Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar 25. ágúst 2025 07:30 Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, er búinn að segja A hvað varðar ólöglegu áfengisverslanirnar. Hann vildi eflaust skjóta inn orðinu „meintu“ ólöglegu áfengisverslanirnar. Fyrstu viðbrögð ráðherrans við fréttum um saksókn á hendur einni slíkri verslun voru nefnilega þau að nauðsynlegt væri að fá úr því skorið hvort þessar verslanir væru yfirleitt brotlegar, úr því yrði að fást skorið fyrir dómstólum. Það verður að segjast eins og er að þetta hljómar undarlega í eyrum þeirra sem hafa bæði lesið lagatextann um einkarétt ÁTVR á smásölu áfengis og síðan fylgst með auglýsingum hinna „meintu“ lögbrjóta um hraðvirka og fyrirstöðulausa afhendingu til einstakra neytenda, annað hvort með heimsendingu eða í verslun. En látum þetta að sinni liggja á milli hluta, fjármála- og efnahagsráðherra hefur sagt A.En verður þörf á segja B? Ráðherrann gerir því skóna að svo gæti farið að ekki nægði að segja A, það er að fá niðurstöðu dómstóla. Heldur var ráðherrann óræður hvað framhaldið snerti en vissulega er það svo að dómsvaldið tekur á brotum á lögum sem löggjafarvaldið setur. Fari svo að dómstólar komist að þeirri niðurstöðu, sem ætla má að verði raunin, að áfengislögin hafi verið brotin og að stjórnvöldin vilja óbreytt fyrirkomulag, þarf varla nokkru að breyta. En vilji stjórnmálmenn gjörbreytt fyrirkomulag, verða þeir að taka þá umræðu opinberlega og gera ítarlega grein fyrir því á hvaða forsendum þeir byggi afstöðu sína.Haft var eftir vínsala - „meintum“ lögbrjóti - sem hefur haft sig mjög í frammi í orði og á borði að frelsið sigri ætíð að lokum. En frelsi hvers? Það er reyndar augljóst að í hans huga snýst málið um hans eigið frelsi til að fara sínu fram óháð lögum. Ef lögin standi í vegi hans hljóti þeim að verða breytt. Einhver kynni að vilja nálgast þessa frelsisumræðu úr annarri átt og spyrja hvort til standi að frelsa samfélagið undan ágengni manna á borð við hann. Gróðaöfl eða almannaheill? Í sameiginlegri yfirlýsingu helstu forvarnarsamtaka landsins segir meðal annars: „ Samtökin skora á stjórnvöld að hlaupa ekki eftir þeim sem hafa hundsað landslög til að geta hagnast sem mest á sölu áfengis í eigin þágu á kostnað samfélagsins. Nær væri að hlusta á breiðfylkingu heilbrigðisstétta, forvarnarsamtaka og fleiri sem hafa ítrekað skorað á stjórnvöld að fylgja stefnu sem sannreynt er að þjóni samfélaginu og sé til almannaheilla.“ Heilbrigðisráðherrann, Alma Möller, hefur tekið eindregna afstöðu í anda samþykktrar lýðheilsustefnu Alþingis og í samræmi við sameiginlegt álit heilbrigðisstétta landsins. Vonandi talar heibrigðisráðherrann fyrir hönd ríkisstjórnarinnar í þessu mikilvæga lýðheilsumáli. Hver sem persónuleg skoðun fjármála- og efnahagsráðherra kann að vera í þessu máli vona ég að hann sýni forvarnarsamtökum, heilbrigðisstéttum landsins og öðrum þeim aðilum sem áfengisvandinn brennur á þá virðingu að hlusta á rök þeirra og virða sjónarmið þeirra í þessu efni. Höfundur er fyrrverandi heilbrigðisráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Netverslun með áfengi Áfengi Mest lesið Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Sjá meira
Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, er búinn að segja A hvað varðar ólöglegu áfengisverslanirnar. Hann vildi eflaust skjóta inn orðinu „meintu“ ólöglegu áfengisverslanirnar. Fyrstu viðbrögð ráðherrans við fréttum um saksókn á hendur einni slíkri verslun voru nefnilega þau að nauðsynlegt væri að fá úr því skorið hvort þessar verslanir væru yfirleitt brotlegar, úr því yrði að fást skorið fyrir dómstólum. Það verður að segjast eins og er að þetta hljómar undarlega í eyrum þeirra sem hafa bæði lesið lagatextann um einkarétt ÁTVR á smásölu áfengis og síðan fylgst með auglýsingum hinna „meintu“ lögbrjóta um hraðvirka og fyrirstöðulausa afhendingu til einstakra neytenda, annað hvort með heimsendingu eða í verslun. En látum þetta að sinni liggja á milli hluta, fjármála- og efnahagsráðherra hefur sagt A.En verður þörf á segja B? Ráðherrann gerir því skóna að svo gæti farið að ekki nægði að segja A, það er að fá niðurstöðu dómstóla. Heldur var ráðherrann óræður hvað framhaldið snerti en vissulega er það svo að dómsvaldið tekur á brotum á lögum sem löggjafarvaldið setur. Fari svo að dómstólar komist að þeirri niðurstöðu, sem ætla má að verði raunin, að áfengislögin hafi verið brotin og að stjórnvöldin vilja óbreytt fyrirkomulag, þarf varla nokkru að breyta. En vilji stjórnmálmenn gjörbreytt fyrirkomulag, verða þeir að taka þá umræðu opinberlega og gera ítarlega grein fyrir því á hvaða forsendum þeir byggi afstöðu sína.Haft var eftir vínsala - „meintum“ lögbrjóti - sem hefur haft sig mjög í frammi í orði og á borði að frelsið sigri ætíð að lokum. En frelsi hvers? Það er reyndar augljóst að í hans huga snýst málið um hans eigið frelsi til að fara sínu fram óháð lögum. Ef lögin standi í vegi hans hljóti þeim að verða breytt. Einhver kynni að vilja nálgast þessa frelsisumræðu úr annarri átt og spyrja hvort til standi að frelsa samfélagið undan ágengni manna á borð við hann. Gróðaöfl eða almannaheill? Í sameiginlegri yfirlýsingu helstu forvarnarsamtaka landsins segir meðal annars: „ Samtökin skora á stjórnvöld að hlaupa ekki eftir þeim sem hafa hundsað landslög til að geta hagnast sem mest á sölu áfengis í eigin þágu á kostnað samfélagsins. Nær væri að hlusta á breiðfylkingu heilbrigðisstétta, forvarnarsamtaka og fleiri sem hafa ítrekað skorað á stjórnvöld að fylgja stefnu sem sannreynt er að þjóni samfélaginu og sé til almannaheilla.“ Heilbrigðisráðherrann, Alma Möller, hefur tekið eindregna afstöðu í anda samþykktrar lýðheilsustefnu Alþingis og í samræmi við sameiginlegt álit heilbrigðisstétta landsins. Vonandi talar heibrigðisráðherrann fyrir hönd ríkisstjórnarinnar í þessu mikilvæga lýðheilsumáli. Hver sem persónuleg skoðun fjármála- og efnahagsráðherra kann að vera í þessu máli vona ég að hann sýni forvarnarsamtökum, heilbrigðisstéttum landsins og öðrum þeim aðilum sem áfengisvandinn brennur á þá virðingu að hlusta á rök þeirra og virða sjónarmið þeirra í þessu efni. Höfundur er fyrrverandi heilbrigðisráðherra
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar