„Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast“ Ester Ósk Árnadóttir skrifar 10. ágúst 2025 20:07 Hallgrímur var ánægður með sína menn í dag. Vísir/Anton Brink „Það var klárlega léttir að sjá boltann inni, ég var farin að hugsa að þetta myndi enda 0-0. Þetta var opinn og skemmtilegur leikur þar sem bæði lið hefðu geta skorað tvö til þrjú mörk í fyrri hálfleik,“ sagði Hallgrímur Jónasson eftir 1-0 sigur á móti ÍBV í Bestu deild karla í dag þar sem sigurmarkið kom þegar skammt var eftir af leiknum. „Við vorum meira með boltann og gerðum vel en mér fannst við ekki alveg loka nógu vel til baka þegar við misstum boltann og þeir eru bara stórhættulegir í því sem þeir gera. Verjast í 4-4-2 og eru með fljóta menn frammi. Mér fannst við laga það í seinni hálfleik, heilt yfir að þá erum við með 19 skot, yfir 60% með boltann og xg í kringum 3,3 þannig ég er ánægður.“ KA fór ekki vel af stað í deildinni og hefur rólega verið að vinna sig inn í mótið og undanfarið hefur gengið betur hjá liðinu. Í mjög þéttum pakka í deildinni er KA í sjöunda sæti með 22 stig. „Við í KA elskum að byrja mótið virkilega illa og þurfa síðan að vinna okkur út úr vandræðunum,“ sagði Hallgrímur léttur. „Við töluðum saman eftir Evrópukeppnina sem okkur fannst gefa okkur mikið, við stóðum okkur vel þar og það kom jákvæðni og meðbyr í hópinn. Svo spiluðum við vel á móti Breiðablik þannig mér finnst við vera á góðum stað þó við höfum verið í krummafæti í færunum í dag. Það var líka gaman að sjá að þeir sem komu inn á komu inn með kraft og gerðu helling fyrir okkur. Viðar á til dæmis skalla í slána og Dagur skorar þannig það er bara æðislegt. Við erum með frábæran hóp og þetta er akkúrat það sem maður vill sjá frá þeim sem koma inn af bekknum.“ Sumt taldi Hallgrímur að hefði mátt gera betur í leiknum í dag. „Þegar við komumst í fyrirgjafastöður hefðum við átt að gera betur, við komumst í rosa margar góðar stöður sem við fórum illa með. Þá fannst mér eins og ég hef komið inn á að við vorum of opnir í fyrri hálfleik þegar við misstum boltann og ekki nógu fljótir að fara strax í pressu.“ Mikilvægast telur Hallgrímur fyrir liðið sé að einbeita sér að því sem þeir geta gert. „Ég er bara ánægður að við unnum leikinn og komnir í 22 stig. Þú verður ruglaður af því að vera skoða þessa töflu of mikið. Svo er ég spurður hvort ég kíki upp eða niður, við kíkjum í allar fjórar áttirnar. Það skiptir bara mestu máli að við einbeitum okkur að því hvað við erum að gera og í dag héldum við hreinu og sköpuðum fullt af færum. Okkur finnst við vera á flottum stað og ég er ánægður með það. Staðan er bara þannig í deildinni að ef þú ferð að slaka á 1–3% þá er þetta fljótt að breytast þannig við þurfum að halda haus og halda áfram að vinna í okkar málum.“ Framundan er útileikur á móti Aftureldingu. „Afturelding er skemmtilegt lið, sérstaklega á sínum heimavelli þar sem þeir eru á ná í úrslit. Lið sem spilar skemmtilegan fótbolta sem er gaman að horfa á, það var hörku leikur síðast og á ég á von á því aftur núna.“ Besta deild karla KA ÍBV Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Fótbolti Fleiri fréttir „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sjá meira
„Við vorum meira með boltann og gerðum vel en mér fannst við ekki alveg loka nógu vel til baka þegar við misstum boltann og þeir eru bara stórhættulegir í því sem þeir gera. Verjast í 4-4-2 og eru með fljóta menn frammi. Mér fannst við laga það í seinni hálfleik, heilt yfir að þá erum við með 19 skot, yfir 60% með boltann og xg í kringum 3,3 þannig ég er ánægður.“ KA fór ekki vel af stað í deildinni og hefur rólega verið að vinna sig inn í mótið og undanfarið hefur gengið betur hjá liðinu. Í mjög þéttum pakka í deildinni er KA í sjöunda sæti með 22 stig. „Við í KA elskum að byrja mótið virkilega illa og þurfa síðan að vinna okkur út úr vandræðunum,“ sagði Hallgrímur léttur. „Við töluðum saman eftir Evrópukeppnina sem okkur fannst gefa okkur mikið, við stóðum okkur vel þar og það kom jákvæðni og meðbyr í hópinn. Svo spiluðum við vel á móti Breiðablik þannig mér finnst við vera á góðum stað þó við höfum verið í krummafæti í færunum í dag. Það var líka gaman að sjá að þeir sem komu inn á komu inn með kraft og gerðu helling fyrir okkur. Viðar á til dæmis skalla í slána og Dagur skorar þannig það er bara æðislegt. Við erum með frábæran hóp og þetta er akkúrat það sem maður vill sjá frá þeim sem koma inn af bekknum.“ Sumt taldi Hallgrímur að hefði mátt gera betur í leiknum í dag. „Þegar við komumst í fyrirgjafastöður hefðum við átt að gera betur, við komumst í rosa margar góðar stöður sem við fórum illa með. Þá fannst mér eins og ég hef komið inn á að við vorum of opnir í fyrri hálfleik þegar við misstum boltann og ekki nógu fljótir að fara strax í pressu.“ Mikilvægast telur Hallgrímur fyrir liðið sé að einbeita sér að því sem þeir geta gert. „Ég er bara ánægður að við unnum leikinn og komnir í 22 stig. Þú verður ruglaður af því að vera skoða þessa töflu of mikið. Svo er ég spurður hvort ég kíki upp eða niður, við kíkjum í allar fjórar áttirnar. Það skiptir bara mestu máli að við einbeitum okkur að því hvað við erum að gera og í dag héldum við hreinu og sköpuðum fullt af færum. Okkur finnst við vera á flottum stað og ég er ánægður með það. Staðan er bara þannig í deildinni að ef þú ferð að slaka á 1–3% þá er þetta fljótt að breytast þannig við þurfum að halda haus og halda áfram að vinna í okkar málum.“ Framundan er útileikur á móti Aftureldingu. „Afturelding er skemmtilegt lið, sérstaklega á sínum heimavelli þar sem þeir eru á ná í úrslit. Lið sem spilar skemmtilegan fótbolta sem er gaman að horfa á, það var hörku leikur síðast og á ég á von á því aftur núna.“
Besta deild karla KA ÍBV Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Fótbolti Fleiri fréttir „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn