„Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar 27. ágúst 2025 14:02 Fyrir nokkru var samþykkt í báðum deildum bandaríkjaþings frumvarp sem var nefnt „stóra fallega frumvarpið“ (the big beautiful bill) og sem forseti Bandaríkjanna lagði mikla áherslu á að næði fram að ganga. Það er alger öfugmæli að kalla frumvarpið og lögin falleg, því það er nákvæmlega ekkert fallegt við þau, heldur þvert á móti. Með gildistöku laganna eykst tekju- og eignaójöfnuður í Bandaríkjunum og var hann þó ærinn fyrir. Bitnar á lágtekjufólki Helstu atriði laganna eru þau að tekjuskattslækkanir sem voru gerðar 2017 verða varanlegar og frítekjumark vegna s.k. „SALT“ frádráttar er aukið. Þessar breytingar lækka skattbyrði fyrir marga, sérstaklega tekjuhærri einstaklinga en kemur lágtekjufólki ekki að gagni. Á móti er skorið niður í Medicaid sem er ríkisstyrkt heilbrigðistryggingakerfi fyrir fólk með lágar tekjur (börn, aldraða, fatlað fólk og fólk með langvarandi sjúkdóma) og reglur um Obamacare hertar. Medicaid er rekið af hverju einstöku ríki sem setur skilyrði fyrir þjónustu en er fjármagnað að mestu af alríkinu. Með frumvarpinu var framlag alríkisins til þessa kerfis skert með þeim afleiðinum að skilyrði fyrir aðgengi að Medicaid kerfinu verður þrengra og talið er að á bílinu 10-12 milljónir Bandaríkjamanna með lágar tekjur missi sínar heilbrigðistryggingar í gegnum Medicaid. Þetta snýr að þjónustu eins og heimsóknum til lækna og heilsugæslu, innlögnum á sjúkrahús, aðgengi að lyfjum og þjónustu vegna meðgöngu og fæðingarhjálpar. Að auki verða reglur tengdar Obamacare þrengdar til muna með þeim afleiðingum að um 4 milljónir Bandaríkjamanna til viðbótar missa heilbrigðistryggingu sína og þar með niðurgreidda heilbrigðisþjónustu. Samtals munu um 16 milljónir Bandarikjamanna missa heilbrigðistryggingar sem alríkið hefur tryggt þeim hingað til. Önnur áhrif þessara ljótu laga er sú að halli á ríkissjóði Bandaríkjanna eykst (vegna skattalækkanna) sem eykur skuldir alríkisins sem síðar verður mætt með niðurskurði, sérstaklega í félagslega kerfinu sem lágtekjufólk treystir á. Hver er munurinn á heilbrigðiskerfi Bandaríkjanna og Íslands? Munurinn á íslenska og bandaríska heilbrigðiskerfinu er verulegur hvað varðar aðgengi, kostnað og skipulag. Á Íslandi er almennt aðgengi (universal access) að heilbrigðiskerfinu. Aðgengi að bráðaþjónustu er frekar greiðlegt sem og að læknis- og hjúkrunarþjónustu, þó biðlistar hafa vissulega lengst seinustu ár. Íslenska heilbrigðiskerfið er að mestu rekið af hinu opinbera og er almennt mjög skilvirkt. Kerfið byggir á velferðarsjónarmiðum – að allir eigi rétt á heilbrigðisþjónustu óháð efnahag. Aftur á móti er aðgegni almennings í Bandaríkjunum að heilbrigðiskerfinu mjög mismunandi og fer hreinlega eftir efnahagslegir stöðu fólks, þ.e. hvort fólk er tryggt og hvers konar tryggingu það hefur. Talið er að um 27 milljónir Bandaríkjamanna hafi verið án heilbrigðistryggingar árið 2024 og gera má ráð fyrir að þeim muni fjölga vegna breytinga á reglum um Medicaid. Á Íslandi er heilbrigðiskerfið að mestu fjármagnað af ríkinu í gegnum skatta. Þjónustan er að mestu gjaldfrjáls, þ.e. greitt af hinu opinbera og með mjög hóflegum gjöldum fyrir almenning. Á móti er heilbrigðiskerfið í Bandaríkjunum að mestu einkarekið (og hagnaðardrifið) og byggir á tryggingakerfi sem keyrir upp kostnað í samanburði við önnur OECD lönd. Því dýrari og umfangsmeiri tryggingar sem viðkomandi hefur, því betra aðgengi fær viðkomandi að heilbrigðisþjónustu. Til viðbótar má bæta því við að ef fólk er ekki með góða tryggingu getur heilbrigðisþjónusta orðið gríðarlega dýr og kostnaður vegna hennar orðið nánast óyfirstíganlegur. Að auki verður að taka fram að heilbrigðistryggingakerfið í Bandaríkjunum er dýrara, flóknara og frábrugðið því sem við þekkjum á hér, m.a. vegna þess að þar er ekki til eitt sameiginlegt opinbert heilbrigðiskerfi fyrir alla. Í staðinn byggist kerfið á blöndu af einkareknum og opinberum tryggingum, og fólk þarf oft að kaupa tryggingar sjálft eða fá þær í gegnum vinnuveitanda. Ég hef í þessari grein útskýrt að „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump er bara ekkert fallegt, heldur ljótt og hefur ömurleg áhrif á tekulægra fólk í Bandaríkjunum og afnemur aðgengi um 16 milljóna manna að heilbrigðisþjónustu. Að auki hef ég í stuttu máli útskýrt muninn á íslenska og bandaríska heilbrigðiskerfinu. Íslenska heilbrigðiskerfið er mjög gott, skilvirt og er fyrir alla, með almennt aðgengi. Mætti ég velja hið íslenska kerfi alla daga með öllum þeim áskorunum sem það stendur frammi fyrir en það bandaríska sem er mun dýrara, ójafnaðra og verra kerfi. Höfundur er heilsuhagfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Donald Trump Bandaríkin Gunnar Alexander Ólafsson Mest lesið Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómas Þór Þórðarson Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Íslenska sem brú að betra samfélagi Vanessa Monika Isenmann skrifar Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld sinna ekki málefnum barna af fagmennsku Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Kjölfestan í mannlífinu Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Fyrir nokkru var samþykkt í báðum deildum bandaríkjaþings frumvarp sem var nefnt „stóra fallega frumvarpið“ (the big beautiful bill) og sem forseti Bandaríkjanna lagði mikla áherslu á að næði fram að ganga. Það er alger öfugmæli að kalla frumvarpið og lögin falleg, því það er nákvæmlega ekkert fallegt við þau, heldur þvert á móti. Með gildistöku laganna eykst tekju- og eignaójöfnuður í Bandaríkjunum og var hann þó ærinn fyrir. Bitnar á lágtekjufólki Helstu atriði laganna eru þau að tekjuskattslækkanir sem voru gerðar 2017 verða varanlegar og frítekjumark vegna s.k. „SALT“ frádráttar er aukið. Þessar breytingar lækka skattbyrði fyrir marga, sérstaklega tekjuhærri einstaklinga en kemur lágtekjufólki ekki að gagni. Á móti er skorið niður í Medicaid sem er ríkisstyrkt heilbrigðistryggingakerfi fyrir fólk með lágar tekjur (börn, aldraða, fatlað fólk og fólk með langvarandi sjúkdóma) og reglur um Obamacare hertar. Medicaid er rekið af hverju einstöku ríki sem setur skilyrði fyrir þjónustu en er fjármagnað að mestu af alríkinu. Með frumvarpinu var framlag alríkisins til þessa kerfis skert með þeim afleiðinum að skilyrði fyrir aðgengi að Medicaid kerfinu verður þrengra og talið er að á bílinu 10-12 milljónir Bandaríkjamanna með lágar tekjur missi sínar heilbrigðistryggingar í gegnum Medicaid. Þetta snýr að þjónustu eins og heimsóknum til lækna og heilsugæslu, innlögnum á sjúkrahús, aðgengi að lyfjum og þjónustu vegna meðgöngu og fæðingarhjálpar. Að auki verða reglur tengdar Obamacare þrengdar til muna með þeim afleiðingum að um 4 milljónir Bandaríkjamanna til viðbótar missa heilbrigðistryggingu sína og þar með niðurgreidda heilbrigðisþjónustu. Samtals munu um 16 milljónir Bandarikjamanna missa heilbrigðistryggingar sem alríkið hefur tryggt þeim hingað til. Önnur áhrif þessara ljótu laga er sú að halli á ríkissjóði Bandaríkjanna eykst (vegna skattalækkanna) sem eykur skuldir alríkisins sem síðar verður mætt með niðurskurði, sérstaklega í félagslega kerfinu sem lágtekjufólk treystir á. Hver er munurinn á heilbrigðiskerfi Bandaríkjanna og Íslands? Munurinn á íslenska og bandaríska heilbrigðiskerfinu er verulegur hvað varðar aðgengi, kostnað og skipulag. Á Íslandi er almennt aðgengi (universal access) að heilbrigðiskerfinu. Aðgengi að bráðaþjónustu er frekar greiðlegt sem og að læknis- og hjúkrunarþjónustu, þó biðlistar hafa vissulega lengst seinustu ár. Íslenska heilbrigðiskerfið er að mestu rekið af hinu opinbera og er almennt mjög skilvirkt. Kerfið byggir á velferðarsjónarmiðum – að allir eigi rétt á heilbrigðisþjónustu óháð efnahag. Aftur á móti er aðgegni almennings í Bandaríkjunum að heilbrigðiskerfinu mjög mismunandi og fer hreinlega eftir efnahagslegir stöðu fólks, þ.e. hvort fólk er tryggt og hvers konar tryggingu það hefur. Talið er að um 27 milljónir Bandaríkjamanna hafi verið án heilbrigðistryggingar árið 2024 og gera má ráð fyrir að þeim muni fjölga vegna breytinga á reglum um Medicaid. Á Íslandi er heilbrigðiskerfið að mestu fjármagnað af ríkinu í gegnum skatta. Þjónustan er að mestu gjaldfrjáls, þ.e. greitt af hinu opinbera og með mjög hóflegum gjöldum fyrir almenning. Á móti er heilbrigðiskerfið í Bandaríkjunum að mestu einkarekið (og hagnaðardrifið) og byggir á tryggingakerfi sem keyrir upp kostnað í samanburði við önnur OECD lönd. Því dýrari og umfangsmeiri tryggingar sem viðkomandi hefur, því betra aðgengi fær viðkomandi að heilbrigðisþjónustu. Til viðbótar má bæta því við að ef fólk er ekki með góða tryggingu getur heilbrigðisþjónusta orðið gríðarlega dýr og kostnaður vegna hennar orðið nánast óyfirstíganlegur. Að auki verður að taka fram að heilbrigðistryggingakerfið í Bandaríkjunum er dýrara, flóknara og frábrugðið því sem við þekkjum á hér, m.a. vegna þess að þar er ekki til eitt sameiginlegt opinbert heilbrigðiskerfi fyrir alla. Í staðinn byggist kerfið á blöndu af einkareknum og opinberum tryggingum, og fólk þarf oft að kaupa tryggingar sjálft eða fá þær í gegnum vinnuveitanda. Ég hef í þessari grein útskýrt að „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump er bara ekkert fallegt, heldur ljótt og hefur ömurleg áhrif á tekulægra fólk í Bandaríkjunum og afnemur aðgengi um 16 milljóna manna að heilbrigðisþjónustu. Að auki hef ég í stuttu máli útskýrt muninn á íslenska og bandaríska heilbrigðiskerfinu. Íslenska heilbrigðiskerfið er mjög gott, skilvirt og er fyrir alla, með almennt aðgengi. Mætti ég velja hið íslenska kerfi alla daga með öllum þeim áskorunum sem það stendur frammi fyrir en það bandaríska sem er mun dýrara, ójafnaðra og verra kerfi. Höfundur er heilsuhagfræðingur.
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar