Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Sesselja Ósk Gunnarsdóttir skrifar 20. ágúst 2025 21:01 Ólafur Kristjánsson, þjálfari Þróttar, á hliðarlínunni. Vísir/Pawel Cieslikiewicz Þróttur tapaði fyrir Val á Avis vellinum í Bestu deild kvenna í fótbolta í dag, með tveimur mörkum gegn engu. Þróttur hóf tímabilið af krafti og er liðið í þriðja sæti með 29 stig sem stendur. Valskonur hafa þó snúið við sínu gengi og eru að saxa á forskot Þróttar í þriðja sæti deildarinnar. „Ég hef séð frammistöðuna betri. Ég sagði fyrir leik að við þyrftum að eiga góðan leik. Við töpuðum mikið af návígum og seinni boltum. Mér fannst eftir 10-15 mínútur í fyrri hálfleik við finna svæði sem við höfðum verið að leita af. Við fundum Þórdísi Elvu, í hálf svæðum sem gaf okkur möguleika á að drifta og drivea á þær,“ sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Þróttar, eftir leikinn. „Katie Cousins var líka að komast vel inn í leikinn. Það var fúlt að fá á okkur þetta mark í andlitið fyrir lok hálfleiksins. Það var örlítill kraftur í okkur í byrjun seinni hálfleiksins en það rotar okkur svolítið þetta annað mark þeirra,“ sagði Ólafur. Katie Cousins, einn mikilvægasti leikmaður Þróttar fór út af í hálfleik og var Óli spurður út í þá ákvörðun. „Hún fékk tak aftan í lærið og þegar Katie fær tak aftan í læri og kvartar, þá vitum við að hún er ekkert að grínast. Við viljum ekki að hún fái einhverja tognun sem myndi halda henni úti lengi, þannig við kipptum henni út af og við verðum að sjá til með meiðslin,“ sagði Ólafur. Emma Sóley Arnardóttir, leikmaður Þróttar, fædd árið 2009 og því 16 ára spilaði sinn fyrsta leik í efstu deild í dag. „Emma Sóley er ungur leikmaður sem er að byrja að æfa með okkur. Hún kemur með kraft og hraða. Maður verður að byrja einhvers staðar og fá mínútur. Við þurfum að kenna henni og hún þarf að æfa og læra. Mér fannst í þessum leik tækifæri fyrir hana, kasta henni í djúpu laugina og hún stóð sig prýðilega. Sierra Lelii fékk einnig mínútur eftir krossbandaslit fyrir rúmu ári síðan, gott fyrir hana að snerta grasið aðeins og gaman að sjá hana aftur.“ Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Valur Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Fleiri fréttir Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjá meira
„Ég hef séð frammistöðuna betri. Ég sagði fyrir leik að við þyrftum að eiga góðan leik. Við töpuðum mikið af návígum og seinni boltum. Mér fannst eftir 10-15 mínútur í fyrri hálfleik við finna svæði sem við höfðum verið að leita af. Við fundum Þórdísi Elvu, í hálf svæðum sem gaf okkur möguleika á að drifta og drivea á þær,“ sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Þróttar, eftir leikinn. „Katie Cousins var líka að komast vel inn í leikinn. Það var fúlt að fá á okkur þetta mark í andlitið fyrir lok hálfleiksins. Það var örlítill kraftur í okkur í byrjun seinni hálfleiksins en það rotar okkur svolítið þetta annað mark þeirra,“ sagði Ólafur. Katie Cousins, einn mikilvægasti leikmaður Þróttar fór út af í hálfleik og var Óli spurður út í þá ákvörðun. „Hún fékk tak aftan í lærið og þegar Katie fær tak aftan í læri og kvartar, þá vitum við að hún er ekkert að grínast. Við viljum ekki að hún fái einhverja tognun sem myndi halda henni úti lengi, þannig við kipptum henni út af og við verðum að sjá til með meiðslin,“ sagði Ólafur. Emma Sóley Arnardóttir, leikmaður Þróttar, fædd árið 2009 og því 16 ára spilaði sinn fyrsta leik í efstu deild í dag. „Emma Sóley er ungur leikmaður sem er að byrja að æfa með okkur. Hún kemur með kraft og hraða. Maður verður að byrja einhvers staðar og fá mínútur. Við þurfum að kenna henni og hún þarf að æfa og læra. Mér fannst í þessum leik tækifæri fyrir hana, kasta henni í djúpu laugina og hún stóð sig prýðilega. Sierra Lelii fékk einnig mínútur eftir krossbandaslit fyrir rúmu ári síðan, gott fyrir hana að snerta grasið aðeins og gaman að sjá hana aftur.“
Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Valur Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Fleiri fréttir Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjá meira