Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Jón Þór Stefánsson skrifar 17. ágúst 2025 11:00 Atvik málsins eru sögð hafa átt sér stað á Akureyri. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur verið ákærður fyrir frelsissviptingu og rán sem hann á að hafa framið á Akureyri fyrir tveimur árum. Hann er grunaður um að bjóða manni að gista heima hjá sér, en meina honum síðan að fara og beita hann ofbeldi í því skyni að hafa af honum fé vegna fíkniefnaskuldar. Meint frelsissvipting mun hafa átt sér stað í byrjun mars 2023, á heimili meints árásarmanns á Akureyri. Ógnað með hníf, skærum og sprautunálum Í ákæru sem fréttastofa hefur undir höndum segir að árásarmaðurinn hafi boðið manninum, þeim sem varð fyrir árásinni, að gista. Maðurinn hafi komið á heimilið um tíuleytið umræddan morgun, en þá á árásarmaðurinn að hafa haldið því ítrekað fram að hann skuldaði óþekktum erlendum karlmönnum peninga sem hann yrði að greiða samstundis. Hann hafi því meinað manninum að fara út. Árásarmaðurinn er sagður hafa tekið af honum Iphone-snjallsíma, tvær MacBook-fartölvur, Playstation tölvu og tvær fjarstýringar í stíl. Hann er sagður hafa ógnað manninum með hníf, skærum og sprautunálum og skipað honum að greiða sér eina milljón króna. Bundinn með límbandi Í ákærunni segir að árásarmaðurinn hafi gefið hinum færi á að hringja í föður sinn í því skyni að afla fjármunina. Hann hafi verið neyddur til að segja föður sínum að hann sætti hótunum um ofbeldi af hendi erlendra manna myndi hann ekki greiða fíkniefnaskuldina undir eins. Honum var sagt að faðir hans yrði að leggja inn á hann peninga. Þar á eftir er árásarmaðurinn sagður hafa bundið hinn í stól og bundið fyrir munninn á honum með límbandið. Síðan hafi árásarmaðurinn slegið og sparkað í hann. Síðan hafi hann losað manninn úr stólnum og látið hann sitja á gólfinu þar sem hann hafi fengið vatn úr skál á gólfinu. Héraðsdómur Norðurlands-eystra mun dæma í málinu.Vísir/Vilhelm Að lokum hafi óþekktur erlendur maður komið inn í íbúðina til að innheimta umrædda skuld. Fram kemur að maðurinn hafi ekki komist úr íbúðinni fyrr en um klukkan sex um kvöldið. Þá hafði hann verið í íbúðinni í um átta klukkustundir. Grunaður um brot gegn valdstjórninni Meintur árásarmaður er einnig ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni. Hann er sagður hafa sagt við lögreglumann sem var við skyldustörf að hann vissi hvar hann ætti heima. Það atvik mun hafa átt sér stað nokkrum dögum síðar. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi norðurlands eystra. Lögreglumál Dómsmál Akureyri Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Sjá meira
Hann er grunaður um að bjóða manni að gista heima hjá sér, en meina honum síðan að fara og beita hann ofbeldi í því skyni að hafa af honum fé vegna fíkniefnaskuldar. Meint frelsissvipting mun hafa átt sér stað í byrjun mars 2023, á heimili meints árásarmanns á Akureyri. Ógnað með hníf, skærum og sprautunálum Í ákæru sem fréttastofa hefur undir höndum segir að árásarmaðurinn hafi boðið manninum, þeim sem varð fyrir árásinni, að gista. Maðurinn hafi komið á heimilið um tíuleytið umræddan morgun, en þá á árásarmaðurinn að hafa haldið því ítrekað fram að hann skuldaði óþekktum erlendum karlmönnum peninga sem hann yrði að greiða samstundis. Hann hafi því meinað manninum að fara út. Árásarmaðurinn er sagður hafa tekið af honum Iphone-snjallsíma, tvær MacBook-fartölvur, Playstation tölvu og tvær fjarstýringar í stíl. Hann er sagður hafa ógnað manninum með hníf, skærum og sprautunálum og skipað honum að greiða sér eina milljón króna. Bundinn með límbandi Í ákærunni segir að árásarmaðurinn hafi gefið hinum færi á að hringja í föður sinn í því skyni að afla fjármunina. Hann hafi verið neyddur til að segja föður sínum að hann sætti hótunum um ofbeldi af hendi erlendra manna myndi hann ekki greiða fíkniefnaskuldina undir eins. Honum var sagt að faðir hans yrði að leggja inn á hann peninga. Þar á eftir er árásarmaðurinn sagður hafa bundið hinn í stól og bundið fyrir munninn á honum með límbandið. Síðan hafi árásarmaðurinn slegið og sparkað í hann. Síðan hafi hann losað manninn úr stólnum og látið hann sitja á gólfinu þar sem hann hafi fengið vatn úr skál á gólfinu. Héraðsdómur Norðurlands-eystra mun dæma í málinu.Vísir/Vilhelm Að lokum hafi óþekktur erlendur maður komið inn í íbúðina til að innheimta umrædda skuld. Fram kemur að maðurinn hafi ekki komist úr íbúðinni fyrr en um klukkan sex um kvöldið. Þá hafði hann verið í íbúðinni í um átta klukkustundir. Grunaður um brot gegn valdstjórninni Meintur árásarmaður er einnig ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni. Hann er sagður hafa sagt við lögreglumann sem var við skyldustörf að hann vissi hvar hann ætti heima. Það atvik mun hafa átt sér stað nokkrum dögum síðar. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi norðurlands eystra.
Lögreglumál Dómsmál Akureyri Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Sjá meira