Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 16. ágúst 2025 12:03 Allir eru velkomnir að taka þátt í fjölskyldudögunum í Vogum um helgina. Aðsend Það mun allt iða af lífi og fjöri í Vogunum um helgina því þar eru haldnir fjölskyldudagar með fjölbreytti dagskrá. Væb bræður munu meðal annars skemmta, ásamt Páli Óskari svo eitthvað sé nefnt. Kvöldið í kvöld endar svo með glæsilegri flugeldasýningu í umsjón Björgunarsveitarinnar Skyggnis. Fjölskyldudagar í Sveitarfélaginu Vogum á Suðurnesjum hófust á fimmtudaginn og líkur eftir hádegi á morgun með tónleikum í Kálfatjarnarkirkju á Vatnsleysuströnd. Hanna Lísa Hafsteinsdóttir er verkefnisstjóri menningarmála hjá sveitarfélaginu og veit því allt um fjölskyldudagana. „Hér er mikið fjör og gaman. Það var einmitt verið að opna svæðið núna klukkan 12:00 í Aragerði en þar ætla Vélavinir og félagar að vera með bílasýningu og bjóða yngstu kynslóðinni í lestaferðir. Svo verður hér körfubíll og sjúkrabíll frá slökkviliðinu, hoppukastalar og andlitsmálun og sölutjöld, bara allt fyrir alla,“ segir Hanna Lísa. Og svo heldur dagskráin áfram í dag. „Já, strákarnir í Væb koma klukkan 14:30 til að skemmta og svo er skrúðgangan í kvöld og þar eiga allir að mæta í sínum hverfalitum og hvetja áfram sitt hverfi, það er rosa stuð,“ bætir Hanna Lísa við. Hanna Lísa Hafsteinsdóttir, sem er sérfræðingur á stjórnsýslu Sveitarfélagsins Voga og verkefnisstjóri menningar.Aðsend Er ekki alltaf mikil stemning á þessum fjölskyldudögum eða hvað? „Jú það er það, þetta er rosalega skemmtilegt og þetta er bara alvöru fjölskylduhátíð þar sem ungir, sem aldnir taka þátt.“ Hanna Lísa segist eiga von á mikilli stemningu og gleði á tónleikum í kvöld en þar kemur fram hljómsveitin Nostalgía frá Suðurnesjum, Herra Hnetusmjör, Eyþór Ingi og Páll Óskar. Dagskránni lýkur svo með stórkostlegri flugeldasýningu. Það er alltaf mikil stemning á fjölskyldudögum í Vogum.Aðsend Á morgun, sunnudag verður opið hús á Kálfatjörn á Vatnsleysuströnd klukkan 13:00 með kökuhlaðborði og tónleikar verða í kirkjunni klukkan 14:00. Og þetta að lokum frá Hönnu Lísu varðandi fjölskyldudagana um helgina. „Ég hvet bara flesta til að mæta og skemmta sér og hafa gaman með og taka alla fjölskylduna með“. Hér er dagskrá helgarinnar Bláa drottningin.Aðsend Vogar Menning Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira
Fjölskyldudagar í Sveitarfélaginu Vogum á Suðurnesjum hófust á fimmtudaginn og líkur eftir hádegi á morgun með tónleikum í Kálfatjarnarkirkju á Vatnsleysuströnd. Hanna Lísa Hafsteinsdóttir er verkefnisstjóri menningarmála hjá sveitarfélaginu og veit því allt um fjölskyldudagana. „Hér er mikið fjör og gaman. Það var einmitt verið að opna svæðið núna klukkan 12:00 í Aragerði en þar ætla Vélavinir og félagar að vera með bílasýningu og bjóða yngstu kynslóðinni í lestaferðir. Svo verður hér körfubíll og sjúkrabíll frá slökkviliðinu, hoppukastalar og andlitsmálun og sölutjöld, bara allt fyrir alla,“ segir Hanna Lísa. Og svo heldur dagskráin áfram í dag. „Já, strákarnir í Væb koma klukkan 14:30 til að skemmta og svo er skrúðgangan í kvöld og þar eiga allir að mæta í sínum hverfalitum og hvetja áfram sitt hverfi, það er rosa stuð,“ bætir Hanna Lísa við. Hanna Lísa Hafsteinsdóttir, sem er sérfræðingur á stjórnsýslu Sveitarfélagsins Voga og verkefnisstjóri menningar.Aðsend Er ekki alltaf mikil stemning á þessum fjölskyldudögum eða hvað? „Jú það er það, þetta er rosalega skemmtilegt og þetta er bara alvöru fjölskylduhátíð þar sem ungir, sem aldnir taka þátt.“ Hanna Lísa segist eiga von á mikilli stemningu og gleði á tónleikum í kvöld en þar kemur fram hljómsveitin Nostalgía frá Suðurnesjum, Herra Hnetusmjör, Eyþór Ingi og Páll Óskar. Dagskránni lýkur svo með stórkostlegri flugeldasýningu. Það er alltaf mikil stemning á fjölskyldudögum í Vogum.Aðsend Á morgun, sunnudag verður opið hús á Kálfatjörn á Vatnsleysuströnd klukkan 13:00 með kökuhlaðborði og tónleikar verða í kirkjunni klukkan 14:00. Og þetta að lokum frá Hönnu Lísu varðandi fjölskyldudagana um helgina. „Ég hvet bara flesta til að mæta og skemmta sér og hafa gaman með og taka alla fjölskylduna með“. Hér er dagskrá helgarinnar Bláa drottningin.Aðsend
Vogar Menning Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira