Innlent

Engin byssa reyndist vera í bílnum

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Myndband af handtökunni er í dreifingu á samfélagsmiðlum.
Myndband af handtökunni er í dreifingu á samfélagsmiðlum. Vísir/Samsett

Lögregla naut aðstoðar sérsveitar ríkislögreglustjóra við að taka ökumann fastan vegna gruns um að hann væri með skotvopn í bílnum. Lögreglu barst tilkynning um að maðurinn æki um vopnaður og var stöðvaður í kjölfarið í Mjóddinni. Hann reyndist ekkert skotvopn hafa.

Myndbandi hefur verið dreift víða um internetið af aðgerð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og sérsveitarinnar í Mjódd. Á myndbandinu, sem sjá má hér að neðan, sést hvernig maðurinn krýpur með hendur fyrir ofan höfuð á miðri götunni á meðan lögreglumenn skýla sér á bak við bíl sinn. Atvikið átti sér stað á föstudaginn.

Klippa: Engin byssa reyndist vera í bílnum

Grunur hafði leikið á að téður maður æki um borgina með skotvopn í fórum sínum eftir að tilkynning þess efnis barst lögreglunni. Hún kallaði eftir aðstoð sérsveitarinnar sem kom vopnuð á vettvang. Maðurinn og bíllinn var fluttur á lögreglustöð þar sem leitað var í bílnum en ekkert skotvopn fannst við leitina.

Helena Rós Sturludóttir, upplýsingafulltrúi ríkislögreglustjóra, og Sigrún Kristín Jónasdóttir, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, staðfesta þetta í samtali við fréttastofu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×