Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Kjartan Kjartansson skrifar 11. ágúst 2025 09:12 Blaðamaður virðir fyrir sér leifar tjaldbúðanna þar sem Ísraelar myrtu hóp kollega hans í Gasaborg í gær. AP/Jehad Alshrafi Yfirmenn katörsku fréttastofunnar al-Jazeera og samtök um fjölmiðlafrelsi fordæma dráp Ísraelshers á blaðamönnum fjölmiðilsins á Gasa í gær. Fjöldi blaðamanna sem hefur fallið þar frá upphafi átakanna nálgast nú tvö hundruð. Tveir fréttaritarar al-Jazeera, fjórir aðrir blaðamenn og tveir aðrir féllu í loftárás Ísraelshers á tjaldbúðir við Shifa-sjúkrahúsið í Gasaborg þar sem mennirnir leituðu skjóls í gær. Ísraelar sögðust hafa gert árásina vegna þess að Anas al-Sharif, annar fréttaritaranna, væri liðsmaður Hamas-samtakanna. Al-Jazeera fordæmdi drápin sem fréttastofan lýsti sem „markvissum morðum“ og árás á frelsi fjölmiðla. „Skipunin um að myrða Anas al-Sharif, einn af hugrökkustu blaðamönnunum á Gasa, er örvæntingarfull tilraun til þess að þagga niður í röddum sem afhjúpa yfirvofandi eignanám og hernám Gasa,“ segir í yfirlýsingu fjölmiðilsins. Al Jazeera Media Network condemns the targeted assassination of its correspondents Anas Al Sharif and Mohammeel Qraiqea, along with photographers Ibrahim Al Thaher, and Mohamed Nofal, by Israeli forces. #JournalismIsNotACrime[image or embed]— Al Jazeera English (@aljazeera.com) August 11, 2025 at 5:52 AM „Sannanir“ fyrir hryðjuverkastarfsemi sagðar ósannfærandi Ísraelar hafa haldið því fram undanfarið ár að al-Sharif hafi stýrt sellu Hamas-samtakanna en því höfðu al-Jazeera og blaðamaðurinn sjálfur staðfastlega hafnað, að sögn AP-fréttastofunnar. Jeremy Bowen, ritstjóri erlendra frétta hjá breska ríkisútvarpinu, segist hafa séð meintar sannanir Ísraela fyrir ásökunum sínum á hendur al-Sharif. „Þau eru ekki sannfærandi“ segir Bowen. Bandarísku samtökin Nefnd um vernd blaðamanna (CPJ) lýstu því yfir fyrir nokkrum vikum að Ísraelsmenn hefðu höfðað rógsherferð gegn al-Sharif. „Sú hegðun Ísraels að kalla blaðamenn vígamenn án þess að leggja fram trúverðugar sannanir vekur upp alvarlegar spurningar um tilætlanir þess og virðingu fyrir frelsi fjölmiðla,“ sagði Sara Qudah, svæðisstjórnandi samtakanna. Banna erlendum blaðamönnum að ferðast til Gasa Ísraelsk stjórnvöld hleypa fréttamönnum ekki inn á Gasaströndina. Þau bera fyrir sig að svæðið sé of hættulegt og að blaðamennirnir væru ógn við öryggi ísraelskra hermanna. Af þessum sökum hafa erlendir fjölmiðlar eins og BBC og aðrir þurft að reiða sig á fréttaritara á Gasa eins og al-Sharif. Blaðamannasamtökunum CPJ telst til að í það minnsta 186 blaðamenn hafi nú fallið á Gasa frá því að hernaður Ísraela hófst fyrir að verða tveimur árum. Átökunum hefur verið lýst sem þeim blóðugustu fyrir fjölmiðlamenn á síðari árum. Sameinuðu þjóðirnar hafa sagt að vaxandi vísbendingar séu um að Ísraelsher drepi blaðamenn á Gasa á grundvelli órökstuddra ásakana um að þeir tilheyri Hamas. „Annars vegar neita Ísraelar að hleypa erlendum blaðamönnum inn á Gasa og hins vegar rægja þeir vægðarlaust, ógna, hindra og drepa þá fáu blaðamenn sem eru þar eftir sem einu augu heimsbyggðarinnar á þjóðarmorðinu sem heldur áfram,“ sagði Irene Khan, sérstakur sendifulltrúi SÞ um tjáningarfrelsi. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Fjölmiðlar Tjáningarfrelsi Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Innlent Fleiri fréttir Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Sjá meira
Tveir fréttaritarar al-Jazeera, fjórir aðrir blaðamenn og tveir aðrir féllu í loftárás Ísraelshers á tjaldbúðir við Shifa-sjúkrahúsið í Gasaborg þar sem mennirnir leituðu skjóls í gær. Ísraelar sögðust hafa gert árásina vegna þess að Anas al-Sharif, annar fréttaritaranna, væri liðsmaður Hamas-samtakanna. Al-Jazeera fordæmdi drápin sem fréttastofan lýsti sem „markvissum morðum“ og árás á frelsi fjölmiðla. „Skipunin um að myrða Anas al-Sharif, einn af hugrökkustu blaðamönnunum á Gasa, er örvæntingarfull tilraun til þess að þagga niður í röddum sem afhjúpa yfirvofandi eignanám og hernám Gasa,“ segir í yfirlýsingu fjölmiðilsins. Al Jazeera Media Network condemns the targeted assassination of its correspondents Anas Al Sharif and Mohammeel Qraiqea, along with photographers Ibrahim Al Thaher, and Mohamed Nofal, by Israeli forces. #JournalismIsNotACrime[image or embed]— Al Jazeera English (@aljazeera.com) August 11, 2025 at 5:52 AM „Sannanir“ fyrir hryðjuverkastarfsemi sagðar ósannfærandi Ísraelar hafa haldið því fram undanfarið ár að al-Sharif hafi stýrt sellu Hamas-samtakanna en því höfðu al-Jazeera og blaðamaðurinn sjálfur staðfastlega hafnað, að sögn AP-fréttastofunnar. Jeremy Bowen, ritstjóri erlendra frétta hjá breska ríkisútvarpinu, segist hafa séð meintar sannanir Ísraela fyrir ásökunum sínum á hendur al-Sharif. „Þau eru ekki sannfærandi“ segir Bowen. Bandarísku samtökin Nefnd um vernd blaðamanna (CPJ) lýstu því yfir fyrir nokkrum vikum að Ísraelsmenn hefðu höfðað rógsherferð gegn al-Sharif. „Sú hegðun Ísraels að kalla blaðamenn vígamenn án þess að leggja fram trúverðugar sannanir vekur upp alvarlegar spurningar um tilætlanir þess og virðingu fyrir frelsi fjölmiðla,“ sagði Sara Qudah, svæðisstjórnandi samtakanna. Banna erlendum blaðamönnum að ferðast til Gasa Ísraelsk stjórnvöld hleypa fréttamönnum ekki inn á Gasaströndina. Þau bera fyrir sig að svæðið sé of hættulegt og að blaðamennirnir væru ógn við öryggi ísraelskra hermanna. Af þessum sökum hafa erlendir fjölmiðlar eins og BBC og aðrir þurft að reiða sig á fréttaritara á Gasa eins og al-Sharif. Blaðamannasamtökunum CPJ telst til að í það minnsta 186 blaðamenn hafi nú fallið á Gasa frá því að hernaður Ísraela hófst fyrir að verða tveimur árum. Átökunum hefur verið lýst sem þeim blóðugustu fyrir fjölmiðlamenn á síðari árum. Sameinuðu þjóðirnar hafa sagt að vaxandi vísbendingar séu um að Ísraelsher drepi blaðamenn á Gasa á grundvelli órökstuddra ásakana um að þeir tilheyri Hamas. „Annars vegar neita Ísraelar að hleypa erlendum blaðamönnum inn á Gasa og hins vegar rægja þeir vægðarlaust, ógna, hindra og drepa þá fáu blaðamenn sem eru þar eftir sem einu augu heimsbyggðarinnar á þjóðarmorðinu sem heldur áfram,“ sagði Irene Khan, sérstakur sendifulltrúi SÞ um tjáningarfrelsi.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Fjölmiðlar Tjáningarfrelsi Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Innlent Fleiri fréttir Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Sjá meira