Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar 21. ágúst 2025 08:30 Ísland stendur á tímamótum í umhverfismálum og það er kominn tími til að grípa til aðgerða. Á tímum óvissu í alþjóðamálum, aukins þrýstings á orkumarkaði og hnattrænna áskorana í loftslagsmálum höfum við ekki efni á að bíða. Góðu fréttirnar eru þær að lausnirnar eru til staðar og nú þurfum við einfaldlega að láta hendur standa fram úr ermum; virkja styrk samfélagsins, sameina krafta atvinnulífs og stjórnvalda og efla þannig samvinnu sem skilar raunverulegum aðgerðum. Hér á Íslandi höfum við öll tækifæri til að gera þetta. Forskot í nýtingu auðlinda, orkuskipti, græn iðnbylting, íslenskt hugvit á sviði loftslagslausna og markvisst samstarf atvinnulífs og stjórnvalda. Þetta eru ekki bara hugmyndir á blaði heldur raunverulegir möguleikar sem Ísland getur nýtt sér. Allt eru þetta atriði sem skilað hafa vel launuðum störfum, stuðlað að samkeppnishæfi og auknum lífsgæðum á Íslandi. Næsta skref er að tengja saman loftslags- og atvinnustefnu stjórnvalda við verkfærakistu atvinnulífsins og hrinda áætlunum í framkvæmd. Erlendis má finna innblástur. Danir hafa til að mynda, með NEKST-samstarfinu, sýnt hvernig markviss samvinna stjórnvalda og atvinnulífs skilar raunverulegum niðurstöðum fyrir umhverfi, samfélag og efnahag. Samtarf til framtíðar - öflugt Ísland Við getum lært af öðrum en jafnframt byggt á okkar eigin styrkleikum og þeim árangri sem náðst hefur hérlendis. Þar má nefna verkefnið Byggjum á grænni framtíð, sem er samstarfsverkefni stjórnvalda og hagaðila í byggingariðnaðinum um vistvænni mannvirkjagerð og aðgerðir í loftslagmálum. Vegvísir að vistvænni mannvirkjagerð 2030 hefur þegar skilað 40 árangursríkum aðgerðum af þeim 74 sem upphaflega voru settar fram, og nýlega voru kynntar 16 nýjar aðgerðir. Verkefnið er fyrirmyndarverkefni þegar kemur að framkvæmd stefnu í loftslagsmálum og gott dæmi um það hvernig samstarf stjórnvalda og atvinnulífs skilar áþreifanlegum árangri á þessu sviði. Á ársfundi Grænvangs, Samstarf til framtíðar – öflugt Ísland, ætlum við að ræða framtíðina í þessum málaflokki; hvernig kraftmikið samstarf stjórnvalda og atvinnulífs getur lagt grunn að samkeppnishæfni til framtíðar, öruggu orkukerfi og markvissum loftslagslausnum. Á fundinum munum við flétta skapandi hugsun við hagnýtar lausnir og vera hvert öðru innblástur til að takast í sameiningu á við áskoranir morgundagsins. Höfundur er forstöðumaður Grænvangs,samstarfsvettvangs atvinnulífs og stjórnvalda í loftslagsmálum og grænum lausnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nótt Thorberg Loftslagsmál Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ísland stendur á tímamótum í umhverfismálum og það er kominn tími til að grípa til aðgerða. Á tímum óvissu í alþjóðamálum, aukins þrýstings á orkumarkaði og hnattrænna áskorana í loftslagsmálum höfum við ekki efni á að bíða. Góðu fréttirnar eru þær að lausnirnar eru til staðar og nú þurfum við einfaldlega að láta hendur standa fram úr ermum; virkja styrk samfélagsins, sameina krafta atvinnulífs og stjórnvalda og efla þannig samvinnu sem skilar raunverulegum aðgerðum. Hér á Íslandi höfum við öll tækifæri til að gera þetta. Forskot í nýtingu auðlinda, orkuskipti, græn iðnbylting, íslenskt hugvit á sviði loftslagslausna og markvisst samstarf atvinnulífs og stjórnvalda. Þetta eru ekki bara hugmyndir á blaði heldur raunverulegir möguleikar sem Ísland getur nýtt sér. Allt eru þetta atriði sem skilað hafa vel launuðum störfum, stuðlað að samkeppnishæfi og auknum lífsgæðum á Íslandi. Næsta skref er að tengja saman loftslags- og atvinnustefnu stjórnvalda við verkfærakistu atvinnulífsins og hrinda áætlunum í framkvæmd. Erlendis má finna innblástur. Danir hafa til að mynda, með NEKST-samstarfinu, sýnt hvernig markviss samvinna stjórnvalda og atvinnulífs skilar raunverulegum niðurstöðum fyrir umhverfi, samfélag og efnahag. Samtarf til framtíðar - öflugt Ísland Við getum lært af öðrum en jafnframt byggt á okkar eigin styrkleikum og þeim árangri sem náðst hefur hérlendis. Þar má nefna verkefnið Byggjum á grænni framtíð, sem er samstarfsverkefni stjórnvalda og hagaðila í byggingariðnaðinum um vistvænni mannvirkjagerð og aðgerðir í loftslagmálum. Vegvísir að vistvænni mannvirkjagerð 2030 hefur þegar skilað 40 árangursríkum aðgerðum af þeim 74 sem upphaflega voru settar fram, og nýlega voru kynntar 16 nýjar aðgerðir. Verkefnið er fyrirmyndarverkefni þegar kemur að framkvæmd stefnu í loftslagsmálum og gott dæmi um það hvernig samstarf stjórnvalda og atvinnulífs skilar áþreifanlegum árangri á þessu sviði. Á ársfundi Grænvangs, Samstarf til framtíðar – öflugt Ísland, ætlum við að ræða framtíðina í þessum málaflokki; hvernig kraftmikið samstarf stjórnvalda og atvinnulífs getur lagt grunn að samkeppnishæfni til framtíðar, öruggu orkukerfi og markvissum loftslagslausnum. Á fundinum munum við flétta skapandi hugsun við hagnýtar lausnir og vera hvert öðru innblástur til að takast í sameiningu á við áskoranir morgundagsins. Höfundur er forstöðumaður Grænvangs,samstarfsvettvangs atvinnulífs og stjórnvalda í loftslagsmálum og grænum lausnum.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun