. Er það gert í því skyni að framfylgja kosningaloforði Donalds Trump um að stórauka brottvísanir á fólki sem dvelur ólöglega í Bandaríkjunum. Miðillinn fyrrnefndi greinir einnig frá því að Beainy hafi sótt um framlengingu dvalarleyfis síns á grundvelli þess að hann hefði gifst bandarískri konu en ICE heldur því fram að ekkert bendi til þess að hann hafi nokkurn tíma búið með meintri eiginkonu sinni. „Í valdatíð núverandi ríkisstjórnar er ICE skuldbundið því að endurvekja trúverðuleika innflytjendakerfis þjóðarinnar með því að draga alla til ábyrgðar sem koma ólöglega inn í landið eða dvelja lengur en heimild þeirra nær til. Þetta gildir sama hvaða veitingastaði maður á eða hverjar stjórnmálaskoðanir manns eru,“ hefur Guardian upp úr skriflegu svari ICE. Samkvæmt umfjöllun miðla í Texas harðneita Beainy ásökunum innflytjendastofnunarinnar á hendur sér. Hann fer fyrir dómara 18. nóvember samkvæmt fyrirliggjandi skipulagi. „Níutíu prósent af því sem þeir eru að segja er kjaftæði,“ hefur Houston Chronicle eftir honum. Lagði fé til hliðar til að styðja Trump Í umfjöllun Guardian kemur fram að það hafi vakið mikla athygli um öll Bandaríkin þegar Beainy opnaði fyrsta veitingastaðinn undir nafninu Trump Burger. Hann hóf starfsemi sína í Bellville í Texas árið 2020 og var skreyttur Trump-tengdum munum hátt og lágt. Þar að auki var matseðillinn með Trump-þema og réttirnir hétu nöfnum sem skírskotuðu í pólitíska andstæðinga hans. Hróður Trump Burger barst víða og brátt opnuðu fleiri staðir víða um fylkið. Beainy lagði meira að segja hluta hagnaðar staðarins til hliðar til að styðja við síðustu kosningaherferð Trump. „Ég vildi gjarnan að fá blessun [Trump] og að hann kíkti við. Við vonumst til þess að hann kíki á staðinn,“ sagði hann í viðtali við Houston Chronicle frá árinu 2022. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Sjá meira
Maðurinn heitir Roland Mehrez Beainy og kom til Bandaríkjanna frá Líbanon árið 2019 sem ferðamaður en dvalarleyfi hans rann út 12. febrúar á síðasta ári samkvæmt skriflegu svari Innflytjendastofnunar Bandaríkjanna (ICE) við fyrirspurn Guardian. ICE færir sig upp á skaftið Miðillinn Fayette County Record greinir frá því að Beainy hafi verð handtekinn 16. maí síðastliðinn en síðustu fimm ár hefur hann opnað röð hamborgarastaða víða um Texasríki sem bera nafn Trump Bandaríkjaforseta. Undanfarna mánuði hefur ICE gert fjölda áhlaupa víða um Banaríkin og handtekið talsverðan fjölda fólks. Er það gert í því skyni að framfylgja kosningaloforði Donalds Trump um að stórauka brottvísanir á fólki sem dvelur ólöglega í Bandaríkjunum. Miðillinn fyrrnefndi greinir einnig frá því að Beainy hafi sótt um framlengingu dvalarleyfis síns á grundvelli þess að hann hefði gifst bandarískri konu en ICE heldur því fram að ekkert bendi til þess að hann hafi nokkurn tíma búið með meintri eiginkonu sinni. „Í valdatíð núverandi ríkisstjórnar er ICE skuldbundið því að endurvekja trúverðuleika innflytjendakerfis þjóðarinnar með því að draga alla til ábyrgðar sem koma ólöglega inn í landið eða dvelja lengur en heimild þeirra nær til. Þetta gildir sama hvaða veitingastaði maður á eða hverjar stjórnmálaskoðanir manns eru,“ hefur Guardian upp úr skriflegu svari ICE. Samkvæmt umfjöllun miðla í Texas harðneita Beainy ásökunum innflytjendastofnunarinnar á hendur sér. Hann fer fyrir dómara 18. nóvember samkvæmt fyrirliggjandi skipulagi. „Níutíu prósent af því sem þeir eru að segja er kjaftæði,“ hefur Houston Chronicle eftir honum. Lagði fé til hliðar til að styðja Trump Í umfjöllun Guardian kemur fram að það hafi vakið mikla athygli um öll Bandaríkin þegar Beainy opnaði fyrsta veitingastaðinn undir nafninu Trump Burger. Hann hóf starfsemi sína í Bellville í Texas árið 2020 og var skreyttur Trump-tengdum munum hátt og lágt. Þar að auki var matseðillinn með Trump-þema og réttirnir hétu nöfnum sem skírskotuðu í pólitíska andstæðinga hans. Hróður Trump Burger barst víða og brátt opnuðu fleiri staðir víða um fylkið. Beainy lagði meira að segja hluta hagnaðar staðarins til hliðar til að styðja við síðustu kosningaherferð Trump. „Ég vildi gjarnan að fá blessun [Trump] og að hann kíkti við. Við vonumst til þess að hann kíki á staðinn,“ sagði hann í viðtali við Houston Chronicle frá árinu 2022.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Sjá meira