Aðlögunar krafist eftir U-beygju Valur Páll Eiríksson skrifar 17. ágúst 2025 09:00 Jökull Elísabetarson er þjálfari Stjörnumanna. vísir/Diego Nóg var að gera á skrifstofu Stjörnunnar í vikunni þar sem liðið fékk þrjá nýja leikmenn fyrir seinni hluta tímabilsins í Bestu deild karla. Þrír erlendir leikmenn sömdu við Stjörnuna, tveir frá Síerra Leóne, og einn Hollendingur. Fyrir leiktíðina var ekki einn einasti útlendingur á mála hjá Garðbæingum en nú eru þeir skyndilega orðnir fjórir, eftir að Steven Caulker varð spilandi aðstoðarþjálfari í júlí. Hann hafði einmitt mikið með skiptin að gera, enda tveir leikmannana sem spiluðu með honum fyrir landslið Síerra Leóne. En er þetta U-beygja í leikmannamálum Stjörnunnar? „Ef við skilgreinum hópinn út frá Íslendingum og útlendingum, þá er það klárlega þannig. Auðvitað er þetta aðeins öðruvísi en við höfum gert. En svo höfum við misst rosalegt magn af kreatívum leikmönnum úr hópnum og ekki sótt mikið inn í staðinn,“ segir Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar. „Þetta er auðvitað öðruvísi en spennandi líka. Aðeins út fyrir þægindarammann fyrir okkur alla, og gera öðruvísi hluti. Við þurfum að passa að ýta okkur út úr þægindarammanum, bæði hópurinn, ég og allir,“ bætir hann við. Caulker talaði fallega um félagið Annar tveggja leikmannana frá Sierra Leone er enn ekki kominn til landsins en væntanlegur innan tíðar. Kantmaðurinn Alpha Conteh er aftur á móti kominn á fullt í Garðabæ og eftir veru í Búlgaríu, Ísrael og síðast Aserbaídsjan er hann klár í nýtt ævintýri. Klippa: Síerraleónskur heimshornaflakkari í Garðabæinn Caulker hafi þá haft áhrif á ákvörðun hans að koma hingað. „Ég fékk símtal frá Stjörnunni, svo ég mætti. Fyrrum félagi minn var hérna fyrir, Steve, við spiluðum saman fyrir Síerra Leóne. Hann sagði mér mikið frá félaginu, hversu frábært félag þetta sé. Það fékk mig hingað,“ „Það er fallegt hér, og fallegt veður þó það sé kalt. Ég mun aðlagast þessu, það er eðlilegt. Ég vandist köldum vetrum í Búlgaríu og það mun gerast hér. Það tekur bara smá tíma,“ Hlýrra viðmót en veður Þá er Hollendingurinn Damil Dankerlui einnig nýr leikmaður Stjörnunnar sem er stór prófíll, á að baki yfir 150 leiki í Eredivisie, efstu deild Hollands. „Hvað fær mig hingað? Það er góð spurning sem margir spyrja mig. Af hverju ég komi til Íslands. Stundum þarf að gera hlutina öðruvísi. Fyrir mig er þetta spennandi ævintýri,“ „Ég hlakka til að spila, að sýna mig fyrir fólkinu og stuðningsmönnunum. Ég finn hlýjuna hér. Nema veðrið,“ segir Dankerlui að hlær eftir æfingu á heldur köldum föstudegi. Viðtöl við þá Alpha Conteh og Damil Dankerlui má sjá í heild í spilurunum að ofan. Áhugavert viðtal við Jökul má sjá í heild að neðan. Stjarnan Besta deild karla Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Sport Gerrard neitaði Rangers Fótbolti Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Körfubolti Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út Sport Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Körfubolti Fleiri fréttir Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Sjá meira
Þrír erlendir leikmenn sömdu við Stjörnuna, tveir frá Síerra Leóne, og einn Hollendingur. Fyrir leiktíðina var ekki einn einasti útlendingur á mála hjá Garðbæingum en nú eru þeir skyndilega orðnir fjórir, eftir að Steven Caulker varð spilandi aðstoðarþjálfari í júlí. Hann hafði einmitt mikið með skiptin að gera, enda tveir leikmannana sem spiluðu með honum fyrir landslið Síerra Leóne. En er þetta U-beygja í leikmannamálum Stjörnunnar? „Ef við skilgreinum hópinn út frá Íslendingum og útlendingum, þá er það klárlega þannig. Auðvitað er þetta aðeins öðruvísi en við höfum gert. En svo höfum við misst rosalegt magn af kreatívum leikmönnum úr hópnum og ekki sótt mikið inn í staðinn,“ segir Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar. „Þetta er auðvitað öðruvísi en spennandi líka. Aðeins út fyrir þægindarammann fyrir okkur alla, og gera öðruvísi hluti. Við þurfum að passa að ýta okkur út úr þægindarammanum, bæði hópurinn, ég og allir,“ bætir hann við. Caulker talaði fallega um félagið Annar tveggja leikmannana frá Sierra Leone er enn ekki kominn til landsins en væntanlegur innan tíðar. Kantmaðurinn Alpha Conteh er aftur á móti kominn á fullt í Garðabæ og eftir veru í Búlgaríu, Ísrael og síðast Aserbaídsjan er hann klár í nýtt ævintýri. Klippa: Síerraleónskur heimshornaflakkari í Garðabæinn Caulker hafi þá haft áhrif á ákvörðun hans að koma hingað. „Ég fékk símtal frá Stjörnunni, svo ég mætti. Fyrrum félagi minn var hérna fyrir, Steve, við spiluðum saman fyrir Síerra Leóne. Hann sagði mér mikið frá félaginu, hversu frábært félag þetta sé. Það fékk mig hingað,“ „Það er fallegt hér, og fallegt veður þó það sé kalt. Ég mun aðlagast þessu, það er eðlilegt. Ég vandist köldum vetrum í Búlgaríu og það mun gerast hér. Það tekur bara smá tíma,“ Hlýrra viðmót en veður Þá er Hollendingurinn Damil Dankerlui einnig nýr leikmaður Stjörnunnar sem er stór prófíll, á að baki yfir 150 leiki í Eredivisie, efstu deild Hollands. „Hvað fær mig hingað? Það er góð spurning sem margir spyrja mig. Af hverju ég komi til Íslands. Stundum þarf að gera hlutina öðruvísi. Fyrir mig er þetta spennandi ævintýri,“ „Ég hlakka til að spila, að sýna mig fyrir fólkinu og stuðningsmönnunum. Ég finn hlýjuna hér. Nema veðrið,“ segir Dankerlui að hlær eftir æfingu á heldur köldum föstudegi. Viðtöl við þá Alpha Conteh og Damil Dankerlui má sjá í heild í spilurunum að ofan. Áhugavert viðtal við Jökul má sjá í heild að neðan.
Stjarnan Besta deild karla Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Sport Gerrard neitaði Rangers Fótbolti Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Körfubolti Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út Sport Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Körfubolti Fleiri fréttir Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Sjá meira