Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar 18. ágúst 2025 14:31 Enn á ný er komið upp neyðarástand í íslenskri náttúru. Strokulaxar úr sjókvíaeldi synda nú upp í árnar okkar og ógna tilvist villta laxins. Haukadalsá í Dölum er ein af þekktustu laxveiðiám landsins og hefur sinn einstaka laxastofn sem hefur aðlagast aðstæðum þar síðan á síðustu ísöld. Nú er komin upp sú staða þar að töluvert er búið að finnast af eldislaxi og útlitið er afar slæmt. Eldislax er farinn að sjást í öðrum ám og er því miður líklegt að það muni aukast á næstu dögum og vikum. Það muna margir eftir sambærilegum aðstæðum árið 2023, þegar laxar sluppu úr sjókví Arctic Fish á Vestfjörðum og birtust stuttu síðar í ám um allt land. Nú standa bændur, landeigendur, leigutakar og sjálfboðaliðar í ströngu og reyna að gera allt sem hægt er til að takmarka skaðann eins og hægt er, með tilheyrandi kostnaði og raski. Kostnað sem enn er með öllu óvíst hvort að sjókvíaeldisfyrirtæki þurfa að greiða eða ekki. Sumir spyrjar sig eflaust af því, af hverju er slæmt að eldislax rati upp í íslenskar ár og blandist þar villtum íslenskum laxi. Það er því rétt að rifja það aðeins upp hér. Af hverju er erfðablöndun slæm? Íslenskir laxastofnar hafa aðlagast sínum náttúrulegu aðstæðum í þúsundir ára. Þeir eru landnemar Íslands og hafa verið hér miklu lengur en við. Þessir laxar eru ekki bara mikilvægur partur af lífríki og líffræðilegum fjölbreytileika Íslands, heldur eru þeir einnig forsenda þess að búið er í mörgum af strjábýlustu svæðum landsins. Bændur og landeigendur treysta margir að stórum hluta á innkomu frá sölu veiðileyfa til að halda sér og sínum uppi. Árnar sem laxarnir kalla sitt heimili laða að sér fólk alls staðar af landi og úr heiminum, sem veiðir þessar ár og fær í stutta stund að njóta þessara ótrúlegu náttúrugæða. Þegar eldislax syndir upp í íslenska á, er það ekki bara neikvæð upplifun fyrir fólkið sem er að veiða, heldur er það bein ógn við tilvist villtu laxastofnanna. Eldislaxinn sem notaður er í sjókvíaeldi við Ísland er af norskum uppruna og hefur verið kynbættur áratugum saman til þess að verða feitur og stór á sem skemmstum tíma. Þessi lax er fjarskyldur þeim villta og er í raun húsdýr, en ekki villt dýr. Hins vegar eru þessir fiskar frjóir og hafa sama eðli og sá villti. Þ.e. eðlið að synda upp í á, para sig með öðrum löxum og fjölga sér. Þeirra erfðaefni er ekki hannað til þess að lifa af í íslenskri, hrjóstrugri náttúru. Þó er það því miður svo að þeir strokulaxar sem ná að komast upp í ár geta hrygnt með villtu fiskunum. Í Noregi má ekki notast við annað en norskan lax í sjókvíaeldi. Það er því ótrúlegt að það sé leyft hér við land að nota erlendan lax. Ef þeir ná að hrygna með villtu fiskunum og fjölga sér er því verið að þynna út erfðaefni villta laxins með húsdýra-genum. Afleiðingar þess, eru afkvæmi sem eru verr í stakk búin til þess að lifa af í náttúrunni, lifa af ferðalagið þvert yfir Atlantshafið og koma til baka og finna sína heimaá. Þegar mannanna verk verða til þess að dýrategund missir lífsnauðsynlega eiginleika, kallast það ekkert annað en að ýta þeirri tegund í átt að útrýmingarhættu. Ætlum við að fara norsku leiðina í sjókvíaeldi? Í Noregi eru um 70% laxastofna erfðablandaðir og ástandið þar orðið svo slæmt að árið 2024 þurfti að loka 33 af þekktustu laxveiðiám Noregs. Einfaldlega vegna þess að það var nánast enginn villtur lax að koma til baka í árnar. Vísindasamfélagið þar er á einu máli að stærsti áhrifavaldurinn er sjókvíaeldi og allt sem fylgir því, og svo loftslagsbreytingar. https://www.vitenskapsradet.no/Nyheter/status-of-wild-atlantic-salmon-in-norway-2025 Í Noregi er eldisiðnaðurinn gríðarlega öflugur og orðinn svo stór og valdamikill á pólitíska sviðinu að fátt breytist til hins betra þrátt fyrir að stjórnvöld þar séu meðvituð um skaðsemina. Villti laxinn er kominn á válista þar, og með öllu óvíst hvort hann nái einhvern tíma fyrri styrk. Munu aðgerðirnar samræmast vilja þjóðarinnar? Öll sú skaðsemi sem fylgir sjókvíaeldi er ekki ný á nálinni og hérlendis hefur verið varað við þessu árum saman. Eftir stóru slysasleppinguna 2023, hefði maður haldið að það yrði gripið í taumana, en það hefur ekki raungerst og nú erum við að lenda í sömu stöðu. Það er ekki lengur hægt að horfa í hina áttina og leyfa villta laxinum og lífríkinu okkar að fara sömu leið og hjá frændum okkar í Noregi. Það ber einnig að nefna að öll stærstu sjókvíaeldisfyrirtækin hér á landi eru í meirihlutaeigu norskra sjókvíaeldisfyrirtækja. 65% þjóðarinnar er á móti sjókvíaeldi samkvæmt nýjustu könnun frá Gallup, en aðeins 13,5% fylgjandi. Hjá kjósendum ríkisstjórnarflokkanna er afstaðan afgerandi á móti. Bændur og landeigendur um allt land reyna nú hvað þau geta til að vernda villta laxinn og sitt lífsviðurværi, en það er eins og það hafi verið ákveðið að fórna því fyrir hagsmuni norsku fyrirtækjanna. Það er hægt að ala lax í lokuðum kerfum, bæði í sjó og á landi. Tæknin er til staðar og hefur verið að þróast í Noregi, og eru það til að mynda fólk úr sjókvíaeldisgeiranum sem er að þróa þá tækni vegna þess að þau geta einfaldlega ekki lengur réttlætt opnu sjókvíarnar. Það vill enginn sjá atvinnulíf á Vestfjörðum og Austfjörðum veikjast. Þvert á móti vilja líklegast allir að það blómstri og verði sem fjölbreyttast og sterkast. Það má bara ekki vera á kostnað náttúrunnar og fólks í dreifðum byggðum um allt land. Hagsmunir eins hóps trompa ekki hagsmuni annars. Það þarf pólitískan vilja og kjark til að breyta til hins betra. Sjókvíaeldisfyrirtækin munu berjast gegn þessu, það getum við treyst á. Ef að þau komast upp með að ala lax á ódýrasta og arðbærasta (en mest mengandi) háttinn munu þau gera það, svo lengi sem lagaramminn og stjórnvöld bjóða upp á það. Núverandi ríkisstjórn er í kjörstöðu til þess að setja sólarlagsákvæði á opið sjókvíaeldi og standa með fólkinu í landinu, villta laxinum og íslensku lífríki til frambúðar. Á meðan þingmenn mynda sér afstöðu í þessu máli munu bændur, landeigendur, leigutakar, leiðsögumenn, sjálfboðaliðar, náttúruverndarsinnar og fleiri halda áfram að hirða upp skítinn eftir þennan iðnað, með það að leiðarljósi að nú verði loksins sagt stopp og stigið fast til jarðar í þessum málaflokki. Höfundur er framkvæmdastjóri Verndarsjóðs Villtra Laxastofna (NASF á Íslandi). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elvar Örn Friðriksson Sjókvíaeldi Fiskeldi Mest lesið Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Sjá meira
Enn á ný er komið upp neyðarástand í íslenskri náttúru. Strokulaxar úr sjókvíaeldi synda nú upp í árnar okkar og ógna tilvist villta laxins. Haukadalsá í Dölum er ein af þekktustu laxveiðiám landsins og hefur sinn einstaka laxastofn sem hefur aðlagast aðstæðum þar síðan á síðustu ísöld. Nú er komin upp sú staða þar að töluvert er búið að finnast af eldislaxi og útlitið er afar slæmt. Eldislax er farinn að sjást í öðrum ám og er því miður líklegt að það muni aukast á næstu dögum og vikum. Það muna margir eftir sambærilegum aðstæðum árið 2023, þegar laxar sluppu úr sjókví Arctic Fish á Vestfjörðum og birtust stuttu síðar í ám um allt land. Nú standa bændur, landeigendur, leigutakar og sjálfboðaliðar í ströngu og reyna að gera allt sem hægt er til að takmarka skaðann eins og hægt er, með tilheyrandi kostnaði og raski. Kostnað sem enn er með öllu óvíst hvort að sjókvíaeldisfyrirtæki þurfa að greiða eða ekki. Sumir spyrjar sig eflaust af því, af hverju er slæmt að eldislax rati upp í íslenskar ár og blandist þar villtum íslenskum laxi. Það er því rétt að rifja það aðeins upp hér. Af hverju er erfðablöndun slæm? Íslenskir laxastofnar hafa aðlagast sínum náttúrulegu aðstæðum í þúsundir ára. Þeir eru landnemar Íslands og hafa verið hér miklu lengur en við. Þessir laxar eru ekki bara mikilvægur partur af lífríki og líffræðilegum fjölbreytileika Íslands, heldur eru þeir einnig forsenda þess að búið er í mörgum af strjábýlustu svæðum landsins. Bændur og landeigendur treysta margir að stórum hluta á innkomu frá sölu veiðileyfa til að halda sér og sínum uppi. Árnar sem laxarnir kalla sitt heimili laða að sér fólk alls staðar af landi og úr heiminum, sem veiðir þessar ár og fær í stutta stund að njóta þessara ótrúlegu náttúrugæða. Þegar eldislax syndir upp í íslenska á, er það ekki bara neikvæð upplifun fyrir fólkið sem er að veiða, heldur er það bein ógn við tilvist villtu laxastofnanna. Eldislaxinn sem notaður er í sjókvíaeldi við Ísland er af norskum uppruna og hefur verið kynbættur áratugum saman til þess að verða feitur og stór á sem skemmstum tíma. Þessi lax er fjarskyldur þeim villta og er í raun húsdýr, en ekki villt dýr. Hins vegar eru þessir fiskar frjóir og hafa sama eðli og sá villti. Þ.e. eðlið að synda upp í á, para sig með öðrum löxum og fjölga sér. Þeirra erfðaefni er ekki hannað til þess að lifa af í íslenskri, hrjóstrugri náttúru. Þó er það því miður svo að þeir strokulaxar sem ná að komast upp í ár geta hrygnt með villtu fiskunum. Í Noregi má ekki notast við annað en norskan lax í sjókvíaeldi. Það er því ótrúlegt að það sé leyft hér við land að nota erlendan lax. Ef þeir ná að hrygna með villtu fiskunum og fjölga sér er því verið að þynna út erfðaefni villta laxins með húsdýra-genum. Afleiðingar þess, eru afkvæmi sem eru verr í stakk búin til þess að lifa af í náttúrunni, lifa af ferðalagið þvert yfir Atlantshafið og koma til baka og finna sína heimaá. Þegar mannanna verk verða til þess að dýrategund missir lífsnauðsynlega eiginleika, kallast það ekkert annað en að ýta þeirri tegund í átt að útrýmingarhættu. Ætlum við að fara norsku leiðina í sjókvíaeldi? Í Noregi eru um 70% laxastofna erfðablandaðir og ástandið þar orðið svo slæmt að árið 2024 þurfti að loka 33 af þekktustu laxveiðiám Noregs. Einfaldlega vegna þess að það var nánast enginn villtur lax að koma til baka í árnar. Vísindasamfélagið þar er á einu máli að stærsti áhrifavaldurinn er sjókvíaeldi og allt sem fylgir því, og svo loftslagsbreytingar. https://www.vitenskapsradet.no/Nyheter/status-of-wild-atlantic-salmon-in-norway-2025 Í Noregi er eldisiðnaðurinn gríðarlega öflugur og orðinn svo stór og valdamikill á pólitíska sviðinu að fátt breytist til hins betra þrátt fyrir að stjórnvöld þar séu meðvituð um skaðsemina. Villti laxinn er kominn á válista þar, og með öllu óvíst hvort hann nái einhvern tíma fyrri styrk. Munu aðgerðirnar samræmast vilja þjóðarinnar? Öll sú skaðsemi sem fylgir sjókvíaeldi er ekki ný á nálinni og hérlendis hefur verið varað við þessu árum saman. Eftir stóru slysasleppinguna 2023, hefði maður haldið að það yrði gripið í taumana, en það hefur ekki raungerst og nú erum við að lenda í sömu stöðu. Það er ekki lengur hægt að horfa í hina áttina og leyfa villta laxinum og lífríkinu okkar að fara sömu leið og hjá frændum okkar í Noregi. Það ber einnig að nefna að öll stærstu sjókvíaeldisfyrirtækin hér á landi eru í meirihlutaeigu norskra sjókvíaeldisfyrirtækja. 65% þjóðarinnar er á móti sjókvíaeldi samkvæmt nýjustu könnun frá Gallup, en aðeins 13,5% fylgjandi. Hjá kjósendum ríkisstjórnarflokkanna er afstaðan afgerandi á móti. Bændur og landeigendur um allt land reyna nú hvað þau geta til að vernda villta laxinn og sitt lífsviðurværi, en það er eins og það hafi verið ákveðið að fórna því fyrir hagsmuni norsku fyrirtækjanna. Það er hægt að ala lax í lokuðum kerfum, bæði í sjó og á landi. Tæknin er til staðar og hefur verið að þróast í Noregi, og eru það til að mynda fólk úr sjókvíaeldisgeiranum sem er að þróa þá tækni vegna þess að þau geta einfaldlega ekki lengur réttlætt opnu sjókvíarnar. Það vill enginn sjá atvinnulíf á Vestfjörðum og Austfjörðum veikjast. Þvert á móti vilja líklegast allir að það blómstri og verði sem fjölbreyttast og sterkast. Það má bara ekki vera á kostnað náttúrunnar og fólks í dreifðum byggðum um allt land. Hagsmunir eins hóps trompa ekki hagsmuni annars. Það þarf pólitískan vilja og kjark til að breyta til hins betra. Sjókvíaeldisfyrirtækin munu berjast gegn þessu, það getum við treyst á. Ef að þau komast upp með að ala lax á ódýrasta og arðbærasta (en mest mengandi) háttinn munu þau gera það, svo lengi sem lagaramminn og stjórnvöld bjóða upp á það. Núverandi ríkisstjórn er í kjörstöðu til þess að setja sólarlagsákvæði á opið sjókvíaeldi og standa með fólkinu í landinu, villta laxinum og íslensku lífríki til frambúðar. Á meðan þingmenn mynda sér afstöðu í þessu máli munu bændur, landeigendur, leigutakar, leiðsögumenn, sjálfboðaliðar, náttúruverndarsinnar og fleiri halda áfram að hirða upp skítinn eftir þennan iðnað, með það að leiðarljósi að nú verði loksins sagt stopp og stigið fast til jarðar í þessum málaflokki. Höfundur er framkvæmdastjóri Verndarsjóðs Villtra Laxastofna (NASF á Íslandi).
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun