Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Rafn Ágúst Ragnarsson og Bjarki Sigurðsson skrifa 9. ágúst 2025 20:59 Gleðin verður allsráðandi um alla borg í kvöld. Vísir/Viktor Freyr Páll Óskar slær botninn í hinsegin daga að venju og engu verður sparað í hátíðarhöldunum. Í kvöld kemur hann fram við tilefnið í 25. sinn og hann segist hvergi af baki dottinn. Hann flutti ungu hinsegin fólki falleg skilaboð í kvöldfréttum Sýnar. Klukkan níu í kvöld hefst alvöru Pallaball sem stendur fram til klukkan eitt í nótt. Eins og fyrr segir er þetta í tuttugasta og fimmta sinn sem Palli stendur fyrir tónleikum í tilefni hátíðarinnar. „Ég segi alltaf við sjálfan mig: „Heyrðu, þetta verður í síðasta skiptið.“ Svo þegar maður sér vídjóin, fréttaflutninginn og ljósmyndir frá fólki þá fatta ég hvað þetta er flott og þá nenni ég þessu aftur,“ segir hann. Páll Óskar segir hinsegin daga alltaf jafnmikilvæga. „Hinsegin fólk, hommar, lesbíur, tvíkynhneigðir, trans, interse, allur heili pakkinn. Við höfum verið hérna alla tíð, alla mannkynssöguna. Fólkið sem finnur okkur allt til foráttu og lætur okkur fara í taugarnar á sér hefur líka alltaf verið til. Það verður alltaf svona núningur, pendúllinn sveiflast frá vinstri til hægri, fram og til baka. En við sem erum hinsegin höfum lifað tímana tvenna, og þrenna. Við höfum alltaf lifað allt af. Við höfum meira að segja lifað af að vera í mjög krefjandi umhverfi, jafnvel með fólki sem hatar okkur. Við höfum samt bara átt mjög gott líf, með hvort öðru, búið til samfélag með hvort öðru,“ segir hann. „Það eina sem ég vil ráðleggja fólki sem er enn þá að kveljast úr efasemdum um sig sjálft og þorir ekki út úr skápnum jafnvel. Farðu og finndu fólkið þitt. Við erum hérna, við bíðum eftir þér. Við getum séð mjög vel um þig þó annað fólk sem stendur þér nærri vilji það ekki eða geti það ekki,“ segir Páll Óskar. Ballið hefst klukkan níu í Gamla bíói og ásamt Palla koma fram dragdrottningarnar Crisartista, Lady Bunny og Sherry Vine og svo nýjasta hinsegin poppstjarnan Torfi, að því er segir í viðburðarlýsingunni. Hinsegin Gleðigangan Tónleikar á Íslandi Ástin og lífið Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sjá meira
Klukkan níu í kvöld hefst alvöru Pallaball sem stendur fram til klukkan eitt í nótt. Eins og fyrr segir er þetta í tuttugasta og fimmta sinn sem Palli stendur fyrir tónleikum í tilefni hátíðarinnar. „Ég segi alltaf við sjálfan mig: „Heyrðu, þetta verður í síðasta skiptið.“ Svo þegar maður sér vídjóin, fréttaflutninginn og ljósmyndir frá fólki þá fatta ég hvað þetta er flott og þá nenni ég þessu aftur,“ segir hann. Páll Óskar segir hinsegin daga alltaf jafnmikilvæga. „Hinsegin fólk, hommar, lesbíur, tvíkynhneigðir, trans, interse, allur heili pakkinn. Við höfum verið hérna alla tíð, alla mannkynssöguna. Fólkið sem finnur okkur allt til foráttu og lætur okkur fara í taugarnar á sér hefur líka alltaf verið til. Það verður alltaf svona núningur, pendúllinn sveiflast frá vinstri til hægri, fram og til baka. En við sem erum hinsegin höfum lifað tímana tvenna, og þrenna. Við höfum alltaf lifað allt af. Við höfum meira að segja lifað af að vera í mjög krefjandi umhverfi, jafnvel með fólki sem hatar okkur. Við höfum samt bara átt mjög gott líf, með hvort öðru, búið til samfélag með hvort öðru,“ segir hann. „Það eina sem ég vil ráðleggja fólki sem er enn þá að kveljast úr efasemdum um sig sjálft og þorir ekki út úr skápnum jafnvel. Farðu og finndu fólkið þitt. Við erum hérna, við bíðum eftir þér. Við getum séð mjög vel um þig þó annað fólk sem stendur þér nærri vilji það ekki eða geti það ekki,“ segir Páll Óskar. Ballið hefst klukkan níu í Gamla bíói og ásamt Palla koma fram dragdrottningarnar Crisartista, Lady Bunny og Sherry Vine og svo nýjasta hinsegin poppstjarnan Torfi, að því er segir í viðburðarlýsingunni.
Hinsegin Gleðigangan Tónleikar á Íslandi Ástin og lífið Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sjá meira