Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. ágúst 2025 10:14 Siv Friðleifsdóttir skilur ekkert í því af hverju það hefur tekið lögregluna fimm ár að rannsaka vefverslanir með áfengi sem enn er ólokið. Vísir Fyrrverandi heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra segir sæta furðu að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafi ekki enn lokið rannsókn á fólki sem selur áfengi á netinu í trássi við lög. Áfengissala á Íslandi þurfi að vera á samfélagslegum forsendum. Rannsókn lögreglu á tveimur netverslunum með áfengi liggja á borði ákærusviðs lögreglu. Málin hafa verið til rannsóknar í fimm ár. Sviðsstjóri ákærusviðs sagði í júní að niðurstöðu í málunum væri að vænta á næstunni. Siv Friðleifsdóttir var heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra fyrir hönd Framsóknarflokksins í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum árin 2006 til 2007. Í aðsendri grein á Vísi þakkar hún ÁTVR fyrir að sinna skildum sínum sem felist meðal annars um að takmarka og stýra aðgengi að áfengi og tóbaki. Þá sérstaklega að vernda ungt fólk fyrir neyslu. „Fyrst áfengi er ekki bönnuð vara og einhver þarf að sjá um söluna, er gott að það er gert undir hatti ÁTVR því þið seljið á þann hátt að lýðheilsa er vernduð sem mest og samfélagsleg ábyrgð höfð að leiðarljósi,“ segir Siv. Þótt sumir segi að það sé þægilegt að kaupa áfengi með steikinni í matvöruverslun telji hún ekki eftir sér að ganga nokkur aukaskref til að kaupa hjá ÁTVR. „Því ég veit að rannsóknir og gagnreynd þekking sýnir að einkasala ríkis á áfengi, eins og viðhöfð er á öllum Norðurlöndum nema Danmörku, er til þess fallin að vernda velferð ungmenna og lýðheilsu allra. Að mínu mati er eitt mikilvægasta markmið samfélags okkar að vernda velferð barna og ungmenna og bæta forvarnir og lýðheilsu fyrir alla.“ Netsalar maki krókinn en samfélagið skaðann Siv telur afleitt að markaðsvæða áfengissöluna með tilheyrandi auglýsingamennsku. „Svo netsalar geti selt sem mest og makað krókinn með áfengissölu upp á milljarða króna. Ekki bera netsalar samfélagsskaðann af neyslunni heldur samfélagið.“ Vísar hún til þess að eigandi Santé, netverslunar með áfengi, hafi búist við veltu upp á tvo milljarða í fyrra. Verslunin er önnur þeirra sem sætt hefur rannsókn lögreglu í fimm ár. „Jú, þessi umdeilda sala er til rannsóknar og er breiðfylking forvarnarsamtaka sammála kæru ÁTVR um að hún sé ólögleg. Enn er beðið niðurstöðu lögreglu í málinu þótt sala þessi hafi verið kærð til lögreglu þann 16. júní 2020 fyrir rúmlega fimm árum. Slíkur dráttur á niðurstöðu er undrunarefni,“ segir Siv. „Ég hef ekki áhuga á að borga hærri skaðaskatta til að dekka þann samfélaglega kostnað sem fylgir því að netsalarnir velti sér upp úr peningum fengnum með áfengissölu þvert á lýðheilsustefnu stjórnvalda. Ekki trúi ég, fyrr en tek á, að stjórnvöld sem tala um hagræðingu ætli að opna fyrir slíkan útgjaldakrana. Krana upp á milljarða króna árlega.“ Auglýsingum yrði beint að fullorðnum og ungmennum Siv veltir fyrir sér áhrifum þess að leggja niður ÁTVR og heimila sölu áfengis í matvöruverslunum. Eitthvað sem þingmenn Sjálfstæðisflokks og Miðflokks hafa talað fyrir undanfarin ár. „Allra veigamesta afleiðingin er stóraukinn samfélagskostnaður, sem fyrr segir. Aukin sjúkdómabyrði, meiri örorka, fleiri slys, meiri þungi í barnavernd, aukin verkefni lögreglu og svo framvegis. Velferð barna og lýðheilsa allra er undir. Þá færu umfangsmiklar áfengisauglýsingar í gang þar sem áfengi og tilboðspakkar væru auglýstir. Áfengi yrði otað að fólki, ungum sem öldnum.“ Það væri afleitt því áfengi sé ekki hver önnur verslunarvara. „Auglýsingum yrði beint að fullorðnum og ungmennum. Slíkt sjáum við nú þegar og stjórnvöld bregðast ekki við. Önnur áhrif, sem skipta líka máli fyrir hóp fólks, eru að vöruúrval myndi minnka mjög mikið. Þetta vita allir sem hafa keypt sér áfengi í matvöruverslunum á Spáni, í Danmörku og víðar. Örfáar tegundir yrðu seldar, einungis þær sem tryggðu matvörubúðinni mestan gróða.“ Siv bætir við að óumflýjanlega myndu störf á landsbyggðinni tapast. Málið á hraða snigilsins Siv vísar til skýrslu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar í febrúar síðastliðnum þar sem norræn stjórnvöld eru hvött til að forgangsraða í þágu heilsu og standa gegn ásókn í átt að einkavæðingu í áfengissölu. Stofnunin snertir einnig á rannsókn lögreglu á netsölu áfengis á Norðurlöndum. Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, sagði í viðtali í Morgunblaðinu í síðustu viku að málshraði í málum er snertu ungmenni hefði verið aukinn um fimm hundruð prósent. Áhersla væri á svokallaða snemmtæka íhlutun og að ný fjárveiting Alþingis hefði orðið til þess að unnt hefði verið að fjölga stöðugildum rannsóknarlögreglumanna og eins þeirra sem fara með ákæruvald í málum sem lögregla annast saksókn í. „Með allri virðingu þá hlýtur maður að spyrja, af hverju hefur þá embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu ekki klárað kæruna á hendur netsölum áfengis í ríflega fimm ár? Málið er á hraða snigils. Um er að ræða mál sem skiptir ungmenni og samfélagið allt mjög miklu máli. Meðan lögreglan heldur málinu hjá sér hefur netsalan frítt spil og grefur um sig. Staða þessi er til vansa. Samkvæmt lögum á lögreglan að hraða málsmeðferð í kærumáli eins og unnt er. Nú verður lögreglan að klára verkið. Vonandi sigrar lýðheilsan og vernd ungmenna að lokum þannig að áfram verði unnt að reka áfengissölu á Íslandi á samfélagslegum forsendum.“ Lögreglumál Netverslun með áfengi Áfengi Barnavernd Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Fleiri fréttir Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Sjá meira
Rannsókn lögreglu á tveimur netverslunum með áfengi liggja á borði ákærusviðs lögreglu. Málin hafa verið til rannsóknar í fimm ár. Sviðsstjóri ákærusviðs sagði í júní að niðurstöðu í málunum væri að vænta á næstunni. Siv Friðleifsdóttir var heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra fyrir hönd Framsóknarflokksins í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum árin 2006 til 2007. Í aðsendri grein á Vísi þakkar hún ÁTVR fyrir að sinna skildum sínum sem felist meðal annars um að takmarka og stýra aðgengi að áfengi og tóbaki. Þá sérstaklega að vernda ungt fólk fyrir neyslu. „Fyrst áfengi er ekki bönnuð vara og einhver þarf að sjá um söluna, er gott að það er gert undir hatti ÁTVR því þið seljið á þann hátt að lýðheilsa er vernduð sem mest og samfélagsleg ábyrgð höfð að leiðarljósi,“ segir Siv. Þótt sumir segi að það sé þægilegt að kaupa áfengi með steikinni í matvöruverslun telji hún ekki eftir sér að ganga nokkur aukaskref til að kaupa hjá ÁTVR. „Því ég veit að rannsóknir og gagnreynd þekking sýnir að einkasala ríkis á áfengi, eins og viðhöfð er á öllum Norðurlöndum nema Danmörku, er til þess fallin að vernda velferð ungmenna og lýðheilsu allra. Að mínu mati er eitt mikilvægasta markmið samfélags okkar að vernda velferð barna og ungmenna og bæta forvarnir og lýðheilsu fyrir alla.“ Netsalar maki krókinn en samfélagið skaðann Siv telur afleitt að markaðsvæða áfengissöluna með tilheyrandi auglýsingamennsku. „Svo netsalar geti selt sem mest og makað krókinn með áfengissölu upp á milljarða króna. Ekki bera netsalar samfélagsskaðann af neyslunni heldur samfélagið.“ Vísar hún til þess að eigandi Santé, netverslunar með áfengi, hafi búist við veltu upp á tvo milljarða í fyrra. Verslunin er önnur þeirra sem sætt hefur rannsókn lögreglu í fimm ár. „Jú, þessi umdeilda sala er til rannsóknar og er breiðfylking forvarnarsamtaka sammála kæru ÁTVR um að hún sé ólögleg. Enn er beðið niðurstöðu lögreglu í málinu þótt sala þessi hafi verið kærð til lögreglu þann 16. júní 2020 fyrir rúmlega fimm árum. Slíkur dráttur á niðurstöðu er undrunarefni,“ segir Siv. „Ég hef ekki áhuga á að borga hærri skaðaskatta til að dekka þann samfélaglega kostnað sem fylgir því að netsalarnir velti sér upp úr peningum fengnum með áfengissölu þvert á lýðheilsustefnu stjórnvalda. Ekki trúi ég, fyrr en tek á, að stjórnvöld sem tala um hagræðingu ætli að opna fyrir slíkan útgjaldakrana. Krana upp á milljarða króna árlega.“ Auglýsingum yrði beint að fullorðnum og ungmennum Siv veltir fyrir sér áhrifum þess að leggja niður ÁTVR og heimila sölu áfengis í matvöruverslunum. Eitthvað sem þingmenn Sjálfstæðisflokks og Miðflokks hafa talað fyrir undanfarin ár. „Allra veigamesta afleiðingin er stóraukinn samfélagskostnaður, sem fyrr segir. Aukin sjúkdómabyrði, meiri örorka, fleiri slys, meiri þungi í barnavernd, aukin verkefni lögreglu og svo framvegis. Velferð barna og lýðheilsa allra er undir. Þá færu umfangsmiklar áfengisauglýsingar í gang þar sem áfengi og tilboðspakkar væru auglýstir. Áfengi yrði otað að fólki, ungum sem öldnum.“ Það væri afleitt því áfengi sé ekki hver önnur verslunarvara. „Auglýsingum yrði beint að fullorðnum og ungmennum. Slíkt sjáum við nú þegar og stjórnvöld bregðast ekki við. Önnur áhrif, sem skipta líka máli fyrir hóp fólks, eru að vöruúrval myndi minnka mjög mikið. Þetta vita allir sem hafa keypt sér áfengi í matvöruverslunum á Spáni, í Danmörku og víðar. Örfáar tegundir yrðu seldar, einungis þær sem tryggðu matvörubúðinni mestan gróða.“ Siv bætir við að óumflýjanlega myndu störf á landsbyggðinni tapast. Málið á hraða snigilsins Siv vísar til skýrslu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar í febrúar síðastliðnum þar sem norræn stjórnvöld eru hvött til að forgangsraða í þágu heilsu og standa gegn ásókn í átt að einkavæðingu í áfengissölu. Stofnunin snertir einnig á rannsókn lögreglu á netsölu áfengis á Norðurlöndum. Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, sagði í viðtali í Morgunblaðinu í síðustu viku að málshraði í málum er snertu ungmenni hefði verið aukinn um fimm hundruð prósent. Áhersla væri á svokallaða snemmtæka íhlutun og að ný fjárveiting Alþingis hefði orðið til þess að unnt hefði verið að fjölga stöðugildum rannsóknarlögreglumanna og eins þeirra sem fara með ákæruvald í málum sem lögregla annast saksókn í. „Með allri virðingu þá hlýtur maður að spyrja, af hverju hefur þá embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu ekki klárað kæruna á hendur netsölum áfengis í ríflega fimm ár? Málið er á hraða snigils. Um er að ræða mál sem skiptir ungmenni og samfélagið allt mjög miklu máli. Meðan lögreglan heldur málinu hjá sér hefur netsalan frítt spil og grefur um sig. Staða þessi er til vansa. Samkvæmt lögum á lögreglan að hraða málsmeðferð í kærumáli eins og unnt er. Nú verður lögreglan að klára verkið. Vonandi sigrar lýðheilsan og vernd ungmenna að lokum þannig að áfram verði unnt að reka áfengissölu á Íslandi á samfélagslegum forsendum.“
Lögreglumál Netverslun með áfengi Áfengi Barnavernd Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Fleiri fréttir Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Sjá meira