Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 27. ágúst 2025 07:02 Daniel og Daníel Óliver giftu sig í sænskum kastala. Caitlin Joice „Dagurinn hefði ekki getað verið betri,“ segir tónlistarmaðurinn Daníel Óliver Nyback sem gekk að eiga sinn heittelskaða Daniel Mattias Nyback um helgina í hundrað manna teiti í sænskum kastala. Blaðamaður ræddi við Daníel Óliver um stóra daginn. Daníel og Daníel eru búnir að vera saman í næstum fjórtán ár og eiga rætur bæði á Íslandi og í Svíþjóð. Nýgiftir og glæsilegir!Caitlin Joice Hvenær og hvernig trúlofuðust þið? Við trúlofuðumst í september 2023 eftir loftbelgsferð. Ég skildi ekki alveg af hverju hann bauð mér í loftbelg þar sem ég er frekar lofthræddur en þegar við lentum þá kom bónorð. Hann var svo stressaður að hann eiginlega henti hringnum í mig þegar hann spurði. Daniel Mattias var svo stressaður að biðja Daníels Ólivers að hann næstum kastaði trúlofunarhringnum í hann. Caitlin Joice Hvað voruð þið búin að vera lengi að skipuleggja stóra daginn? Við byrjuðum að plana fyrir um það bil ári. Þegar við ákváðum að hafa brúðkaupið í Svíþjóð fengum ráð um að fá hjálp frá brúðkaupsskipuleggjanda (e. wedding planner) til að skipuleggja svona stórt brúðkaup þar sem fólk væri að koma frá mismunandi löndum og það var án efa besta ákvörðunin. Glæsilegir gestir og hjón!Caitlin Joice Hvernig var brúðkaupsdagurinn? Dagurinn var frábær. Þetta var helgarbúðkaup svo gestirnir voru búnir að hittast og spjalla kvöldið áður þannig stemningin var bara góð. Allir peppaðir og dagurinn hefði ekki getað verið betri. Dagurinn hefði ekki getað verið betri segja Daníel og Daniel.Caitlin Joice Voruð þið sammála í skipulaginu? Já svona að mestu leyti. Við tókum auðvitað nokkrar málamiðlanir en í grunninn vildum við að brúðkaupið myndi aðallega snúast um skemmtilega upplifun fyrir fólkið okkar og vini og við unnum allt út frá þeirri möntru. View this post on Instagram A post shared by Caitlin Joyce (@caitlinjoycephotography) Hvað fannst ykkur mikilvægast? Það var mikilvægt fyrir okkur að vinir okkar frá hinum ýmsu tímabilum í lífinu og fjölskylda fengju að hittast og kynnast almennilega. Svo auðvitað að hafa gaman að þessu. Gleðin var í fyrirrúmi.Caitlin Joice Hvaðan sóttuð þið innblástur? Við ákváðum að hafa þetta þemabrúðkaup þar sem við vorum með þennan gamla kastala. Okkur fannst Gatsby þema skemmtilegt svo við og gestirnir gætum klætt okkur upp og fengið að upplifa hvernig það var að mæta í svona stórar veislur árið 1920. Það var alveg truflað gaman. View this post on Instagram A post shared by Daniel Oliver (@itsdanieloliver) Hvað stendur upp úr? Öll ástin sem við fundum frá fólkinu okkar og vinum. Það var ógleymanlegt. Skemmtilegar ræður, falleg atriði, fyndin uppistönd, söngur, gleði og gaman. Ástin var svo sannarlega í loftinu!Caitlin Joice Sáu einhverjir um veislustjórn og voru skemmtiatriði? María systir mín og besta vinkona Nybacks voru veislustjórar. Svo fengum við frábæran kvartett til að spila í athöfninni og svo æðislegan DJ um kvöldið með gestasöngkonu sem kom öllum í stuð. Strákarnir voru í gríðarlegu stuði!Caitlin Joice Var eitthvað sem kom ykkur á óvart? Hvað við eigum marga ótrúlega, fyndna, hæfileikaríka og yndislega vini. Umkringdir góðum fyndnum og skemmtilegum vinum!Caitlin Joice Hvað voru margir gestir? 100 manns. Hvernig gekk að velja brúðkaupsfötin og hvaðan sóttirðu innblásturinn fyrir það? Við vildum vera svipaðir en samt mismunandi svo við vorum báðir í smóking, hann í svörtum jakka og ég í hvítum. Stórglæsilegir í svörtum og hvítum smókingum.Caitlin Joice Ertu með eitthvað gullið ráð fyrir verðandi hjón sem eru að skipuleggja brúðkaup? Excel er vinur þinn og takið á móti allri hjálp sem þið getið fengið. Daníel Óliver mælir með að þiggja alla mögulega hjálp sem býðst þegar verið er að skipuleggja brúðkaup.Caitlin Joice Ætlið þið í brúðkaupsferð? Já, en það er ekkert ákveðið ennþá. Brúðkaup Ástin og lífið Íslendingar erlendis Svíþjóð Tímamót Mest lesið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Baltasar Samper látinn Menning Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Fleiri fréttir Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Sjá meira
Daníel og Daníel eru búnir að vera saman í næstum fjórtán ár og eiga rætur bæði á Íslandi og í Svíþjóð. Nýgiftir og glæsilegir!Caitlin Joice Hvenær og hvernig trúlofuðust þið? Við trúlofuðumst í september 2023 eftir loftbelgsferð. Ég skildi ekki alveg af hverju hann bauð mér í loftbelg þar sem ég er frekar lofthræddur en þegar við lentum þá kom bónorð. Hann var svo stressaður að hann eiginlega henti hringnum í mig þegar hann spurði. Daniel Mattias var svo stressaður að biðja Daníels Ólivers að hann næstum kastaði trúlofunarhringnum í hann. Caitlin Joice Hvað voruð þið búin að vera lengi að skipuleggja stóra daginn? Við byrjuðum að plana fyrir um það bil ári. Þegar við ákváðum að hafa brúðkaupið í Svíþjóð fengum ráð um að fá hjálp frá brúðkaupsskipuleggjanda (e. wedding planner) til að skipuleggja svona stórt brúðkaup þar sem fólk væri að koma frá mismunandi löndum og það var án efa besta ákvörðunin. Glæsilegir gestir og hjón!Caitlin Joice Hvernig var brúðkaupsdagurinn? Dagurinn var frábær. Þetta var helgarbúðkaup svo gestirnir voru búnir að hittast og spjalla kvöldið áður þannig stemningin var bara góð. Allir peppaðir og dagurinn hefði ekki getað verið betri. Dagurinn hefði ekki getað verið betri segja Daníel og Daniel.Caitlin Joice Voruð þið sammála í skipulaginu? Já svona að mestu leyti. Við tókum auðvitað nokkrar málamiðlanir en í grunninn vildum við að brúðkaupið myndi aðallega snúast um skemmtilega upplifun fyrir fólkið okkar og vini og við unnum allt út frá þeirri möntru. View this post on Instagram A post shared by Caitlin Joyce (@caitlinjoycephotography) Hvað fannst ykkur mikilvægast? Það var mikilvægt fyrir okkur að vinir okkar frá hinum ýmsu tímabilum í lífinu og fjölskylda fengju að hittast og kynnast almennilega. Svo auðvitað að hafa gaman að þessu. Gleðin var í fyrirrúmi.Caitlin Joice Hvaðan sóttuð þið innblástur? Við ákváðum að hafa þetta þemabrúðkaup þar sem við vorum með þennan gamla kastala. Okkur fannst Gatsby þema skemmtilegt svo við og gestirnir gætum klætt okkur upp og fengið að upplifa hvernig það var að mæta í svona stórar veislur árið 1920. Það var alveg truflað gaman. View this post on Instagram A post shared by Daniel Oliver (@itsdanieloliver) Hvað stendur upp úr? Öll ástin sem við fundum frá fólkinu okkar og vinum. Það var ógleymanlegt. Skemmtilegar ræður, falleg atriði, fyndin uppistönd, söngur, gleði og gaman. Ástin var svo sannarlega í loftinu!Caitlin Joice Sáu einhverjir um veislustjórn og voru skemmtiatriði? María systir mín og besta vinkona Nybacks voru veislustjórar. Svo fengum við frábæran kvartett til að spila í athöfninni og svo æðislegan DJ um kvöldið með gestasöngkonu sem kom öllum í stuð. Strákarnir voru í gríðarlegu stuði!Caitlin Joice Var eitthvað sem kom ykkur á óvart? Hvað við eigum marga ótrúlega, fyndna, hæfileikaríka og yndislega vini. Umkringdir góðum fyndnum og skemmtilegum vinum!Caitlin Joice Hvað voru margir gestir? 100 manns. Hvernig gekk að velja brúðkaupsfötin og hvaðan sóttirðu innblásturinn fyrir það? Við vildum vera svipaðir en samt mismunandi svo við vorum báðir í smóking, hann í svörtum jakka og ég í hvítum. Stórglæsilegir í svörtum og hvítum smókingum.Caitlin Joice Ertu með eitthvað gullið ráð fyrir verðandi hjón sem eru að skipuleggja brúðkaup? Excel er vinur þinn og takið á móti allri hjálp sem þið getið fengið. Daníel Óliver mælir með að þiggja alla mögulega hjálp sem býðst þegar verið er að skipuleggja brúðkaup.Caitlin Joice Ætlið þið í brúðkaupsferð? Já, en það er ekkert ákveðið ennþá.
Brúðkaup Ástin og lífið Íslendingar erlendis Svíþjóð Tímamót Mest lesið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Baltasar Samper látinn Menning Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Fleiri fréttir Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Sjá meira