„Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Smári Jökull Jónsson skrifar 15. ágúst 2025 20:55 Kristmann Már Ísleifsson býr við framkvæmdasvæðið. Vísir/Bjarni Hús í Laugarneshverfi hafa orðið fyrir skemmdum vegna sprenginga í tengslum við framkvæmdir við Grand Hótel. Óljóst er hver ber ábyrgðina og svör frá Reykjavíkurborg og tryggingafélögum hafa verið óljós. Framkvæmdir standa yfir við Grand Hótel í Reykjavík og hafa íbúar í Laugarnesi ekki farið varhluta af þeim. Sprengingar skekja hverfið mörgum sinnum á dag og í umræðuhópi hverfisins á Facebook má sjá að íbúar eru síður en svo sáttir með stöðu mála. Íbúi við Sigtún segir hávaða óhjákvæmilegan við framkvæmdir sem þessar en áhrif sprenginganna séu víðtækari en svo. „Svo hitt kannski líka og er óvissa með að það eru skemmdir að koma fram í húsum í hverfinu, sprungur og svo einhverjar skemmdir hugsanlega sem við kannski ekkert vitum um. Eins og með lagnir, þetta eru steinlagnir skólplagnirnar, eitthvað sem á eftir að koma fram síðar sem við erum í algjörri óvissu með,“ segir Kristmann Már Ísleifsson sem býr alveg við framkvæmdasvæðið. Á myndinni sést nýleg sprunga í vegg á heimili Kristmanns en fleiri dæmi eru um skemmdir á húsum í hverfinu.Vísir/Smári Jökull Framkvæmdirnar hafa staðið yfir í meira en tvö ár en talað var um fimm ára framkvæmdatíma í upphafi. „Eins og í þessari viku þá eru þeir að sprengja, byrja klukkan átta eða tíu og til fjögur á daginn og sprengja á klukkutíma fresti. Það fer sírenuvæl í gang, mjög vel látið vita og svo kemur sprengingin. Svo er látið vita að sprengingu sé lokið með sírenuvæli. Þetta eru svolítið góð högg sem verða hérna á daginn hjá okkur,“ en Kristmann tók sérstaklega fram að samskipti við verktaka hafi verið góð og upplýsingar frá þeim til íbúa sömuleiðis. Og það er óhætt að segja að það finnist vel þegar sprengt er fyrir utan því húsið hreinlega nötraði eftir eina sprenginguna. Vill að sprengingum verði hætt og önnur leið fundin Tveir hundar eru á heimili Kristmanns og fjölskyldu og framkvæmdirnar hafa haft slæm áhrif á þá. Þeir séu hræddir við hljóðin og klóri í útidyrahurðina til að reyna að komast út en ummerki um það mátti sjá á dyrakarmi við útidyrnar. Sprungur í húsvegg á heimili Kristmanns.Vísir/Bjarni Kristmann segir verktakann hafa tjáð sér að þeir væru tryggðir fyrir hugsanlegum skemmdum en eftir samtöl íbúa við tryggingafélög ríki einnig óvissa um þau mál. Þá sé fátt um svör hjá Vinnueftirlitinu og Reykjavíkurborg. Hvað mynduð þið vilja að yrði gert? „Það eru þessar sprengingar, það er svo mikil óvissa. Þeir hafa verið að fleyga hérna til að dýpka grunninn fyrir bílastæðahúsið sem er hávaði af. Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar, ég hefði viljað að þeim yrði hætt og fundin einhver önnur leið við að vinna þetta.“ Byggingariðnaður Reykjavík Húsnæðismál Tryggingar Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Sjá meira
Framkvæmdir standa yfir við Grand Hótel í Reykjavík og hafa íbúar í Laugarnesi ekki farið varhluta af þeim. Sprengingar skekja hverfið mörgum sinnum á dag og í umræðuhópi hverfisins á Facebook má sjá að íbúar eru síður en svo sáttir með stöðu mála. Íbúi við Sigtún segir hávaða óhjákvæmilegan við framkvæmdir sem þessar en áhrif sprenginganna séu víðtækari en svo. „Svo hitt kannski líka og er óvissa með að það eru skemmdir að koma fram í húsum í hverfinu, sprungur og svo einhverjar skemmdir hugsanlega sem við kannski ekkert vitum um. Eins og með lagnir, þetta eru steinlagnir skólplagnirnar, eitthvað sem á eftir að koma fram síðar sem við erum í algjörri óvissu með,“ segir Kristmann Már Ísleifsson sem býr alveg við framkvæmdasvæðið. Á myndinni sést nýleg sprunga í vegg á heimili Kristmanns en fleiri dæmi eru um skemmdir á húsum í hverfinu.Vísir/Smári Jökull Framkvæmdirnar hafa staðið yfir í meira en tvö ár en talað var um fimm ára framkvæmdatíma í upphafi. „Eins og í þessari viku þá eru þeir að sprengja, byrja klukkan átta eða tíu og til fjögur á daginn og sprengja á klukkutíma fresti. Það fer sírenuvæl í gang, mjög vel látið vita og svo kemur sprengingin. Svo er látið vita að sprengingu sé lokið með sírenuvæli. Þetta eru svolítið góð högg sem verða hérna á daginn hjá okkur,“ en Kristmann tók sérstaklega fram að samskipti við verktaka hafi verið góð og upplýsingar frá þeim til íbúa sömuleiðis. Og það er óhætt að segja að það finnist vel þegar sprengt er fyrir utan því húsið hreinlega nötraði eftir eina sprenginguna. Vill að sprengingum verði hætt og önnur leið fundin Tveir hundar eru á heimili Kristmanns og fjölskyldu og framkvæmdirnar hafa haft slæm áhrif á þá. Þeir séu hræddir við hljóðin og klóri í útidyrahurðina til að reyna að komast út en ummerki um það mátti sjá á dyrakarmi við útidyrnar. Sprungur í húsvegg á heimili Kristmanns.Vísir/Bjarni Kristmann segir verktakann hafa tjáð sér að þeir væru tryggðir fyrir hugsanlegum skemmdum en eftir samtöl íbúa við tryggingafélög ríki einnig óvissa um þau mál. Þá sé fátt um svör hjá Vinnueftirlitinu og Reykjavíkurborg. Hvað mynduð þið vilja að yrði gert? „Það eru þessar sprengingar, það er svo mikil óvissa. Þeir hafa verið að fleyga hérna til að dýpka grunninn fyrir bílastæðahúsið sem er hávaði af. Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar, ég hefði viljað að þeim yrði hætt og fundin einhver önnur leið við að vinna þetta.“
Byggingariðnaður Reykjavík Húsnæðismál Tryggingar Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Sjá meira