Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Kjartan Kjartansson skrifar 11. ágúst 2025 09:12 Blaðamaður virðir fyrir sér leifar tjaldbúðanna þar sem Ísraelar myrtu hóp kollega hans í Gasaborg í gær. AP/Jehad Alshrafi Yfirmenn katörsku fréttastofunnar al-Jazeera og samtök um fjölmiðlafrelsi fordæma dráp Ísraelshers á blaðamönnum fjölmiðilsins á Gasa í gær. Fjöldi blaðamanna sem hefur fallið þar frá upphafi átakanna nálgast nú tvö hundruð. Tveir fréttaritarar al-Jazeera, fjórir aðrir blaðamenn og tveir aðrir féllu í loftárás Ísraelshers á tjaldbúðir við Shifa-sjúkrahúsið í Gasaborg þar sem mennirnir leituðu skjóls í gær. Ísraelar sögðust hafa gert árásina vegna þess að Anas al-Sharif, annar fréttaritaranna, væri liðsmaður Hamas-samtakanna. Al-Jazeera fordæmdi drápin sem fréttastofan lýsti sem „markvissum morðum“ og árás á frelsi fjölmiðla. „Skipunin um að myrða Anas al-Sharif, einn af hugrökkustu blaðamönnunum á Gasa, er örvæntingarfull tilraun til þess að þagga niður í röddum sem afhjúpa yfirvofandi eignanám og hernám Gasa,“ segir í yfirlýsingu fjölmiðilsins. Al Jazeera Media Network condemns the targeted assassination of its correspondents Anas Al Sharif and Mohammeel Qraiqea, along with photographers Ibrahim Al Thaher, and Mohamed Nofal, by Israeli forces. #JournalismIsNotACrime[image or embed]— Al Jazeera English (@aljazeera.com) August 11, 2025 at 5:52 AM „Sannanir“ fyrir hryðjuverkastarfsemi sagðar ósannfærandi Ísraelar hafa haldið því fram undanfarið ár að al-Sharif hafi stýrt sellu Hamas-samtakanna en því höfðu al-Jazeera og blaðamaðurinn sjálfur staðfastlega hafnað, að sögn AP-fréttastofunnar. Jeremy Bowen, ritstjóri erlendra frétta hjá breska ríkisútvarpinu, segist hafa séð meintar sannanir Ísraela fyrir ásökunum sínum á hendur al-Sharif. „Þau eru ekki sannfærandi“ segir Bowen. Bandarísku samtökin Nefnd um vernd blaðamanna (CPJ) lýstu því yfir fyrir nokkrum vikum að Ísraelsmenn hefðu höfðað rógsherferð gegn al-Sharif. „Sú hegðun Ísraels að kalla blaðamenn vígamenn án þess að leggja fram trúverðugar sannanir vekur upp alvarlegar spurningar um tilætlanir þess og virðingu fyrir frelsi fjölmiðla,“ sagði Sara Qudah, svæðisstjórnandi samtakanna. Banna erlendum blaðamönnum að ferðast til Gasa Ísraelsk stjórnvöld hleypa fréttamönnum ekki inn á Gasaströndina. Þau bera fyrir sig að svæðið sé of hættulegt og að blaðamennirnir væru ógn við öryggi ísraelskra hermanna. Af þessum sökum hafa erlendir fjölmiðlar eins og BBC og aðrir þurft að reiða sig á fréttaritara á Gasa eins og al-Sharif. Blaðamannasamtökunum CPJ telst til að í það minnsta 186 blaðamenn hafi nú fallið á Gasa frá því að hernaður Ísraela hófst fyrir að verða tveimur árum. Átökunum hefur verið lýst sem þeim blóðugustu fyrir fjölmiðlamenn á síðari árum. Sameinuðu þjóðirnar hafa sagt að vaxandi vísbendingar séu um að Ísraelsher drepi blaðamenn á Gasa á grundvelli órökstuddra ásakana um að þeir tilheyri Hamas. „Annars vegar neita Ísraelar að hleypa erlendum blaðamönnum inn á Gasa og hins vegar rægja þeir vægðarlaust, ógna, hindra og drepa þá fáu blaðamenn sem eru þar eftir sem einu augu heimsbyggðarinnar á þjóðarmorðinu sem heldur áfram,“ sagði Irene Khan, sérstakur sendifulltrúi SÞ um tjáningarfrelsi. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Fjölmiðlar Tjáningarfrelsi Mest lesið Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira
Tveir fréttaritarar al-Jazeera, fjórir aðrir blaðamenn og tveir aðrir féllu í loftárás Ísraelshers á tjaldbúðir við Shifa-sjúkrahúsið í Gasaborg þar sem mennirnir leituðu skjóls í gær. Ísraelar sögðust hafa gert árásina vegna þess að Anas al-Sharif, annar fréttaritaranna, væri liðsmaður Hamas-samtakanna. Al-Jazeera fordæmdi drápin sem fréttastofan lýsti sem „markvissum morðum“ og árás á frelsi fjölmiðla. „Skipunin um að myrða Anas al-Sharif, einn af hugrökkustu blaðamönnunum á Gasa, er örvæntingarfull tilraun til þess að þagga niður í röddum sem afhjúpa yfirvofandi eignanám og hernám Gasa,“ segir í yfirlýsingu fjölmiðilsins. Al Jazeera Media Network condemns the targeted assassination of its correspondents Anas Al Sharif and Mohammeel Qraiqea, along with photographers Ibrahim Al Thaher, and Mohamed Nofal, by Israeli forces. #JournalismIsNotACrime[image or embed]— Al Jazeera English (@aljazeera.com) August 11, 2025 at 5:52 AM „Sannanir“ fyrir hryðjuverkastarfsemi sagðar ósannfærandi Ísraelar hafa haldið því fram undanfarið ár að al-Sharif hafi stýrt sellu Hamas-samtakanna en því höfðu al-Jazeera og blaðamaðurinn sjálfur staðfastlega hafnað, að sögn AP-fréttastofunnar. Jeremy Bowen, ritstjóri erlendra frétta hjá breska ríkisútvarpinu, segist hafa séð meintar sannanir Ísraela fyrir ásökunum sínum á hendur al-Sharif. „Þau eru ekki sannfærandi“ segir Bowen. Bandarísku samtökin Nefnd um vernd blaðamanna (CPJ) lýstu því yfir fyrir nokkrum vikum að Ísraelsmenn hefðu höfðað rógsherferð gegn al-Sharif. „Sú hegðun Ísraels að kalla blaðamenn vígamenn án þess að leggja fram trúverðugar sannanir vekur upp alvarlegar spurningar um tilætlanir þess og virðingu fyrir frelsi fjölmiðla,“ sagði Sara Qudah, svæðisstjórnandi samtakanna. Banna erlendum blaðamönnum að ferðast til Gasa Ísraelsk stjórnvöld hleypa fréttamönnum ekki inn á Gasaströndina. Þau bera fyrir sig að svæðið sé of hættulegt og að blaðamennirnir væru ógn við öryggi ísraelskra hermanna. Af þessum sökum hafa erlendir fjölmiðlar eins og BBC og aðrir þurft að reiða sig á fréttaritara á Gasa eins og al-Sharif. Blaðamannasamtökunum CPJ telst til að í það minnsta 186 blaðamenn hafi nú fallið á Gasa frá því að hernaður Ísraela hófst fyrir að verða tveimur árum. Átökunum hefur verið lýst sem þeim blóðugustu fyrir fjölmiðlamenn á síðari árum. Sameinuðu þjóðirnar hafa sagt að vaxandi vísbendingar séu um að Ísraelsher drepi blaðamenn á Gasa á grundvelli órökstuddra ásakana um að þeir tilheyri Hamas. „Annars vegar neita Ísraelar að hleypa erlendum blaðamönnum inn á Gasa og hins vegar rægja þeir vægðarlaust, ógna, hindra og drepa þá fáu blaðamenn sem eru þar eftir sem einu augu heimsbyggðarinnar á þjóðarmorðinu sem heldur áfram,“ sagði Irene Khan, sérstakur sendifulltrúi SÞ um tjáningarfrelsi.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Fjölmiðlar Tjáningarfrelsi Mest lesið Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira