„Einhver vildi losna við mig“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. ágúst 2025 09:02 Gianluigi Donnarumma fagnar með stuðningsmönnum Paris Saint Germain með Meistaradeildarbikarinn. EPA/FRANCK FIFE Gianluigi Donnarumma hefur spilað sinn síðasta leik fyrir Paris Saint Germain en hann sendi stuðningsmönnum félagsins kveðju þar sem hann ásakar franska félagið um að ýta sér út. Ástæða brottfarar hans frá frönsku Evrópumeisturunum er ekki frammistaðan enda átti hann mikinn þátt í sigurgöngu Parísarfélagsins á árinu 2025 heldur er hún miklu frekar sú að Donnarumma vildi ekki framlengja samning sinn sem rennur út næsta sumar. Franski fjölmiðillinn L'Équipe segir síðan frá því að Donnarumma sé búinn að gera samkomulag við Manchester City. Gianluigi Donnarumma a échangé avec Pep Guardiola et possède un accord avec Manchester City➡️ https://t.co/AH7JxrMJWH pic.twitter.com/Qn8Ul9Csg3— L'Équipe (@lequipe) August 12, 2025 „Til hinna sérstöku stuðningsmanna PSG. Ég gaf allt mitt frá frá fyrsta deginum sem ég kom hingað, bæði inn á vellinum og utan hans, til að vinna mér sæti í liðinu og til að fá að verja mark Paris Saint-Germain,“ skrifaði Gianluigi Donnarumma sem er enn bara 26 ára gamall en hefur spilað fyrir PSG frá árinu 2021. „Því miður ákvað einhver að ég ætti ekki að vera lengur hluti af þessu liði og fá ekki lengur að hjálpa liðinu að ná árangri. Einhver vildi losna við mig. Ég er bæði vonsvikinn og dapur,“ skrifaði Donnarumma. „Ég vona að ég fái tækifæri til að horfa aftur í augun á stuðningsmönnunum á Parc des Princes og fái að kveðja eins og það ætti að vera,“ skrifaði Donnarumma. „Ef það gerist ekki þá vil ég láta ykkur vita að stuðningur ykkur og ástríða skipti mig miklu máli og ég mun aldrei gleyma því. Ég mun taka með mér þessar tilfinningar, þessar minningar, þessi mögnuðu kvöld og það hvernig þið létuð mér líða eins og ég væri heima hjá mér,“ skrifaði Donnarumma. „Það hefur verið mikill heiður fyrir mig að spila fyrir þetta félag og að búa í þessari borg. Takk fyrir París,“ skrifaði Donnarumma. pic.twitter.com/rtBlA6iQtK— GIANLUIGI DONNARUMMA (@donnarumma) August 12, 2025 Franski boltinn Enski boltinn Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Fótbolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Enski boltinn Fleiri fréttir Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Sjá meira
Ástæða brottfarar hans frá frönsku Evrópumeisturunum er ekki frammistaðan enda átti hann mikinn þátt í sigurgöngu Parísarfélagsins á árinu 2025 heldur er hún miklu frekar sú að Donnarumma vildi ekki framlengja samning sinn sem rennur út næsta sumar. Franski fjölmiðillinn L'Équipe segir síðan frá því að Donnarumma sé búinn að gera samkomulag við Manchester City. Gianluigi Donnarumma a échangé avec Pep Guardiola et possède un accord avec Manchester City➡️ https://t.co/AH7JxrMJWH pic.twitter.com/Qn8Ul9Csg3— L'Équipe (@lequipe) August 12, 2025 „Til hinna sérstöku stuðningsmanna PSG. Ég gaf allt mitt frá frá fyrsta deginum sem ég kom hingað, bæði inn á vellinum og utan hans, til að vinna mér sæti í liðinu og til að fá að verja mark Paris Saint-Germain,“ skrifaði Gianluigi Donnarumma sem er enn bara 26 ára gamall en hefur spilað fyrir PSG frá árinu 2021. „Því miður ákvað einhver að ég ætti ekki að vera lengur hluti af þessu liði og fá ekki lengur að hjálpa liðinu að ná árangri. Einhver vildi losna við mig. Ég er bæði vonsvikinn og dapur,“ skrifaði Donnarumma. „Ég vona að ég fái tækifæri til að horfa aftur í augun á stuðningsmönnunum á Parc des Princes og fái að kveðja eins og það ætti að vera,“ skrifaði Donnarumma. „Ef það gerist ekki þá vil ég láta ykkur vita að stuðningur ykkur og ástríða skipti mig miklu máli og ég mun aldrei gleyma því. Ég mun taka með mér þessar tilfinningar, þessar minningar, þessi mögnuðu kvöld og það hvernig þið létuð mér líða eins og ég væri heima hjá mér,“ skrifaði Donnarumma. „Það hefur verið mikill heiður fyrir mig að spila fyrir þetta félag og að búa í þessari borg. Takk fyrir París,“ skrifaði Donnarumma. pic.twitter.com/rtBlA6iQtK— GIANLUIGI DONNARUMMA (@donnarumma) August 12, 2025
Franski boltinn Enski boltinn Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Fótbolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Enski boltinn Fleiri fréttir Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Sjá meira