Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Kjartan Kjartansson skrifar 11. ágúst 2025 14:43 Olíuflutningaskipið Eagle S við akkeri nærri Porvoo í Finnlandi eftir að skipið skemmdi sæstrengi í Eistrasalti síðasta vetur. AP/Jussi Nukari/Lehtikuva Finnsk yfirvöld hafa ákært skipstjóra flutningaskips og tvo næstráðendur hans vegna skemmda sem þeir ollu á sæstreng í Eystrasalti á milli Finnlands og Eistlands í fyrra. Skipið er sagt hluti af svonefndum skuggaflota Rússa og skemmdarverkum þeirra í Evrópu. Skipsstjórnendurnir eru sakaðir um að hafa skorið á fimm sæstrengi með því að draga akkeri skipsins eftir hafsbotninum um níutíu kílómetra leið. Þeir skemmdu þannig Estlink-2 rafsæstrenginn og fjarskiptastrengi sem þúsundir Evrópubúa reiða sig á, að sögn AP-fréttastofunnar. Olíuflutningaskipið Eagle S er skráð á Cook-eyjum. Það er sagt hafa látið úr höfn með farm af olíu í Ust-Luga í Rússlandi áður en það skar á strengina í Finnlandsflóa á jóladag. Finnsk yfirvöld og Evrópusambandið telja skipið hluta af skuggaflota Rússa sem þeir nota til þess að komast í kringum refsiaðgerðir vestrænna ríkja vegna stríðsins í Úkraínu. Þremenningarnir eru ákærðir fyrir eignaspjöll og truflanir á fjarskiptum. Með þeim hafi þeir valdið eigendum strengjanna tjóni sem sé metið á að minnsta kosti sextíu milljónir evra, jafnvirði um 8,6 milljarða íslenskra króna. Sakborningarnir eru sagðir neita sök og hafna því að Finnar hafi lögsögu yfir þeim því skemmdirnar hafi orðið utan landhelgi Finnlands. Estlink 2-sæstrengurinn getur annað um helmingi af raforkuþörf Eistlands yfir vetrarmánuðina. Skemmdirnar á honum ollu ekki rafmagnsleysi en raforkuverð hækkaði vegna þeirra. Rússar hafa ítrekað verið sakaðir um að valda skemmdum á sæstrengjum í Eystrasalti á undanförnum misserum. Þá hafa þeir truflað staðsetningartæki og fjarskipti við Finnland sem hefur haft áhrif á flugsamgöngur þar í landi. Rússland Finnland Skipaflutningar Fjarskipti Hernaður Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Erlent Fleiri fréttir Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Sjá meira
Skipsstjórnendurnir eru sakaðir um að hafa skorið á fimm sæstrengi með því að draga akkeri skipsins eftir hafsbotninum um níutíu kílómetra leið. Þeir skemmdu þannig Estlink-2 rafsæstrenginn og fjarskiptastrengi sem þúsundir Evrópubúa reiða sig á, að sögn AP-fréttastofunnar. Olíuflutningaskipið Eagle S er skráð á Cook-eyjum. Það er sagt hafa látið úr höfn með farm af olíu í Ust-Luga í Rússlandi áður en það skar á strengina í Finnlandsflóa á jóladag. Finnsk yfirvöld og Evrópusambandið telja skipið hluta af skuggaflota Rússa sem þeir nota til þess að komast í kringum refsiaðgerðir vestrænna ríkja vegna stríðsins í Úkraínu. Þremenningarnir eru ákærðir fyrir eignaspjöll og truflanir á fjarskiptum. Með þeim hafi þeir valdið eigendum strengjanna tjóni sem sé metið á að minnsta kosti sextíu milljónir evra, jafnvirði um 8,6 milljarða íslenskra króna. Sakborningarnir eru sagðir neita sök og hafna því að Finnar hafi lögsögu yfir þeim því skemmdirnar hafi orðið utan landhelgi Finnlands. Estlink 2-sæstrengurinn getur annað um helmingi af raforkuþörf Eistlands yfir vetrarmánuðina. Skemmdirnar á honum ollu ekki rafmagnsleysi en raforkuverð hækkaði vegna þeirra. Rússar hafa ítrekað verið sakaðir um að valda skemmdum á sæstrengjum í Eystrasalti á undanförnum misserum. Þá hafa þeir truflað staðsetningartæki og fjarskipti við Finnland sem hefur haft áhrif á flugsamgöngur þar í landi.
Rússland Finnland Skipaflutningar Fjarskipti Hernaður Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Erlent Fleiri fréttir Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Sjá meira