Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. ágúst 2025 15:40 Guðbjörg Norðfjörð var starfandi skólastjóri í Hraunvallaskóla í fyrra. Hafnarfjarðarbær Guðbjörg Norðfjörð Elísdóttir hefur verið ráðin skólastjóri Hamranesskóla sem reiknað er með að taki til starfa haustið 2026. Skólinn verður tólfti grunnskólinn í Hafnarfjarðarbæ, sá tíundi sem bærinn rekur en þar eru einnig sjálfstætt starfandi skólarnir Barnaskóli Hjallastefnunnar og Nú. Skólinn verður fyrir börn á aldrinum eins til sextán ára en fyrsti áfangi er í byggingu. „Ég er virkilega spennt að vinna með samfélaginu við að byggja upp þennan nýja skóla,“ segir Guðbjörg á vef Hafnarfjarðarbæjar en hún tekur til starfa 1. nóvember. Hún er menntaður kennari og hóf nýverið meistaranám í forystu og stjórnun. Hún hefur starfað lengur en 20 ár í grunnskóla sem kennari, deildarstjóri, aðstoðarskólastjóri og skólastjóri síðasta vetur í Hraunvallaskóla. Á vef bæjarins segir að skólinn verði byggður samkvæmt metnaðarfullri hugmyndafræði og bjóði uppá spennandi tækifæri til nýbreytni í skólastarfi. Í skólanum er gert ráð fyrir frístundaheimili og félagsmiðstöð ásamt útbúi frá Tónlistarskóla Hafnarfjarðar. Það er líka talað um að skólinn verði miðstöð hverfisins og að þar verði bókasafn fyrir hverfið. Teikning af Hamranesskóla sem nú er í byggingu. „Það er spennandi nálgun að vinna saman sem samfélag að mótun skólans,“ segir Guðbjörg. Mikilvægt sé að börn sinni íþrótta- og/eða tómstundanámi. Hún leggi mikið upp úr því. „Ég hef þann draum að allir nemendur taki þátt í íþrótta- og tómstundastarfi af einhverju tagi. Það er samfélagslega gott fyrir alla; fyrir nemendur, foreldra og alla sem búa í samfélaginu. Það er afar stórt tækifæri að fá að gera þetta frá byrjun,“ segir Guðbjörg. Hún er fyrrverandi landsliðskona í körfubolta og hefur auk þess starfað fyrir hreyfinguna bæði sem formaður og varaformaður Körfuknattleikssambandsins. Skólinn á að rúma 450 nemendur en reiknað er með því að taka inn nemendur í 1. til 4. bekk haustið 2026. Svo verði hann stækkaður smátt og smátt. Ístak byggir skólann sem verður 8800 fermetrar. Stefnt er að því að fyrsti áfangi verði tilbúinn sumarið 2026, annar áfanginn ári síðar og sá þriðji sumarið 2028. Samningsupphæðin er um 6 milljarðar króna. Skóla- og menntamál Vistaskipti Grunnskólar Hafnarfjörður Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Skólinn verður fyrir börn á aldrinum eins til sextán ára en fyrsti áfangi er í byggingu. „Ég er virkilega spennt að vinna með samfélaginu við að byggja upp þennan nýja skóla,“ segir Guðbjörg á vef Hafnarfjarðarbæjar en hún tekur til starfa 1. nóvember. Hún er menntaður kennari og hóf nýverið meistaranám í forystu og stjórnun. Hún hefur starfað lengur en 20 ár í grunnskóla sem kennari, deildarstjóri, aðstoðarskólastjóri og skólastjóri síðasta vetur í Hraunvallaskóla. Á vef bæjarins segir að skólinn verði byggður samkvæmt metnaðarfullri hugmyndafræði og bjóði uppá spennandi tækifæri til nýbreytni í skólastarfi. Í skólanum er gert ráð fyrir frístundaheimili og félagsmiðstöð ásamt útbúi frá Tónlistarskóla Hafnarfjarðar. Það er líka talað um að skólinn verði miðstöð hverfisins og að þar verði bókasafn fyrir hverfið. Teikning af Hamranesskóla sem nú er í byggingu. „Það er spennandi nálgun að vinna saman sem samfélag að mótun skólans,“ segir Guðbjörg. Mikilvægt sé að börn sinni íþrótta- og/eða tómstundanámi. Hún leggi mikið upp úr því. „Ég hef þann draum að allir nemendur taki þátt í íþrótta- og tómstundastarfi af einhverju tagi. Það er samfélagslega gott fyrir alla; fyrir nemendur, foreldra og alla sem búa í samfélaginu. Það er afar stórt tækifæri að fá að gera þetta frá byrjun,“ segir Guðbjörg. Hún er fyrrverandi landsliðskona í körfubolta og hefur auk þess starfað fyrir hreyfinguna bæði sem formaður og varaformaður Körfuknattleikssambandsins. Skólinn á að rúma 450 nemendur en reiknað er með því að taka inn nemendur í 1. til 4. bekk haustið 2026. Svo verði hann stækkaður smátt og smátt. Ístak byggir skólann sem verður 8800 fermetrar. Stefnt er að því að fyrsti áfangi verði tilbúinn sumarið 2026, annar áfanginn ári síðar og sá þriðji sumarið 2028. Samningsupphæðin er um 6 milljarðar króna.
Skóla- og menntamál Vistaskipti Grunnskólar Hafnarfjörður Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira