Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Rafn Ágúst Ragnarsson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 16. ágúst 2025 20:26 Arnór Sigurjónsson, lengst til hægri, er varnarmálasérfræðingur. Vísir/Samsett Evrópskir leiðtogar hafa fengið boð á fund Bandaríkjaforseta og forseta Úkraínu í Washington-borg á mánudag. Bandaríkjaforseti lagði til á fundi með forseta Rússlands að Úkraína fengi svokallaða öryggistryggingu, svipaða og kveðið er á um í NATO-samningnum, án þess að ganga inn í bandalagið. Trump hafði sagt fyrir fundinn að hann gengi ósáttur út ef ekkert vopnahléssamkomulag næðist en það kom fáum á óvart að ekkert slíkt skyldi liggja fyrir í lok fundarins. Forsetarnir héldu sameiginlegan kynningarfund í lok fundarins en fundurinn varði í um tvær og hálfa klukkustund. Hvorugur tók við spurningum frá fjölmiðlum en báðir lýstu ánægju með fundinn. Fram hefur komið í fjölmiðlum í dag að Trump hafi lagt til öryggistryggingu fyrir Úkraínu svipaða þeirri sem kveðið er á í Atlantshafsbandalagssamningnum án þess að Úkraína verði hluti af bandalaginu. Í samningnum kveður á um að árás á eitt ríki NATO, jafngildi árás á þau öll. Þá hafi Pútín lofað að stöðva sókn rússneska hersins í Kherson og Sapóríssjíu gegn því að Úkraínumenn láti eftir Donbass. Úkraínumenn eru þó ekki ýkja líklegir til að gangast við þessu skilyrði Pútíns, enda hafa þeir enn yfirráð á stórum hluta Dónetsk, þar á meðal borgunum Kramatorsk og Slóvíansk. Vörn þeirra á fyrrnefndum borgum hefur staðið yfir frá upphafi innrásarinnar og kostað tugi þúsunda lífa. Frekar rætt um landaafsal en vopnahlé „Þetta er sigur fyrir Pútín. Hann slær út af borðinu vopnahléssamning sem hefði þýtt að átökin stöðvuðust strax. Friðarsamningar taka tíma og á meðan er hægt að reka stríðið áfram og halda landvinningum áfram. En það sem er athyglisvert er það að í Anchorage virðist hafa verið rætt um landaafsal og þessar öryggistryggingar án aðkomu Úkraínu eða Evrópu,“ segir Arnór Sigurjónsson varnarmálasérfræðingur sem fór yfir atburðarás gærkvöldsins í kvöldfréttum Sýnar. Hann segir að allt bendi til þess að vopnahléstillaga Trump Bandaríkjaforseta hafi verið slegin út af borðinu. „Það virðist vera að vopnahléstillögu Trumps forseta og Vesturlanda hafi verið hafnað og nú einblíni þeir í staðinn á friðarsamninga sem geta tekið langan tíma. Því fylgi einhverjar öryggistryggingar sem eftir á að koma í ljós hverjar eru. En væntanlega mun það fela í sér herlið á staðnum og væntanlega á landamærum Úkraínu og Rússlands. Hvort Úkraína verði aðili að Atlantshafsbandalaginu á eftir að koma í ljós,“ segir hann. Rauður dregill í stað fangabekkjar Ef miðað er við fyrri yfirlýsingar Selenskís Úkraínuforseta lítur ekki út fyrir að Úkraínumönnum hugnist þessar forsendur. „En þetta hefur verði mjög góður fundur fyrir Pútín. Í staðinn fyrir að vera á fangabekk í Haag þá er hann í sviðsljósi alheimsins við hliðina á Bandaríkjaforseta. Hann heldur öllum sínum stríðsaðgerðum áfram óbreyttum og hann fær frestun á innleiðingu á viðskiptaþvingunum sem lágu fyrir,“ segir Arnór. „Ég á fyllilega von á því að Trump muni reyna að selja Selenskí forseta þessar hugmyndir um friðarsamkomulag gegn landaafsali. Þetta verður erfiður fundur fyrir Selenskí og þetta verður erfiður fundur fyrir Evrópu. Evrópa þarf að stíga fastar niður á jörðu. Það er ekki hægt að láta Ameríkanana spila svona sólóspil sem gefur afleiðingar á Úkraínu og Evrópu sem eru ófyrirsjáanlegar,“ segir hann. Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Donald Trump Vladimír Pútín Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira
