Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar 26. ágúst 2025 07:04 Skólasetningu grunnskólanna fylgir mikil gleði, ekki síst hjá foreldrum yngri barna sem flestir hverjir telja niður dagana þar til venjuleg rútína kemst aftur á heimilislífið. Undirritaður er þar á meðal. Ekki misskilja mig - sumarfríið hjá börnunum var frábært - en við tökum öll skólarútínuninni fagnandi. Það er hins vegar súrsætt að hugsa til þess að börn í Myllubakka- og Holtaskóla hefji nú enn eitt skólaárið í bráðabirgða gámaeiningum og enn eitt árið njóta þau ekki allra þeirra kosta sem skólar á Íslandi bjóða almennt upp á. Börnin hafa ekkert mötuneyti og borða nesti og hádegismat í heimastofum sínum. Aðgangur að verk- og listgreinum er verulega, ef ekki alfarið skertur og ekkert skólabókasafn er til staðar fyrir börnin, sem kemur sér einkar illa fyrir þau börn sem eru að taka sín fyrstu skref í lestri. Í þessum aðstæðum eiga starfsmenn skólanna allt hrós skilið. Seigla, aðlögunarhæfni og umburðarlyndi hefur einkennt þeirra starf þar sem allt hefur verið endurskipulagt svo hægt sé að halda uppi eins eðlilegu skólastarfi og mögulegt er við þessar aðstæður. Verklok á Myllubakka- og Holtaskóla í fremsta forgang Sjálfur bý ég í þeirri góðu trú að verklok við þessa tvo skóla hafi alltaf verið í fremsta forgangi hjá bæjarfélaginu, en af fréttaflutningi þessa árs að dæma læðist að mér sá grunur að svo sé staðan ekki lengur. Þegar maður les um að bærinn standi í ströngu við að stækka bæjarskrifstofurnar, kaupa húsnæði háskóla Keilis á Ásbrú og setja upp tímabundnar bæjarskrifstofur í því húsi, stækka Hljómahöllina og flytja bókasafnið þangað, þá heyrast sögur af því að ekki sé til peningur til að greiða verktökum sem starfa í Myllubakka- og Holtaskóla og að hægja eigi á framkvæmdum við skólana vegna fjárskorts hjá bænum. Mögulega lítur bæjarstjórn Reykjanesbæjar ekki lengur á þessar framkvæmdir sem fremsta forgangsmál þar sem þökk sé öflugu skipulagi skólastjórnenda gengur allt smurt fyrir sig í núverandi ástandi. Ég vil því með þessari grein hvetja foreldra jafnt sem starfsmenn skólanna að láta ekki af þrýstingi á bæjaryfirvöld, að framkvæmdirnar við skólana verði áfram í fremsta forgangi og að allt kapp verði lagt í að klára þessar framkvæmdir sem allra fyrst. Höfundur á barn í Holtaskóla Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjanesbær Skóla- og menntamál Grunnskólar Rekstur hins opinbera Mest lesið Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Skólasetningu grunnskólanna fylgir mikil gleði, ekki síst hjá foreldrum yngri barna sem flestir hverjir telja niður dagana þar til venjuleg rútína kemst aftur á heimilislífið. Undirritaður er þar á meðal. Ekki misskilja mig - sumarfríið hjá börnunum var frábært - en við tökum öll skólarútínuninni fagnandi. Það er hins vegar súrsætt að hugsa til þess að börn í Myllubakka- og Holtaskóla hefji nú enn eitt skólaárið í bráðabirgða gámaeiningum og enn eitt árið njóta þau ekki allra þeirra kosta sem skólar á Íslandi bjóða almennt upp á. Börnin hafa ekkert mötuneyti og borða nesti og hádegismat í heimastofum sínum. Aðgangur að verk- og listgreinum er verulega, ef ekki alfarið skertur og ekkert skólabókasafn er til staðar fyrir börnin, sem kemur sér einkar illa fyrir þau börn sem eru að taka sín fyrstu skref í lestri. Í þessum aðstæðum eiga starfsmenn skólanna allt hrós skilið. Seigla, aðlögunarhæfni og umburðarlyndi hefur einkennt þeirra starf þar sem allt hefur verið endurskipulagt svo hægt sé að halda uppi eins eðlilegu skólastarfi og mögulegt er við þessar aðstæður. Verklok á Myllubakka- og Holtaskóla í fremsta forgang Sjálfur bý ég í þeirri góðu trú að verklok við þessa tvo skóla hafi alltaf verið í fremsta forgangi hjá bæjarfélaginu, en af fréttaflutningi þessa árs að dæma læðist að mér sá grunur að svo sé staðan ekki lengur. Þegar maður les um að bærinn standi í ströngu við að stækka bæjarskrifstofurnar, kaupa húsnæði háskóla Keilis á Ásbrú og setja upp tímabundnar bæjarskrifstofur í því húsi, stækka Hljómahöllina og flytja bókasafnið þangað, þá heyrast sögur af því að ekki sé til peningur til að greiða verktökum sem starfa í Myllubakka- og Holtaskóla og að hægja eigi á framkvæmdum við skólana vegna fjárskorts hjá bænum. Mögulega lítur bæjarstjórn Reykjanesbæjar ekki lengur á þessar framkvæmdir sem fremsta forgangsmál þar sem þökk sé öflugu skipulagi skólastjórnenda gengur allt smurt fyrir sig í núverandi ástandi. Ég vil því með þessari grein hvetja foreldra jafnt sem starfsmenn skólanna að láta ekki af þrýstingi á bæjaryfirvöld, að framkvæmdirnar við skólana verði áfram í fremsta forgangi og að allt kapp verði lagt í að klára þessar framkvæmdir sem allra fyrst. Höfundur á barn í Holtaskóla
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar