Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar 15. ágúst 2025 08:00 Nú þurfa allir Íslendingar að huga að stóru máli. Aðrar Evrópuþjóðir hafa flestar gert það sama. Þetta mál snertir aðild Íslands að Evrópusambandinu. Förum yfir 12 atriði sem skipta okkur Íslendinga máli: 1. Vextir eru þrisvar sinnum lægri hjá ESB en á Íslandi. Vextir eru í raun ekkert annað en verð á peningum þannig að peningar á Íslandi eru með dýrustu peningum Evrópu. 2. Verðlag á Íslandi er það hæsta í Evrópu. Laun á Íslandi eru há í alþjóðasamanburði en samt eru að minnsta kosti 5 aðildarríki ESB sem hafa svipað há laun og Ísland en hafa þó ekki þetta háa verðlag. Um helmingur evruríkja hefur svipað lágt atvinnuleysi og Ísland. 3. Verðbólga er venjulega 2-3 hærri á Íslandi en í Evrópu. Afleiðingin er m.a. hin séríslenska verðtrygging sem er þungur klafi á nær öllum íslenskum heimilum. 4. Flest stærri fyrirtækja landsins, eða um 230 talsins, og þar á meðal eru sjávarútvegsrisarnir, hafa yfirgefið krónuna sem gjaldmiðil og nota nú þegar evru eða dollar. Almenningur og minni fyrirtæki sitja hins vegar uppi með krónuna með miklum tilkostnaði. 5. Samkvæmt reglum ESB fá eingöngu þjóðir með nýlega veiðireynslu að veiða fisk í lögsögu aðildarríkja. Eingöngu Íslendingar hafa veiðireynslu í íslenskri lögsögu og því sætu íslensk skip áfram ein að íslenskum miðum eftir aðild. Aðildarríki ráða sömuleiðis sjálf hvernig þau útdeila kvótanum sínum. ESB aðild er því engin ógn við sjávarútveginn. Sjávarútvegsfyrirtækin munu þó berjast af alefli gegn aðild en það eru sömu aðilarnir og börðust gegn veiðileyfagjaldi þar sem þjóðin átti að fá hlut í arði sameiginlegra auðlinda sinna. Og þetta eru einmitt sömu fyrirtækin sem hafa sjálf yfirgefið krónuna og tekið upp erlenda gjaldmiðla. 6. Aðild Íslands að ESB hefur engin áhrif á eignarhald og nýtingu orkuauðlinda. Þar sem Ísland hefur engan sæstreng til orkuflutnings, mun nýting á orkuauðlindum okkar ekki breytast við aðild. Það er okkur í sjálfsvald sett, hvort við viljum breyta því með lagningu sæstrengs. Það er alveg skýrt að það er engin skylda að leggja sæstreng við aðild. 7. Evrópuþingmenn raða sér í þingflokka eftir stjórnmálaskoðunum en ekki eftir þjóðernum. Íslenskir Evrópuþingmenn yrðu því í hópi stærri þingflokka sinna skoðanasystkina. Flestar ákvarðanir verða eftir sem áður teknar á Alþingi Íslendinga. 8. Með aðild yrðu öll viðskipti og netinnkaup Íslendinga án tolla og annarra gjalda milli Evrópuríkja. Vörusendingar færu óhindraðar yfir landamæri eins og um innanlandsviðskipti væri að ræða. 9. Framkvæmdastjórar ESB hafa staðfest að vegna EES-samningsins hafa Íslendingar nú þegar tekið um 75% af meginlöggjöf ESB, án þess að hafa nokkur áhrif á hana. Með aðild sæti Ísland við borðið og það skiptir máli. Reynsla smáríkja í ESB er góð. 10. Þegar talið berst að stærð og meintu bákni Evrópusambandsins er mikilvægt að hafa í huga að ef ESB væri stofnun á Íslandi væri hún með svipaðan starfsmannafjölda og Skógræktin. 11. Aðild tryggir betur öryggishagsmuni Íslendinga, þrátt fyrir NATO-aðild okkar. Alþjóðastjórnmál eru nú í mikilli óvissu og við, sem fámenn þjóð, eigum að þjappa okkur betur saman með nágranna- og vinaþjóðum okkar. 12. Danmörk, Írland, Frakkland, Svíþjóð, Holland, Belgía, Spánn og Lúxemborg eru allt fullvalda ríki með eigin fjárlög, eigin skattastefnu og sín eigin innlendu deilumál þrátt fyrir að vera aðilar að ESB. Aðild með evru tryggir lægri vexti, minni verðbólgu, lægra verðlag og afnám verðtryggingar. Slíkt væri svo sannarlega til mikilla hagsbóta fyrir þorra landsmanna og fyrirtækja þeirra. Höfundur er í stjórn Evrópuhreyfingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Evrópusambandið Ágúst Ólafur Ágústsson Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Baráttumaður fyrir friði – til minningar um Uri Avnery Einar Steinn Valgarðsson Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lesum í sporin! Steingrímur J. Sigfússon Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Nú þurfa allir Íslendingar að huga að stóru máli. Aðrar Evrópuþjóðir hafa flestar gert það sama. Þetta mál snertir aðild Íslands að Evrópusambandinu. Förum yfir 12 atriði sem skipta okkur Íslendinga máli: 1. Vextir eru þrisvar sinnum lægri hjá ESB en á Íslandi. Vextir eru í raun ekkert annað en verð á peningum þannig að peningar á Íslandi eru með dýrustu peningum Evrópu. 2. Verðlag á Íslandi er það hæsta í Evrópu. Laun á Íslandi eru há í alþjóðasamanburði en samt eru að minnsta kosti 5 aðildarríki ESB sem hafa svipað há laun og Ísland en hafa þó ekki þetta háa verðlag. Um helmingur evruríkja hefur svipað lágt atvinnuleysi og Ísland. 3. Verðbólga er venjulega 2-3 hærri á Íslandi en í Evrópu. Afleiðingin er m.a. hin séríslenska verðtrygging sem er þungur klafi á nær öllum íslenskum heimilum. 4. Flest stærri fyrirtækja landsins, eða um 230 talsins, og þar á meðal eru sjávarútvegsrisarnir, hafa yfirgefið krónuna sem gjaldmiðil og nota nú þegar evru eða dollar. Almenningur og minni fyrirtæki sitja hins vegar uppi með krónuna með miklum tilkostnaði. 5. Samkvæmt reglum ESB fá eingöngu þjóðir með nýlega veiðireynslu að veiða fisk í lögsögu aðildarríkja. Eingöngu Íslendingar hafa veiðireynslu í íslenskri lögsögu og því sætu íslensk skip áfram ein að íslenskum miðum eftir aðild. Aðildarríki ráða sömuleiðis sjálf hvernig þau útdeila kvótanum sínum. ESB aðild er því engin ógn við sjávarútveginn. Sjávarútvegsfyrirtækin munu þó berjast af alefli gegn aðild en það eru sömu aðilarnir og börðust gegn veiðileyfagjaldi þar sem þjóðin átti að fá hlut í arði sameiginlegra auðlinda sinna. Og þetta eru einmitt sömu fyrirtækin sem hafa sjálf yfirgefið krónuna og tekið upp erlenda gjaldmiðla. 6. Aðild Íslands að ESB hefur engin áhrif á eignarhald og nýtingu orkuauðlinda. Þar sem Ísland hefur engan sæstreng til orkuflutnings, mun nýting á orkuauðlindum okkar ekki breytast við aðild. Það er okkur í sjálfsvald sett, hvort við viljum breyta því með lagningu sæstrengs. Það er alveg skýrt að það er engin skylda að leggja sæstreng við aðild. 7. Evrópuþingmenn raða sér í þingflokka eftir stjórnmálaskoðunum en ekki eftir þjóðernum. Íslenskir Evrópuþingmenn yrðu því í hópi stærri þingflokka sinna skoðanasystkina. Flestar ákvarðanir verða eftir sem áður teknar á Alþingi Íslendinga. 8. Með aðild yrðu öll viðskipti og netinnkaup Íslendinga án tolla og annarra gjalda milli Evrópuríkja. Vörusendingar færu óhindraðar yfir landamæri eins og um innanlandsviðskipti væri að ræða. 9. Framkvæmdastjórar ESB hafa staðfest að vegna EES-samningsins hafa Íslendingar nú þegar tekið um 75% af meginlöggjöf ESB, án þess að hafa nokkur áhrif á hana. Með aðild sæti Ísland við borðið og það skiptir máli. Reynsla smáríkja í ESB er góð. 10. Þegar talið berst að stærð og meintu bákni Evrópusambandsins er mikilvægt að hafa í huga að ef ESB væri stofnun á Íslandi væri hún með svipaðan starfsmannafjölda og Skógræktin. 11. Aðild tryggir betur öryggishagsmuni Íslendinga, þrátt fyrir NATO-aðild okkar. Alþjóðastjórnmál eru nú í mikilli óvissu og við, sem fámenn þjóð, eigum að þjappa okkur betur saman með nágranna- og vinaþjóðum okkar. 12. Danmörk, Írland, Frakkland, Svíþjóð, Holland, Belgía, Spánn og Lúxemborg eru allt fullvalda ríki með eigin fjárlög, eigin skattastefnu og sín eigin innlendu deilumál þrátt fyrir að vera aðilar að ESB. Aðild með evru tryggir lægri vexti, minni verðbólgu, lægra verðlag og afnám verðtryggingar. Slíkt væri svo sannarlega til mikilla hagsbóta fyrir þorra landsmanna og fyrirtækja þeirra. Höfundur er í stjórn Evrópuhreyfingarinnar.
Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir Skoðun