Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 26. ágúst 2025 12:11 Carsten Breuer ræddi við íslenska fjölmiðla í utanríkisráðuneytinu í morgun í tilefni heimsóknarinnar. Vísir/Bjarni Yfirmaður þýska hersins er staddur á Íslandi en tilgangur heimsóknarinnar er að efla tvíhliða varnarsamstarf Íslands og Þýskalands. Hann segir rússneska ógn steðja að Evrópu og sjaldan hafi verið mikilvægara að styrkja samstarf bandalagsríkja á sviði varnarmála. Carsten Breuer, æðsti yfirmaður þýska heraflans, kom hingað til lands í gær ásamt sendinefnd í þeim tilgangi að styrkja samstarf ríkjanna á sviði öryggis- og varnarmála, einkum á norðurslóðum og Norður-Atlantshafi. Hann segir öryggisumhverfið í Evrópu gjörbreytt í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu. „Það sem við erum að sjá er hættulegt, þetta er ógn sem Rússar beina að Evrópu, nokkuð sem ég hef ekki séð á mínum fjörutíu árum sem hermaður,“ segir Breuer í samtali við fréttastofu. Æðsti yfirmaður þýska heraflans kom hingað til lands í gær ásamt sendinefnd.Vísir/Bjarni Jónas G. Allansson, skrifstofustjóri varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisnis, segir heimsóknina mikilvægan þátt í að efla samband við bandalagsríki innan Atlantshafsbandalagsins. „Þjóðverjar eru að horfa í að styrkja sína getu, meðal annars getu sem snýr að kafbátaleit og Ísland gegnir auðvitað mikilvægu hlutverki fyrir Atlantshafsbandalagið hér á Norður-Atlantshafi í því samhengi. Bandaríkin eru hryggjarstykkið í þessu eftirliti og við erum hér með norskar eftirlitsvélar og kandískar sem koma hingað, Bretar líka, og Þjóðverjar sjá fram til þess að bætast í þann hóp. Það er mjög mikilvægt líka fyrir okkur sem bandalagsríki að kynna öllum bandalagríkjum, og þá ekki síst stóru samstarfsríkjunum, hvað við leggjum af mörkum til öryggis Evrópu og Norður-Ameríku,“ segir Jónas. Jónas G. Allansson er skrifstofustjóri varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins.Vísir/Bjarni Nánar verður rætt við þá Jónas og Carsten Breuer í kvöldfréttum Sýnar. Öryggis- og varnarmál Þýskaland Utanríkismál Norðurslóðir Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Carsten Breuer, æðsti yfirmaður þýska heraflans, kom hingað til lands í gær ásamt sendinefnd í þeim tilgangi að styrkja samstarf ríkjanna á sviði öryggis- og varnarmála, einkum á norðurslóðum og Norður-Atlantshafi. Hann segir öryggisumhverfið í Evrópu gjörbreytt í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu. „Það sem við erum að sjá er hættulegt, þetta er ógn sem Rússar beina að Evrópu, nokkuð sem ég hef ekki séð á mínum fjörutíu árum sem hermaður,“ segir Breuer í samtali við fréttastofu. Æðsti yfirmaður þýska heraflans kom hingað til lands í gær ásamt sendinefnd.Vísir/Bjarni Jónas G. Allansson, skrifstofustjóri varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisnis, segir heimsóknina mikilvægan þátt í að efla samband við bandalagsríki innan Atlantshafsbandalagsins. „Þjóðverjar eru að horfa í að styrkja sína getu, meðal annars getu sem snýr að kafbátaleit og Ísland gegnir auðvitað mikilvægu hlutverki fyrir Atlantshafsbandalagið hér á Norður-Atlantshafi í því samhengi. Bandaríkin eru hryggjarstykkið í þessu eftirliti og við erum hér með norskar eftirlitsvélar og kandískar sem koma hingað, Bretar líka, og Þjóðverjar sjá fram til þess að bætast í þann hóp. Það er mjög mikilvægt líka fyrir okkur sem bandalagsríki að kynna öllum bandalagríkjum, og þá ekki síst stóru samstarfsríkjunum, hvað við leggjum af mörkum til öryggis Evrópu og Norður-Ameríku,“ segir Jónas. Jónas G. Allansson er skrifstofustjóri varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins.Vísir/Bjarni Nánar verður rætt við þá Jónas og Carsten Breuer í kvöldfréttum Sýnar.
Öryggis- og varnarmál Þýskaland Utanríkismál Norðurslóðir Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira