Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 10. ágúst 2025 21:04 Á Vance varaforseta að heyra er búið að ryðja helstu hindranir þriggja leiðtoga fundar úr vegi. AP J.D. Vance varaforseti Bandaríkjanna segir fund Selenskí Úkraínuforseta og Pútíns Rússlandsforseta í bígerð. Það sé spurning um hvenær en ekki hvort. Hann ræddi fyrirætlaðan fund Bandaríkja- og Rússlandsforseta í Alaska á föstudaginn í viðtali við Fox News í dag. Þar sagðist hann ekki telja það góða hugmynd að Selenskí og Pútín ræddu saman án aðkomu Trump en að áþreifanlegur árangur hafi þegar náðst í að koma fundi leiðtoganna þriggja á dagskrá. „Helsta hindrunin hefur verið að Vladímír Pútín sagði að hann myndi aldrei setjast niður með Zelensky, forseta Úkraínu, en forsetanum hefur nú tekist að fá hann til að breyta því,“ sagði Vance. Vinnan snúi nú aðallega að skipulagningu, frekar en sannfæringu. Þó að svo virðist sem friðarhorfur batni með hverjum deginum eru blikur á lofti. Íslensk stjórnvöld gáfu frá sér yfirlýsingu í dag saman með stjórnvöldum Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna þar sem framtaki Bandaríkjaforseta var fagnað en það jafnframt undirstrikað að ekki verði samið um frið án aðkomu Úkraínumanna. Yfirlýsingin var að fyrirmynd annarrar yfirlýsingar sem ráðamenn í Bretlandi, Frakklandi og Þýskalandi gáfu út. Í dag birti Selenskí Úkraínuforseti færslu á samfélagsmiðlum þar sem hann tíundaði svipuð sjónarmið. Ljóst er að miklar vonir eru bundnar við fundinn í Alaska en ekki síður áhyggjur. „Rússar gera allt til að draga ófriðinn á langinn, neitar að stöðva blóðsúthellingarnar þrátt fyrir yfirlýstan samningsfrest og reynir að semja sér betri stöðu á jörðu niðri fyrir framtíðarárásir,“ skrifaði Selenskí. Sjá einnig: Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump „Úkraína er reiðubúin að vinna jafnmarkvisst og unnt er með öllum samstarfsaðilum í þágu raunverulegs friðar. Öll mál sem varða Úkraínu verða að vera tekin fyrir með beinni þátttöku Úkraínu,“ skrifaði hann svo. Að óbreyttu mætast Trump og Pútín í Alaska föstudaginn næsta. Trump hefur ýjað að því að „einhver býtti á landsvæði“ yrðu líklega forsenda friðar en því hafnaði Selenskí. Úkraínumenn telja að friður án öryggistrygginga gerði ekkert nema gefa Rússum færi á að byggja upp hernaðargetu sína á nýjan leik til að gera árás úr enn hentugri stöðum við „nýju landamærin.“ Bandaríkin Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Vladimír Pútín Donald Trump Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fleiri fréttir Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Sjá meira
Hann ræddi fyrirætlaðan fund Bandaríkja- og Rússlandsforseta í Alaska á föstudaginn í viðtali við Fox News í dag. Þar sagðist hann ekki telja það góða hugmynd að Selenskí og Pútín ræddu saman án aðkomu Trump en að áþreifanlegur árangur hafi þegar náðst í að koma fundi leiðtoganna þriggja á dagskrá. „Helsta hindrunin hefur verið að Vladímír Pútín sagði að hann myndi aldrei setjast niður með Zelensky, forseta Úkraínu, en forsetanum hefur nú tekist að fá hann til að breyta því,“ sagði Vance. Vinnan snúi nú aðallega að skipulagningu, frekar en sannfæringu. Þó að svo virðist sem friðarhorfur batni með hverjum deginum eru blikur á lofti. Íslensk stjórnvöld gáfu frá sér yfirlýsingu í dag saman með stjórnvöldum Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna þar sem framtaki Bandaríkjaforseta var fagnað en það jafnframt undirstrikað að ekki verði samið um frið án aðkomu Úkraínumanna. Yfirlýsingin var að fyrirmynd annarrar yfirlýsingar sem ráðamenn í Bretlandi, Frakklandi og Þýskalandi gáfu út. Í dag birti Selenskí Úkraínuforseti færslu á samfélagsmiðlum þar sem hann tíundaði svipuð sjónarmið. Ljóst er að miklar vonir eru bundnar við fundinn í Alaska en ekki síður áhyggjur. „Rússar gera allt til að draga ófriðinn á langinn, neitar að stöðva blóðsúthellingarnar þrátt fyrir yfirlýstan samningsfrest og reynir að semja sér betri stöðu á jörðu niðri fyrir framtíðarárásir,“ skrifaði Selenskí. Sjá einnig: Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump „Úkraína er reiðubúin að vinna jafnmarkvisst og unnt er með öllum samstarfsaðilum í þágu raunverulegs friðar. Öll mál sem varða Úkraínu verða að vera tekin fyrir með beinni þátttöku Úkraínu,“ skrifaði hann svo. Að óbreyttu mætast Trump og Pútín í Alaska föstudaginn næsta. Trump hefur ýjað að því að „einhver býtti á landsvæði“ yrðu líklega forsenda friðar en því hafnaði Selenskí. Úkraínumenn telja að friður án öryggistrygginga gerði ekkert nema gefa Rússum færi á að byggja upp hernaðargetu sína á nýjan leik til að gera árás úr enn hentugri stöðum við „nýju landamærin.“
Bandaríkin Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Vladimír Pútín Donald Trump Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fleiri fréttir Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Sjá meira