Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal og Sólveig Nikulásdóttir skrifa 15. ágúst 2025 18:01 Í síbreytilegu og oft krefjandi umhverfi ferðaþjónustunnar gegnir öryggismenning lykilhlutverki í að tryggja sem best velferð bæði starfsfólks og gesta. Til að öryggismenning verði lifandi hluti af starfsemi fyrirtækja þarf skýra og stöðuga forystu. Stjórnendur gegna lykilhlutverki með því að, sýna gott fordæmi í daglegum ákvörðunum og skapa menningu þar sem öryggi og velferð er ekki aukaatriði heldur hluti af kjarna starfseminnar. Þegar allt starfsfólk leggst á eitt og vinnur saman að því að koma sér og gestum sínum heilum heim alla daga, verður öryggismenning að sameiginlegu verkefni sem styrkir fyrirtækið innan frá. Öryggismenning felur í sér sameiginleg viðhorf, gildi og hegðun sem móta skilning, umræðu um og framkvæmd á öryggismálum innan fyrirtækja. Hún endurspeglar hversu djúpt öryggisvitund er rótgróin starfseminni – hvort sem um ræðir viðbrögð við óvæntum atvikum eða daglegar venjur. Sterk öryggismenning byggir á trausti, opnum samskiptum og virku samstarfi, þar sem allt starfsfólk ber ábyrgð og tekur virkan þátt í að skapa öruggt starfsumhverfi. Fyrirtæki í ferðaþjónustu sem rækta öryggismenningu uppskera margvíslegan og varanlegan ávinning. Þegar öryggi er samþætt menningu fyrirtækisins styrkist innri samstaða og ábyrgðartilfinning starfsfólks, sem leiðir til betri samvinnu og skilvirkari vinnubragða. Slík menning stuðlar að færri atvikum og slysum, sem hefur bein áhrif á rekstrarkostnað og dregur úr fjárhagslegri áhættu. Auk þess eykst starfsánægja þegar starfsfólk finnur að öryggi þess er virt og að þau geti tjáð sig um áhættur og umbætur án ótta við afleiðingar. Með því að byggja upp öryggismenningu sem grundvallarstoð í rekstrinum geta stjórnendur skapað stöðugleika og sjálfbærni í rekstri, sem skilar sér í auknum árangri til lengri tíma. En hvernig byggjum við upp öfluga öryggismenningu? Stjórnendur þurfa að leggja áherslu á fræðslu og þjálfun þar sem öryggisvitund er efld og viðbrögð við áhættu skýrð og æfð. Móta þarf starfsumhverfi þar sem ekki er refsað fyrir mistök heldur þau nýtt sem tækifæri til lærdóms og umbóta. Hæfnisetur ferðaþjónustunnar hefur tekið saman sex hagnýt ráð sem styðja stjórnendur í ferðaþjónustu í að efla öryggi sem órjúfanlegan hluta af daglegri starfsemi – sjá stuðningsefni inni á haefni.is/studningsefni/oryggismenningu. Á síðunni okkar er einnig yfirlit yfir fjölbreytt námskeið um öryggismál fyrir ferðaþjónustuna -https://haefni.is/nam-og-namskeid/fraedslugatt/. Öryggismenning verður ekki innleidd með einni stefnu eða verkferlum á blaði, hún þarf að þróast í gegnum stöðugt samtal, virka þátttöku og skuldbindingu allra innan fyrirtækisins alla daga, allt árið um kring. Fyrirtæki í ferðaþjónustu sem sýna forystu í öryggismálum og rækta menningu þar sem öryggi og velferð eru sameiginleg ábyrgð, eru betur í stakk búin til að takast á við óvæntar aðstæður, byggja upp traust og skapa sjálfbæran vöxt. Höfundar eru Ólína Laxdal og Sólveig Nikulásdóttir sérfræðingar hjá Hæfnisetri ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Öryggi á ferðamannastöðum Slysavarnir Ferðaþjónusta Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Í síbreytilegu og oft krefjandi umhverfi ferðaþjónustunnar gegnir öryggismenning lykilhlutverki í að tryggja sem best velferð bæði starfsfólks og gesta. Til að öryggismenning verði lifandi hluti af starfsemi fyrirtækja þarf skýra og stöðuga forystu. Stjórnendur gegna lykilhlutverki með því að, sýna gott fordæmi í daglegum ákvörðunum og skapa menningu þar sem öryggi og velferð er ekki aukaatriði heldur hluti af kjarna starfseminnar. Þegar allt starfsfólk leggst á eitt og vinnur saman að því að koma sér og gestum sínum heilum heim alla daga, verður öryggismenning að sameiginlegu verkefni sem styrkir fyrirtækið innan frá. Öryggismenning felur í sér sameiginleg viðhorf, gildi og hegðun sem móta skilning, umræðu um og framkvæmd á öryggismálum innan fyrirtækja. Hún endurspeglar hversu djúpt öryggisvitund er rótgróin starfseminni – hvort sem um ræðir viðbrögð við óvæntum atvikum eða daglegar venjur. Sterk öryggismenning byggir á trausti, opnum samskiptum og virku samstarfi, þar sem allt starfsfólk ber ábyrgð og tekur virkan þátt í að skapa öruggt starfsumhverfi. Fyrirtæki í ferðaþjónustu sem rækta öryggismenningu uppskera margvíslegan og varanlegan ávinning. Þegar öryggi er samþætt menningu fyrirtækisins styrkist innri samstaða og ábyrgðartilfinning starfsfólks, sem leiðir til betri samvinnu og skilvirkari vinnubragða. Slík menning stuðlar að færri atvikum og slysum, sem hefur bein áhrif á rekstrarkostnað og dregur úr fjárhagslegri áhættu. Auk þess eykst starfsánægja þegar starfsfólk finnur að öryggi þess er virt og að þau geti tjáð sig um áhættur og umbætur án ótta við afleiðingar. Með því að byggja upp öryggismenningu sem grundvallarstoð í rekstrinum geta stjórnendur skapað stöðugleika og sjálfbærni í rekstri, sem skilar sér í auknum árangri til lengri tíma. En hvernig byggjum við upp öfluga öryggismenningu? Stjórnendur þurfa að leggja áherslu á fræðslu og þjálfun þar sem öryggisvitund er efld og viðbrögð við áhættu skýrð og æfð. Móta þarf starfsumhverfi þar sem ekki er refsað fyrir mistök heldur þau nýtt sem tækifæri til lærdóms og umbóta. Hæfnisetur ferðaþjónustunnar hefur tekið saman sex hagnýt ráð sem styðja stjórnendur í ferðaþjónustu í að efla öryggi sem órjúfanlegan hluta af daglegri starfsemi – sjá stuðningsefni inni á haefni.is/studningsefni/oryggismenningu. Á síðunni okkar er einnig yfirlit yfir fjölbreytt námskeið um öryggismál fyrir ferðaþjónustuna -https://haefni.is/nam-og-namskeid/fraedslugatt/. Öryggismenning verður ekki innleidd með einni stefnu eða verkferlum á blaði, hún þarf að þróast í gegnum stöðugt samtal, virka þátttöku og skuldbindingu allra innan fyrirtækisins alla daga, allt árið um kring. Fyrirtæki í ferðaþjónustu sem sýna forystu í öryggismálum og rækta menningu þar sem öryggi og velferð eru sameiginleg ábyrgð, eru betur í stakk búin til að takast á við óvæntar aðstæður, byggja upp traust og skapa sjálfbæran vöxt. Höfundar eru Ólína Laxdal og Sólveig Nikulásdóttir sérfræðingar hjá Hæfnisetri ferðaþjónustunnar.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun