Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. ágúst 2025 08:31 Florian Wirtz í leik með Liverpool í fyrsta leik sínum á Anfield. Getty/Carl Recine Florian Wirtz er nýjasta stjarnan hjá Englandsmeisturum Liverpool sem keyptu hann í sumar fyrir metfé frá þýska félaginu Bayer Leverkusen. Saga Wirtz er samt svolítið mikið öðruvísi en annarra ungra leikmanna í dag. Wirtz, sem er 22 ára, hefur unnið markvisst að því að verða fótboltamaður alla tíð og þykir nú einn sá mesta spennandi í heiminum. Hann fékk mikinn stuðning frá fjölskyldu sinni en þurfti einnig að fara eftir mjög hörðum reglum í uppeldinu. NRK segir frá. Foreldrar hans héldu utan um öll peningamál hans, sáu til þess að hann fékk alls til alls og að fátt væri að trufla hann utan fótboltans. Hann fékk ekki að ganga í launin sín heldur fékk hann vissa vasapeninga á viku. Það er ljóst að margur ungur knattspyrnumaðurinn missir fótanna þegar peningarnir og freistingarnar fara að banka á dyrnar en fjölskylda Wirtz passaði upp á það að einbeitingin væru á hárréttum stað. The Telegraph sagði meðal annars frá því að Wirtz fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér þegar hann var lítill og að fjölskyldan notaði frekar reiðhjól en bíla til að ferðast á milli. Wirtz fjölskyldan fer svo sannarlega sínar eigin leiðir og foreldrarnir eru ennþá umboðsmenn hans í dag þrátt fyrir að samningar hans hafi hækkað umtalsvert með árunum. „Ég hafði enga aðra valkosti en að vera úti og æfa. Ég er líka ánægður með það,“ sagði Florian Wirtz við Bundesliga Magazine. Eldri systir hans Juliane Wirtz hefur einnig blómstrað sem fótboltakona en hún spilar með Leverkusen og hefur spilað leiki fyrir yngri landslið Þjóðverja. Florian Wirtz var yngsti markaskorarinn í Bundesligunni og er nú orðinn dýrasti þýski knattspyrnumaður sögunnar. Annað kvöld spilar hann síðan sinn fyrsta leik með Liverpool í ensku úrvalsdeildinni. Enski boltinn Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Körfubolti Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Dagskráin: Meistaradeild Evrópu og Körfuboltakvöld Sport Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Körfubolti Fleiri fréttir Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Mancini og Dyche á óskalista Forest Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Postecoglou rekinn Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Sjá meira
Wirtz, sem er 22 ára, hefur unnið markvisst að því að verða fótboltamaður alla tíð og þykir nú einn sá mesta spennandi í heiminum. Hann fékk mikinn stuðning frá fjölskyldu sinni en þurfti einnig að fara eftir mjög hörðum reglum í uppeldinu. NRK segir frá. Foreldrar hans héldu utan um öll peningamál hans, sáu til þess að hann fékk alls til alls og að fátt væri að trufla hann utan fótboltans. Hann fékk ekki að ganga í launin sín heldur fékk hann vissa vasapeninga á viku. Það er ljóst að margur ungur knattspyrnumaðurinn missir fótanna þegar peningarnir og freistingarnar fara að banka á dyrnar en fjölskylda Wirtz passaði upp á það að einbeitingin væru á hárréttum stað. The Telegraph sagði meðal annars frá því að Wirtz fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér þegar hann var lítill og að fjölskyldan notaði frekar reiðhjól en bíla til að ferðast á milli. Wirtz fjölskyldan fer svo sannarlega sínar eigin leiðir og foreldrarnir eru ennþá umboðsmenn hans í dag þrátt fyrir að samningar hans hafi hækkað umtalsvert með árunum. „Ég hafði enga aðra valkosti en að vera úti og æfa. Ég er líka ánægður með það,“ sagði Florian Wirtz við Bundesliga Magazine. Eldri systir hans Juliane Wirtz hefur einnig blómstrað sem fótboltakona en hún spilar með Leverkusen og hefur spilað leiki fyrir yngri landslið Þjóðverja. Florian Wirtz var yngsti markaskorarinn í Bundesligunni og er nú orðinn dýrasti þýski knattspyrnumaður sögunnar. Annað kvöld spilar hann síðan sinn fyrsta leik með Liverpool í ensku úrvalsdeildinni.
Enski boltinn Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Körfubolti Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Dagskráin: Meistaradeild Evrópu og Körfuboltakvöld Sport Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Körfubolti Fleiri fréttir Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Mancini og Dyche á óskalista Forest Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Postecoglou rekinn Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Sjá meira