Trump hafði sagt fyrir fundinn að hann gengi ósáttur út ef ekkert vopnahléssamkomulag næðist en það kom fáum á óvart að ekkert slíkt skyldi liggja fyrir í lok fundarins. Forsetarnir héldu sameiginlegan kynningarfund í lok fundarins en fundurinn varði í um tvær og hálfa klukkustund. Hvorugur tók við spurningum frá fjölmiðlum en báðir lýstu ánægju með fundinn. Fram hefur komið í fjölmiðlum í dag að Trump hafi lagt til öryggistryggingu fyrir Úkraínu svipaða þeirri sem kveðið er á í Atlantshafsbandalagssamningnum án þess að Úkraína verði hluti af bandalaginu. Í samningnum kveður á um að árás á eitt ríki NATO, jafngildi árás á þau öll. Þá hafi Pútín lofað að stöðva sókn rússneska hersins í Kherson og Sapóríssjíu gegn því að Úkraínumenn láti eftir Donbass. Úkraínumenn eru þó ekki ýkja líklegir til að gangast við þessu skilyrði Pútíns, enda hafa þeir enn yfirráð á stórum hluta Dónetsk, þar á meðal borgunum Kramatorsk og Slóvíansk. Vörn þeirra á fyrrnefndum borgum hefur staðið yfir frá upphafi innrásarinnar og kostað tugi þúsunda lífa. Frekar rætt um landaafsal en vopnahlé „Þetta er sigur fyrir Pútín. Hann slær út af borðinu vopnahléssamning sem hefði þýtt að átökin stöðvuðust strax. Friðarsamningar taka tíma og á meðan er hægt að reka stríðið áfram og halda landvinningum áfram. En það sem er athyglisvert er það að í Anchorage virðist hafa verið rætt um landaafsal og þessar öryggistryggingar án aðkomu Úkraínu eða Evrópu,“ segir Arnór Sigurjónsson varnarmálasérfræðingur sem fór yfir atburðarás gærkvöldsins í kvöldfréttum Sýnar. Hann segir að allt bendi til þess að vopnahléstillaga Trump Bandaríkjaforseta hafi verið slegin út af borðinu. „Það virðist vera að vopnahléstillögu Trumps forseta og Vesturlanda hafi verið hafnað og nú einblíni þeir í staðinn á friðarsamninga sem geta tekið langan tíma. Því fylgi einhverjar öryggistryggingar sem eftir á að koma í ljós hverjar eru. En væntanlega mun það fela í sér herlið á staðnum og væntanlega á landamærum Úkraínu og Rússlands. Hvort Úkraína verði aðili að Atlantshafsbandalaginu á eftir að koma í ljós,“ segir hann. Rauður dregill í stað fangabekkjar Ef miðað er við fyrri yfirlýsingar Selenskís Úkraínuforseta lítur ekki út fyrir að Úkraínumönnum hugnist þessar forsendur. „En þetta hefur verði mjög góður fundur fyrir Pútín. Í staðinn fyrir að vera á fangabekk í Haag þá er hann í sviðsljósi alheimsins við hliðina á Bandaríkjaforseta. Hann heldur öllum sínum stríðsaðgerðum áfram óbreyttum og hann fær frestun á innleiðingu á viðskiptaþvingunum sem lágu fyrir,“ segir Arnór. „Ég á fyllilega von á því að Trump muni reyna að selja Selenskí forseta þessar hugmyndir um friðarsamkomulag gegn landaafsali. Þetta verður erfiður fundur fyrir Selenskí og þetta verður erfiður fundur fyrir Evrópu. Evrópa þarf að stíga fastar niður á jörðu. Það er ekki hægt að láta Ameríkanana spila svona sólóspil sem gefur afleiðingar á Úkraínu og Evrópu sem eru ófyrirsjáanlegar,“ segir hann.
Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Donald Trump Vladimír Pútín Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira