„Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 27. ágúst 2025 13:02 JD Vance, varaforseti Bandaríkjanna, heimsótti Grænland ásamt eiginkonu sinni Usha Vance fyrr á árinu. Heimsóknin þótti umdeild. AP/Jim Watson Bandaríkjamenn með tengsl við Donald Trump Bandaríkjaforseta eru grunaðir um að stunda njósnir og áróðursherferðir á Grænlandi. Alþjóðastjórnmálafræðingur segir fréttirnar ekki koma á óvart. Markmiðið sé að grafa undan sambandi Grænlands og Danmerkur með það að leiðarljósi að auka stuðning við áform forsetans um að eignast Grænland. „Þótt stormurinn um Grænland sé genginn yfir í bili, þá er ósk Bandaríkjanna um að eignast landið enn til staðar,“ segir meðal annars í umfjöllun danska ríkisútvarspins, DR, í dag um meintar áróðursaðgerðir Bandaríkjamanna á Grænlandi. Minnst þrír menn með tengsl við Trump grunaðir Haft er eftir sérfræðingum og öðrum heimildarmönnum DR að vitað sé til þess að Bandarískir menn með tengsl við Donald Trump Bandaríkjaforseta hafi undanfarin misseri stundað það sem kalla mætti upplýsingahernað á Grænlandi, að því er virðist til að hafa áhrif á viðhorf almennings til að grafa undan ríkjasambandinu við Danmörku. Þessar fréttir koma Vilborgu Ásu Guðjónsdóttur, alþjóðastjórnmálafræðingi og sérfræðingi í málefnum Grænlands, ekki á óvart. „Nei þær gera það ekki. Raunar þá var fréttaskýring í Wall Street Journal í maí sem var einmitt að lýsa að þetta væri það sem að koma skyldi,“ segir Vilborg. Sjá einnig: Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Fram kemur meðal annars í umfjöllun DR að ónefndur Bandaríkjamaður, með tengsl við Trump, hafi komið til Grænlands í þeim tilgangi meðal annars að útbúa lista yfir nöfn grænlenskra borgara sem styðja áform Trump um að eignast Grænland. Þar að auki hafi hann tekið saman nöfn þeirra sem eru andvígir forsetanum og áformum hans. Hann er sagður einn af minnst þremur mönnum með tengsl við forsetann sem stundi leynilegar aðgerðir til að hafa áhrif á Grænlendinga. Meiningin sé að stuðla að grænlenskri hreyfingu sem beiti sér fyrir því að rjúfa tengslin við Danmörku. Líklegast á vegum stjórnvalda Umfjöllunin byggir á framburði átta heimildarmanna en DR segist ekki geta staðfest hvort mennirnir starfi á eigin vegum eða hvort þeir séu útsendarar á vegum Bandaríkjastjórnar. Leyniþjónusta dönsku lögreglunnar staðfestir að Grænland sé skotmark áróðursherferða sem miði að því að grafa undan sambandi ríkjanna. Vilborg Ása Guðjónsdóttir.aðsend „Það er í greininni sagt að það sé ekki staðfest að þessir aðilar séu á vegum stjórnvalda í Bandaríkjunum en það má nú gera ráð fyrir því. Þetta er formlega séð ekki löglegt yfirleitt, en njósnir tíðkast og annars konar aðgerðir til að reyna að hafa áhrif á skoðanir íbúa,“ segir Vilborg. Markmiðið sé að fá Grænlendinga upp á móti Dönum til að auka líkurnar á að þeir vilji slíta sig frá Danmörku og stuðla að jákvæðara viðhorfi Grænlendinga til Bandaríkjanna. Til þessa sé alls kyns brögðum beitt. „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við. Að þessu máli væri hvergi nærri lokið. Grænlendingar hafa fengið kærkomna hvíld frá þessu máli síðustu mánuði, en það vissu svo sem flestir að það væri einungis tímabundin hvíld,“ segir Vilborg. Dönsk stjórnvöld fylgist grannt með stöðunni en utanríkisráðherra Danmerkur hefur kallað erindreka Bandaríkjanna í Danmörku á teppið og búist við að þeir ræði saman síðar í dag. Grænland Bandaríkin Donald Trump Danmörk Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Sjá meira
„Þótt stormurinn um Grænland sé genginn yfir í bili, þá er ósk Bandaríkjanna um að eignast landið enn til staðar,“ segir meðal annars í umfjöllun danska ríkisútvarspins, DR, í dag um meintar áróðursaðgerðir Bandaríkjamanna á Grænlandi. Minnst þrír menn með tengsl við Trump grunaðir Haft er eftir sérfræðingum og öðrum heimildarmönnum DR að vitað sé til þess að Bandarískir menn með tengsl við Donald Trump Bandaríkjaforseta hafi undanfarin misseri stundað það sem kalla mætti upplýsingahernað á Grænlandi, að því er virðist til að hafa áhrif á viðhorf almennings til að grafa undan ríkjasambandinu við Danmörku. Þessar fréttir koma Vilborgu Ásu Guðjónsdóttur, alþjóðastjórnmálafræðingi og sérfræðingi í málefnum Grænlands, ekki á óvart. „Nei þær gera það ekki. Raunar þá var fréttaskýring í Wall Street Journal í maí sem var einmitt að lýsa að þetta væri það sem að koma skyldi,“ segir Vilborg. Sjá einnig: Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Fram kemur meðal annars í umfjöllun DR að ónefndur Bandaríkjamaður, með tengsl við Trump, hafi komið til Grænlands í þeim tilgangi meðal annars að útbúa lista yfir nöfn grænlenskra borgara sem styðja áform Trump um að eignast Grænland. Þar að auki hafi hann tekið saman nöfn þeirra sem eru andvígir forsetanum og áformum hans. Hann er sagður einn af minnst þremur mönnum með tengsl við forsetann sem stundi leynilegar aðgerðir til að hafa áhrif á Grænlendinga. Meiningin sé að stuðla að grænlenskri hreyfingu sem beiti sér fyrir því að rjúfa tengslin við Danmörku. Líklegast á vegum stjórnvalda Umfjöllunin byggir á framburði átta heimildarmanna en DR segist ekki geta staðfest hvort mennirnir starfi á eigin vegum eða hvort þeir séu útsendarar á vegum Bandaríkjastjórnar. Leyniþjónusta dönsku lögreglunnar staðfestir að Grænland sé skotmark áróðursherferða sem miði að því að grafa undan sambandi ríkjanna. Vilborg Ása Guðjónsdóttir.aðsend „Það er í greininni sagt að það sé ekki staðfest að þessir aðilar séu á vegum stjórnvalda í Bandaríkjunum en það má nú gera ráð fyrir því. Þetta er formlega séð ekki löglegt yfirleitt, en njósnir tíðkast og annars konar aðgerðir til að reyna að hafa áhrif á skoðanir íbúa,“ segir Vilborg. Markmiðið sé að fá Grænlendinga upp á móti Dönum til að auka líkurnar á að þeir vilji slíta sig frá Danmörku og stuðla að jákvæðara viðhorfi Grænlendinga til Bandaríkjanna. Til þessa sé alls kyns brögðum beitt. „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við. Að þessu máli væri hvergi nærri lokið. Grænlendingar hafa fengið kærkomna hvíld frá þessu máli síðustu mánuði, en það vissu svo sem flestir að það væri einungis tímabundin hvíld,“ segir Vilborg. Dönsk stjórnvöld fylgist grannt með stöðunni en utanríkisráðherra Danmerkur hefur kallað erindreka Bandaríkjanna í Danmörku á teppið og búist við að þeir ræði saman síðar í dag.
Grænland Bandaríkin Donald Trump Danmörk Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Sjá meira