Aðlögunar krafist eftir U-beygju Valur Páll Eiríksson skrifar 17. ágúst 2025 09:00 Jökull Elísabetarson er þjálfari Stjörnumanna. vísir/Diego Nóg var að gera á skrifstofu Stjörnunnar í vikunni þar sem liðið fékk þrjá nýja leikmenn fyrir seinni hluta tímabilsins í Bestu deild karla. Þrír erlendir leikmenn sömdu við Stjörnuna, tveir frá Síerra Leóne, og einn Hollendingur. Fyrir leiktíðina var ekki einn einasti útlendingur á mála hjá Garðbæingum en nú eru þeir skyndilega orðnir fjórir, eftir að Steven Caulker varð spilandi aðstoðarþjálfari í júlí. Hann hafði einmitt mikið með skiptin að gera, enda tveir leikmannana sem spiluðu með honum fyrir landslið Síerra Leóne. En er þetta U-beygja í leikmannamálum Stjörnunnar? „Ef við skilgreinum hópinn út frá Íslendingum og útlendingum, þá er það klárlega þannig. Auðvitað er þetta aðeins öðruvísi en við höfum gert. En svo höfum við misst rosalegt magn af kreatívum leikmönnum úr hópnum og ekki sótt mikið inn í staðinn,“ segir Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar. „Þetta er auðvitað öðruvísi en spennandi líka. Aðeins út fyrir þægindarammann fyrir okkur alla, og gera öðruvísi hluti. Við þurfum að passa að ýta okkur út úr þægindarammanum, bæði hópurinn, ég og allir,“ bætir hann við. Caulker talaði fallega um félagið Annar tveggja leikmannana frá Sierra Leone er enn ekki kominn til landsins en væntanlegur innan tíðar. Kantmaðurinn Alpha Conteh er aftur á móti kominn á fullt í Garðabæ og eftir veru í Búlgaríu, Ísrael og síðast Aserbaídsjan er hann klár í nýtt ævintýri. Klippa: Síerraleónskur heimshornaflakkari í Garðabæinn Caulker hafi þá haft áhrif á ákvörðun hans að koma hingað. „Ég fékk símtal frá Stjörnunni, svo ég mætti. Fyrrum félagi minn var hérna fyrir, Steve, við spiluðum saman fyrir Síerra Leóne. Hann sagði mér mikið frá félaginu, hversu frábært félag þetta sé. Það fékk mig hingað,“ „Það er fallegt hér, og fallegt veður þó það sé kalt. Ég mun aðlagast þessu, það er eðlilegt. Ég vandist köldum vetrum í Búlgaríu og það mun gerast hér. Það tekur bara smá tíma,“ Hlýrra viðmót en veður Þá er Hollendingurinn Damil Dankerlui einnig nýr leikmaður Stjörnunnar sem er stór prófíll, á að baki yfir 150 leiki í Eredivisie, efstu deild Hollands. „Hvað fær mig hingað? Það er góð spurning sem margir spyrja mig. Af hverju ég komi til Íslands. Stundum þarf að gera hlutina öðruvísi. Fyrir mig er þetta spennandi ævintýri,“ „Ég hlakka til að spila, að sýna mig fyrir fólkinu og stuðningsmönnunum. Ég finn hlýjuna hér. Nema veðrið,“ segir Dankerlui að hlær eftir æfingu á heldur köldum föstudegi. Viðtöl við þá Alpha Conteh og Damil Dankerlui má sjá í heild í spilurunum að ofan. Áhugavert viðtal við Jökul má sjá í heild að neðan. Stjarnan Besta deild karla Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Fleiri fréttir Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Sjá meira
Þrír erlendir leikmenn sömdu við Stjörnuna, tveir frá Síerra Leóne, og einn Hollendingur. Fyrir leiktíðina var ekki einn einasti útlendingur á mála hjá Garðbæingum en nú eru þeir skyndilega orðnir fjórir, eftir að Steven Caulker varð spilandi aðstoðarþjálfari í júlí. Hann hafði einmitt mikið með skiptin að gera, enda tveir leikmannana sem spiluðu með honum fyrir landslið Síerra Leóne. En er þetta U-beygja í leikmannamálum Stjörnunnar? „Ef við skilgreinum hópinn út frá Íslendingum og útlendingum, þá er það klárlega þannig. Auðvitað er þetta aðeins öðruvísi en við höfum gert. En svo höfum við misst rosalegt magn af kreatívum leikmönnum úr hópnum og ekki sótt mikið inn í staðinn,“ segir Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar. „Þetta er auðvitað öðruvísi en spennandi líka. Aðeins út fyrir þægindarammann fyrir okkur alla, og gera öðruvísi hluti. Við þurfum að passa að ýta okkur út úr þægindarammanum, bæði hópurinn, ég og allir,“ bætir hann við. Caulker talaði fallega um félagið Annar tveggja leikmannana frá Sierra Leone er enn ekki kominn til landsins en væntanlegur innan tíðar. Kantmaðurinn Alpha Conteh er aftur á móti kominn á fullt í Garðabæ og eftir veru í Búlgaríu, Ísrael og síðast Aserbaídsjan er hann klár í nýtt ævintýri. Klippa: Síerraleónskur heimshornaflakkari í Garðabæinn Caulker hafi þá haft áhrif á ákvörðun hans að koma hingað. „Ég fékk símtal frá Stjörnunni, svo ég mætti. Fyrrum félagi minn var hérna fyrir, Steve, við spiluðum saman fyrir Síerra Leóne. Hann sagði mér mikið frá félaginu, hversu frábært félag þetta sé. Það fékk mig hingað,“ „Það er fallegt hér, og fallegt veður þó það sé kalt. Ég mun aðlagast þessu, það er eðlilegt. Ég vandist köldum vetrum í Búlgaríu og það mun gerast hér. Það tekur bara smá tíma,“ Hlýrra viðmót en veður Þá er Hollendingurinn Damil Dankerlui einnig nýr leikmaður Stjörnunnar sem er stór prófíll, á að baki yfir 150 leiki í Eredivisie, efstu deild Hollands. „Hvað fær mig hingað? Það er góð spurning sem margir spyrja mig. Af hverju ég komi til Íslands. Stundum þarf að gera hlutina öðruvísi. Fyrir mig er þetta spennandi ævintýri,“ „Ég hlakka til að spila, að sýna mig fyrir fólkinu og stuðningsmönnunum. Ég finn hlýjuna hér. Nema veðrið,“ segir Dankerlui að hlær eftir æfingu á heldur köldum föstudegi. Viðtöl við þá Alpha Conteh og Damil Dankerlui má sjá í heild í spilurunum að ofan. Áhugavert viðtal við Jökul má sjá í heild að neðan.
Stjarnan Besta deild karla Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Fleiri fréttir Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Sjá meira