Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar 12. ágúst 2025 09:00 Nýverið hefur verið fjallað um þátttöku hestakonu í erlendri kappreið sem ber yfirskriftina The Mongol Derby og kynnt sem krefjandi ævintýri á hálfvilltum hestum. Kappreiðin fer fram í Mongólíu og gengur út á að keppendur fari eins hratt og hægt er 1.000 kílómetra á hestbaki. Keppnin er á vegum bresks fyrirtækis og er krefjandi fyrir keppendur, þeir geti lent í ýmsum hremmingum eins og að detta af baki, geti þjáðst af vökvaskorti og geti jafnvel slasast. En hvað með hestana sem eru notaðir í þessari keppni? Hvað þurfa þeir að ganga í gegnum í kappreið sem haldin er í landi með enga dýravelferðarlöggjöf? Lítið tamin hross fara 40 km leið Hver hestur er látinn fara um 40 km dagleið, í allt að 30 stiga hita, á stökki eða brokki en um er að ræða keppni í tíma. Mongólsku hestarnir eru yfirleitt lítið tamdir og eru því ekki vanir að bera knapa og hvað þá í svo langan tíma í krefjandi aðstæðum. Í sumum tilfellum berjast hestarnir á móti þegar knaparnir fara á bak þeim þar sem þeir eru lítið tamdir. Hestarnir eru þá þvingaðir til að bera knapana sem er mjög streituvaldandi og slík meðferð er ekki í samræmi við hestvæna nálgun. Álagið sem er sett á þessa hesta er því gríðarlega mikið bæði líkamlega og andlega og öllu ólíkt því sem gerist hér á landi í hestaferðum. Af myndum af dæma þá sést vel að hestarnir bera beislin illa og jafnvel séu notaðir horaðir hestar í keppninni. Velferð hrossanna virt að vettugi Það er dapurlegt að sjá að svona keppni fari fram árið 2025. Þetta er ekkert ævintýri fyrir mongólsku hrossin þar sem velferð þeirra er virt að vettugi. Keppni með lítið tamin og lítið þjálfuð hross gæti ekki verið haldin hér á landi eða í okkar nágrannalöndum og því er vert að velta því fyrir sér hvort hún sé haldin Mongólíu einmitt til að forðast dýraverndarlöggjöfina? Höfundur er stjórnarmaður í Dýraverndarsambandi Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hestar Dýr Mest lesið Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Sjá meira
Nýverið hefur verið fjallað um þátttöku hestakonu í erlendri kappreið sem ber yfirskriftina The Mongol Derby og kynnt sem krefjandi ævintýri á hálfvilltum hestum. Kappreiðin fer fram í Mongólíu og gengur út á að keppendur fari eins hratt og hægt er 1.000 kílómetra á hestbaki. Keppnin er á vegum bresks fyrirtækis og er krefjandi fyrir keppendur, þeir geti lent í ýmsum hremmingum eins og að detta af baki, geti þjáðst af vökvaskorti og geti jafnvel slasast. En hvað með hestana sem eru notaðir í þessari keppni? Hvað þurfa þeir að ganga í gegnum í kappreið sem haldin er í landi með enga dýravelferðarlöggjöf? Lítið tamin hross fara 40 km leið Hver hestur er látinn fara um 40 km dagleið, í allt að 30 stiga hita, á stökki eða brokki en um er að ræða keppni í tíma. Mongólsku hestarnir eru yfirleitt lítið tamdir og eru því ekki vanir að bera knapa og hvað þá í svo langan tíma í krefjandi aðstæðum. Í sumum tilfellum berjast hestarnir á móti þegar knaparnir fara á bak þeim þar sem þeir eru lítið tamdir. Hestarnir eru þá þvingaðir til að bera knapana sem er mjög streituvaldandi og slík meðferð er ekki í samræmi við hestvæna nálgun. Álagið sem er sett á þessa hesta er því gríðarlega mikið bæði líkamlega og andlega og öllu ólíkt því sem gerist hér á landi í hestaferðum. Af myndum af dæma þá sést vel að hestarnir bera beislin illa og jafnvel séu notaðir horaðir hestar í keppninni. Velferð hrossanna virt að vettugi Það er dapurlegt að sjá að svona keppni fari fram árið 2025. Þetta er ekkert ævintýri fyrir mongólsku hrossin þar sem velferð þeirra er virt að vettugi. Keppni með lítið tamin og lítið þjálfuð hross gæti ekki verið haldin hér á landi eða í okkar nágrannalöndum og því er vert að velta því fyrir sér hvort hún sé haldin Mongólíu einmitt til að forðast dýraverndarlöggjöfina? Höfundur er stjórnarmaður í Dýraverndarsambandi Íslands.
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar